Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El Chapo Samúel Karl Ólason skrifar 18. október 2019 10:07 Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. EPA/LUIS GERARDO MAGANA Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum. Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Þungvopnaðir meðlimir glæpasamtaka umkringdu öryggissveitir í borginni Culiacan í Mexíkó í gær og tókst þeim að þvinga lögreglu til að sleppa syni glæpaforingjans El Chapo úr haldi. Gífurleg óreiða ríkti í borginni í gær og eitthvað fram á nótt. Alfonso Durazo, öryggisráðherra Mexíkó, sagði í sjónvarpsávarpi að skotið hafi verið á öryggissveitir frá tilteknu húsi í borginni. Þegar farið var inn í húsið fannst Ovidio Guzman þar, auk þriggja annarra manna, en hann er meðal annars sakaður um dreifingu fíkniefna í Bandaríkjunum. Guzman var handtekinn en lögregluþjónarnir og meðlimir þjóðvarðliðs Mexíkó þurftu þó að hörfa þegar þungvopnaðir glæpamenn gerðu árásir á þá. Á sama tíma gerðu aðrir árásir á lögregluþjóna og hermenn víða um borgina um hábjartan dag. Samkvæmt Reuters kveiktu þeir meðal annars í bílum og minnsti einni bensínstöð. Durazo sagði við Reuters að sú ákvörðun hefði verið tekna að hörfa frá húsinu og þá án Guzman, til að reyna að koma í veg fyrir frekari árásir og tryggja líf lögregluþjóna og hermanna. Það virðist þó ekki hafa heppnast fyllilega þar sem óreiðan stóð yfir langt fram á nótt og fjölda glæpamanna tókst að flýja fangelsi borgarinnar í óreiðunni.Glæpamenn tóku borgina yfir Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýna meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er um að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tók við stjórntaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Í samtali við LA Times segir Falko Ernst, sérfræðingur hjá samtökunum International Crisis Group, að óreiðan í Culiacan setji hættulegt fordæmi.„Skilaboðinu eru: Ríkisstjórn Mexíkó stjórnar ekki og það er hægt að kúga hana,“ sagði Ernst. Hann sagði þar að auki að viðbrögð ríkisstjórnarinnar yrðu gífurlega mikilvæg þar sem hætt væri við að fleiri glæpasamtök grípi til sambærilegra aðgerða í framtíðinni.Hér má sjá samsett myndbönd úr færslum af samfélagsmiðlum.
Mexíkó Tengdar fréttir Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Sjá meira
Réðust á lögreglu þegar leiðtoginn var handsamaður Til harðra átaka kom á milli öryggissveita Mexíkóstjórnar og liðsmanna Sinaloa-eiturlyfjahringsins í borginni Culuiacan í norðurhluta Mexíkó í gærkvöldi. 18. október 2019 07:25