Leirvogsá á lausu Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2019 12:36 Leirvogsá er á lausu Leirvogsá er ein af þeim þremur perlum Reykjavíkur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá veiðimönnum í gegnum árin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með ánna á leigu um árabil en Lax-Á hefur verið með hana síðustu þrjú ár. Nú hins vegar verður breyting þar á þar sem Lax-Á hefur sagt sig úr samningnum um ánna og hún er því á lausu eins og er. Veiðin í ánni hefur ekki verið góð síðustu þrjú ár og salan á leyfum því í hana verið erfið. Þetta er þriðja svæðið sem fer frá Lax-Á á þessu ári en hin svæðin eru Blanda sem er komin til Starir og svo Eystri Rangá sem er komin í hendurnar á Roxtons sem er einn stærsti veiðileyfasali í heimi. Orðið á götunni er að SVFR sé með áhuga á að taka ánna aftur og þá á mun lægra verði en Lax-Á leigði ánna á og ef það reynist rétt er vonandi að verðin lækki í samræmi við það. Það hefur ekki fengist staðfest hver áhugi SVFR er en það kemur líklega í ljós næstu daga. Stangveiði Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði
Leirvogsá er ein af þeim þremur perlum Reykjavíkur sem hafa notið mikilla vinsælda hjá veiðimönnum í gegnum árin. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var með ánna á leigu um árabil en Lax-Á hefur verið með hana síðustu þrjú ár. Nú hins vegar verður breyting þar á þar sem Lax-Á hefur sagt sig úr samningnum um ánna og hún er því á lausu eins og er. Veiðin í ánni hefur ekki verið góð síðustu þrjú ár og salan á leyfum því í hana verið erfið. Þetta er þriðja svæðið sem fer frá Lax-Á á þessu ári en hin svæðin eru Blanda sem er komin til Starir og svo Eystri Rangá sem er komin í hendurnar á Roxtons sem er einn stærsti veiðileyfasali í heimi. Orðið á götunni er að SVFR sé með áhuga á að taka ánna aftur og þá á mun lægra verði en Lax-Á leigði ánna á og ef það reynist rétt er vonandi að verðin lækki í samræmi við það. Það hefur ekki fengist staðfest hver áhugi SVFR er en það kemur líklega í ljós næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Villingavatnsárós opnar á laugardag Veiði Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Fín veiði í heiðarvötnum landsins Veiði Fínar bleikjur að veiðast við Kaldárhöfða Veiði Kvennanefnd tekin til starfa hjá SVFR Veiði Langir taumar skipta máli Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Fyrsti sjóbirtingurinn kominn á land í Ytri Rangá Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Árlega byssusýningin haldin um helgina Veiði