Þúsundir tóku víkingaklappið í mótmælum í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2019 10:45 Mótmælendur á götum Beirút. AP/Hassan Ammar Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan. Líbanon Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Undanfarnar daga hafa tugir þúsunda íbúa Líbanon mótmælt á götum borga landsins. Um er að ræða einhver umfangsmestu mótmæli landsins í nokkur ár og er verið að mótmæla spillingu, efnahagsástandi landsins og miklu atvinnuleysi, svo eitthvað sé nefnt. Stærstu mótmælin hafa farið fram í Beirút, höfuðborg Líbanon. Upphaf mótmælanna má rekja til margra atvika. Meðal annars þess að eftir að umfangsmiklir skógareldar geisuðu í Líbanon fyrr í vikunni kom í ljós að þrjár af þyrlum slökkviliðsins hafa verið bilaðar í nokkur ár. Á fimmtudaginn tilkynnti ríkisstjórn Líbanon að til stæði að leggja skatt á netsímtöl eins og hægt er að eiga með forritum eins og WhatsApp, FaceTime og Facebook. Þar að auki stóð til að hækka virðisaukaskatt upp í fimmtán prósent á næstu árum. Í gærkvöldi var þó tilkynnt að WhatsApp-skatturinn, eins og hann hefur verið kallaður, verður ekki lagður á. Saad al-Hariri, forsætisráðherra, sagði í gær að Líbanon væri að ganga í gegnum erfitt tímabil. Hann vildi þó ekki segja af sér og gaf samstarfsaðilum hans í ríkisstjórn þrjá sólarhringa til að hætta að standa í vegi endurbóta.Þrátt fyrir yfirlýsingar stjórnvalda héldu mótmælin áfram í gærkvöldi og fram á nótt. Mótmælendur kveiktu í dekkjum, rusli og öðru og kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Fyrir það tóku mótmælendur sig hins vegar til og tóku víkingaklappið á götum Beirút. Þúsundir mótmælenda tóku þátt og sjá má klappið á myndbandi hér að neðan.
Líbanon Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“