Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 10:07 Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. EPA/LUIS GERARDO MAGANA Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum. Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum.
Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Sjá meira
Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25