Lína Birgitta lýsir erfiðri baráttu við búlimíu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. október 2019 10:30 Lína Birgitta var í Íslandi í dag í gærkvöldi og sagði þar sögu sína í tengslum við búlimíu. Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“ Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Samfélagsmiðlastjarnan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir barðist í mörg ár við átröskunina búlimíu, þar sem hún kastaði upp eftir hverja máltíð til þess að koma í veg fyrir að fitna. Eftir að hafa fengið aðstoð er hún í dag orðin heilbrigður íþróttaþjálfari og hannar íþróttafatnað. Vala Matt ræddi við Línu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Búlimía er partur af átröskun sem virkar semsagt þannig að þú framkvæmir uppköst og það yfirleitt eftir stórar máltíðir og líka litlar. Þetta verður svona eins og lotugræðgi. Þú borðar eftir lotum og stundum bara treður þú endalausu ofan í þig og svo eftir það ferðu inn á bað og kastar upp,“ segir Lína. „Eins og ég var þá fékk ég mér kannski bara salat og fór samt og kastaði upp. Þetta var mín aðferð til þess að fitna ekki. Þegar þú ert orðin vön því að gera þetta þá getur maður í raun bara hallað sér fram og þá kemur maturinn út.“ Lína segist hafa barist við sjúkdóminn frá 13 ára aldri til 24 ára.Birgitta er mjög ánægð með vöxt sinn í dag.„Ég fattaði ekki að ég væri með búlimíu. Þetta var meira stelpurnar í kringum mig sem voru að segja við mig að þetta væri óeðlilegt. Ég hélt að flestar stelpur væru að þessu til að fitna ekki en það er ekki þannig. Ég man þegar stelpurnar nefndu þetta við mig þá fór ég í svo mikla vörn, varð mjög reið og í raun brjáluð. Svo er ég einnig með magasjúkdóm og því var ég farin að segja við mig að ég mætti í raun æla. Þetta var allt komið í þvílíkan vítahring,“ segir Lína sem leitaði sér aðstoðar eftir að ein vinkonan tók hana afsíðis og ræddi alvarlega við hana. „Þá var þetta orðið þannig að ég sagði bara við stelpurnar að ég ætlaði að fara inn á klósett til að æla. Ég var alveg hætt að fela þetta. Þá talaði ég við heimilislæknirinn minn sem sendi beiðni inn á Hvítabandið sem er á vegum geðdeildar. Þessi stutti tími sem ég var þar hjálpaði mér gjörsamlega. Hvert einasta atriði sem ég lærði þar tók ég gjörsamlega til mín.“ Hún segist ekki vita hvaðan hún fékk þessa hugmynd að byrja kasta upp. „Ég var rosalega þybbin sem barn og fékk rosalega oft að heyra það. Ef maður elst upp við svona þá hugsaði ég bara hvað ég gæti gert til þess að vera ekki þybbin. Þannig byrjaði þetta og svo tók við ógeðslegur vítahringur og varð bara meira og meira.“
Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“