Föstudagsplaylisti Alison MacNeil Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 18. október 2019 20:45 Portrett af Alison. Magda Doborzynska Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“ Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Alison MacNeil, sem er kanadísk að uppruna en hefur búið hér á landi um langt skeið, gerði föstudagslagalista Vísis þessa vikuna. Hún er ein af þremur meðlima hljómsveitarinnar Kimono sem starfað hefur síðan 2001 og er löngu búin að festa sig í indíkölthetju-sessi hér á landi með tilraunakenndri rokktónlist sinni. Alison var að leggja lokahönd á nýja plötu þeirra sem er væntanleg síðar á árinu, en hún er einungis ein þriggja platna sem Alison hefur klárað á árinu. Hinar tvær koma báðar út 1. nóvember hjá Why Not? plötum, önnur með nýrri hljómsveit Alison, Laura Secord, og hin með bjöguðu rokksveitinni Brattri Brekku. Málverkið af Alison sem sjá má hér að ofan er eitt fjögurra verka sem prýða plötuumslag nýju plötu Laura Secord. Portrettin voru máluð af pólsku listakonunni Mögdu Doborzynska, sem er búsett hér á landi. „Sá sem hljóðblandaði plöturnar með Aldous Harding og Soccer Mommy hljóðblandaði plötuna okkar,“ segir Alison, en hún lét eitt lag með hvorri tónlistarkonu á lagalistann. „Við báðum hann um það af því að við fílum tónlistina þeirra. Þetta er allt saman músík sem ég er búin að hlusta mikið á undanfarnar vikur.“ Hún lýsti sérstaklega hvers vegna hún valdi síðustu tvö lögin á listanum: „Ég er búin að vera með þráhyggju fyrir Shudder to Think laginu undanfarið. Ég get ekki hætt að hlusta á það. Ég hugsa að ég hafi hlustað á það um tuttugu sinnum á dag síðan vinur minn deildi því á Facebook snemma sumars.“ „Og ég er búin að vera að leita að þessu Fudge Tunnel lagi um aldur og ævi. Ég átti Teeth EP-ið þegar ég var krakki. Ég elska þetta lag.“
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Persónuleg gjafakort sem renna aldrei út Lífið samstarf Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira