Jarðhitavatn lekur í Múlakvísl á Mýrdalssandi og hefur rafleiðni hækkað jafnt og þétt síðustu tvo daga.
Á vef Veðurstofunnar segir að rafleiðnin mælist nú um 230 míkróS/cm og að mikið vatn sé í ánni.
Jarðhitalekar eru þekktir í Múlakvísl en síðast varð svipaður leki í byrjun septembermánaðar.
„Gas (H2S) hefur mælst við Láguhvola og fólki er bent á að staldra ekki lengur en 10 mínútur við upptök árinnar,“ segir í tilkynningu.
