Körfubolti

Michael Jordan táraðist þegar hann opnaði nýja spítalann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Jordan táraðist líka þegar hann hélt ræðu þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöllina.
Michael Jordan táraðist líka þegar hann hélt ræðu þegar kappinn var tekinn inn í Frægðarhöllina. Getty/ Jim Rogash
Tilfinningarnar báru körfuboltastjörnuna Michael Jordan ofurliði þegar hann opnaði nýjan spítala í Charlotte í Norður-Karólínu fylki.

Tárin runnu niður kinnar Jordan þegar hann hélt ræðu á opnunarhátíð spítalans.

Þetta er sá fyrri af tveimur spítölum sem Jordan og fjölskylda hans hafa fjármagnað fyrir fátækar fjölskyldur á svæðinu.

Bandaríska körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er enn þá meðal launahæstu íþróttamanna heims þrátt fyrir að hafa ekki spilað í NBA-deildinni í sextán ár. Hann er líka tilbúinn að gefa til baka til samfélagsins.

Michael Jordan varð sex sinnum NBA-meistari með Chicago Bulls og er að flestra mati álitinn vera besti körfuboltamaður sögunnar.

Nýi spítalinn heitir fullu nafni „Novant Health Michael Jordan Family Medical Clinic“ og kostaði sjö milljónir dollara eða um 877 milljónir íslenskra króna.





„Þegar skiptir mig miklu máli að geta gefið til baka til samfélagsins sem hefur sutt við bakið á mér öll þessi ár,“ sagði Michael Jordan.

Yfir hundrað þúsund íbúar í Charlotte eru með enga sjúkratryggingu og hafa um leið ekki efni á lágmarks læknisþjónustu. Stærsti hlutinn eru börn einstæðra foreldra í vandamálahverfum borgarinnar.

Nýi Michael Jordan spítalinn og hinn sem á eftir að klára er ætlað til að þjónusta þennan þjóðfélagshóp sem þarf mikið á slíkri hjálp að halda.

Markmiðið á fyrstu fimm árum spítalans er að sinna 35 þúsund börnum og fullorðnum sem hafa hingað til haft engan aðgang að læknisþjónustu.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×