Föðurland: Börnin búin til af fólki með doktorsgráður Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 1. október 2019 13:15 Gestur Pálsson er fyrsti viðmælandi í viðtalsliðnum Föðurlandi. Hér er hann ásamt fjölskyldu sinni á góðri stundu. „Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. Gestur starfar sem rekstrarstjóri Marel Innova en Kristín Soffía kærasta hans sem borgarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg en þau eignuðust annað barn sitt núna í sumar. Gestur svarar spurningum Makamála af einlægni um reynslu sína af meðgöngum og fæðingum barna sinna í þessum nýja viðtalslið. Markmiðið er að veita innsýn í ólíkar upplifanir feðra af þessu stórkostlega ferli.1. Nafn?Gestur Pálsson.2. Aldur?43 ára.3. Hvað áttu mörg börn?2 börn.4. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Okkar börn eru mjög dýr, búin til af fólki með doktorsgráður, enda með eindæmum falleg og vel samsett börn. Livio hjálpaði okkur með þetta allt saman og þar af leiðandi var kannski aðdragandi þess að fá jákvæða niðurstöðu, heldur meira meðvitaður en annars. En auðvitað er stundin, þegar jákvætt kemur úr prófinu, mjög sérstök. Þó held ég að ástæðan fyrir því að maður hafi ekki fengið einhvern trylling eða grátið af gleði, er að maður var alltaf með efann og hræðsluna um að þetta gæti mistekist. Þetta tók nokkur skipti hjá okkur áður en María Kristín varð til. 5. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Tja ég veit það ekki, ég þurfti jú að sjá til þess að það væri alltaf til majónes, haha! Annars er hlutverk manns jú að reyna að vera með, hlusta og sýna þessu öllu áhuga, þó það geti líka verið snúið. Ég var nú ekkert pabbanna bestur, skal ég segja þér, gat stundum tekið hlutunum sem sjálfsögðum. Reyndar er tíminn þegar María kemur undir svolítið sérstakur. Við vorum nýflutt til Kaupmannahafnar og ég fór á kaf í mjög krefjandi vinnu. Kristín flutti reyndar ekki út fyrr en komið var fram á 7. - 8. mánuð en hún flaug alltaf á milli. Hún sá reyndar sjálf um að koma Maríu fyrir í leginu og kom svo út og tilkynnti mér að þetta hafi allt gengið vel.6. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Neee, ég hef alltaf haldið að ég vissi allt sem vita þurfti, hef fengið að heyra það nokkrum sinnum. Á meðan Kristín las sig til og stúderaði, þá drag ég ályktanir út um óæðri endann á mér. Kristín er mikill pælari og fyrir þá sem hana þekkja, þá kemur kannski ekki á óvart að hún sá um að fræða okkur bæði.7. Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu?Ég veit það ekki, tengjast og tengjast hvað þýðir það?Mér fannst geggjað að geta fundið fyrir hreyfingum barnanna í mallanum á Kristínu. Þegar við fengum að vita kynið þá held ég að tengingin hafi myndast og allt varð raunverulegra. Annars pældi ég í raun ekki mikið í því hvort ég væri að tengjast ófæddu barninu eða ekki. Kristín gerði nú svolítið meira af því sem er kannski ekkert skrýtið. En ég ætlaði bara að bíða þar til það kæmi í heiminn.8. Fannst þér munur á fyrri og seinni meðgöngunum?Já vissulega var munur, við vorum á þeytingi á milli landa þegar Kristín gekk með Maríu, en búum á Íslandi í þeirri seinni. En seinni meðgangan var einnig bara meiri partur af okkar eðlilega fjölskyldulífi, ekki jafn mikil breyting á ástandinu. Yndislegur tími í bæði skiptin, meðgangan fór vel í Kristínu og hún svo blómleg og sæt.9. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Okkar nánasta fólk vissi alltaf að við værum í ferli hjá Livio og fengu góðu fréttirnar bara á sama tíma og við. Við sendum þeim mynd í sms-i af fósturvísinum, sem nú hafði verið komið fyrir.10. Fenguð þið að vita kynið?Já.11. Fannst þér munur á því að vita að þú ættir vona á stelpu og svo strák?Nei, en ég er samt alveg einstaklega ánægður með að hafa fengið sitthvort kynið.12. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Nei, ég get ekki sagt það. Kannski vegna þess að meðgangan, bæði fyrri og seinni, gekk mjög vel. Kristín líka með afar jákvætt hugarfar og lét þetta líta auðveldlega út.13. Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem tilvonandi faðir?Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt. Allskonar samtöl; „Hvað erum við búin að koma okkur út í?“ „Þetta verður eitthvað....!“ En alltaf bara gaman. Geggjað að fylgjast með bumbunni stækka, byrja að sjá og finna hreyfingar, en líka að geta notið tímans og meðtekið þetta allt. Þar hjálpar jú verulega hversu vel þetta gekk allt saman.14. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Dettur lítið í hug hér, en fólk var aðallega að spyrja hvernig Kristín hefði það.Gestur með nýfædda syninum og þriggja ára dóttur sinni Maríu Kristínu.Aðsend mynd15. Er eitthvað sem þér finnst vanta í umræðuna eða fræðslu fyrir verðandi feður?Það er held ég ekki hægt að undirbúa mann fyrir, hvernig þetta er í raun og veru að eignast barn. Kannski ef það væri hægt, þá mögulega myndi maður hætta við, haha!16. Fóruð þið á fæðingarnámskeið?Nei, en með seinna barnið áttum við bókað sæti á parakvöld í meðgöngujóga. Drengurinn var mættur í heiminn áður en af því varð.17. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Ég var nú alltaf nokkuð slakur bara. Hafði alltaf fulla trú á Kristínu og að allt myndi ganga vel, sem það og blessunarlega gerði. Þetta snýst um að vera til staðar fyrir mömmuna og því betra að halda ró sinni. Kannski gaman að segja frá því að daginn sem María fæðist, þá erum við búin að vera í garðvinnu við húsið okkur í Kaupmannahöfn, klippandi og kurlandi greinar og Kristín að baða sig í kaldri barnasundlaug, enda hitabylgja á þessum tíma. Núna þegar drengurinn svo fæðist, erum við sama dag í mannmergðinni á Miðbakkanum, að njóta götubitahátíðar. Svo gerist þetta bara.18. Hvernig upplifðir þú fæðinguna?Báðar fæðingarnar gengu mjög vel, án inngripa, svo Kristín notaði mig held ég mikið sem fæðingarfélaga. Fyrri fæðingin í Danmörku var meira stressandi, en það var komin fósturstreita svo að það þurfti að fylgjast stíft með því. Ljósmæðurnar í bæði skiptin höfðu þó sérstaklega orð á því að þetta hafi verið með þægilegri fæðingum sem þær hafi séð. Því er ég kannski ekki endilega með „rétta“ mynd af þessu ferli og hafði kannski aldrei ástæðu til annars en að vera spenntur og hlakka til að sjá barnið.Þreyttur pabbi eftir fæðingu sonar síns.Aðsend mynd19. Hvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Úff, þrátt fyrir að maður viti hvað er að gerast þá er þessi stund samt svo óraunveruleg. Fyrri fæðingin var aðeins meira hektísk, en í seinni þá náði maður einhvernveginn að sjá hlutina gerast skref fyrir skref. Það var ótrúlegt. Við fengum börnin í fangið strax og gátum grátið og hlegið í bland og horft á þessar litlu rauðsprengdu, krumpuðu verur.20. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar með ungabarn?Þær voru mjög erfiðar í báðum tilvikum. Þá er allt svo nýtt, þú þekkir ekkert inná þarfinar hjá þessum nýja einstakling og það tekur tíma að læra. En út á það gengur þetta, þess er krafist að þú gefir þér tíma og sért til staðar og kynnist nýju barni. Svo núna með seinna barnið, þá gerist það að drengurinn fær legvatn ofan í lungun og það kemur sýking. Við þurftum því að dvelja á Vökudeildinni alla fyrstu vikuna. Það var þungt og ekkert sem hafði undirbúið mann fyrir það, en einnig erfitt að horfa upp á barnið sitt eiga í erfiðleikum. En fyrst við nefnum það, þá nota ég tækifærið og kasta kærri kveðju á það yndislega fagfólk á Vökudeildinni. Takk fyrir okkur.21. Tókstu þér fæðingarorlof?Já ég tók mér orlof, fjóra mánuði með Maríu og annað eins með drenginn en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa tækifæri til þess. Núna er ég í íslensku fæðingarorlofi og auðvitað getur það verið strembið fyrir fjárhaginn. Með Maríu, þá var maður svo lánsamur að fyrirtækið í Danmörku borgaði mér full laun í 10 vikur af fæðingarorlofi. Það er ákveðið statement, enda nauðsynlegt að allir fái og hafi tækifæri til þess að upplifa þessa tíma í ró og næði. Líka pabbar.22. Hvernig gekk að finna nöfn á börnin?Það gekk ágætlega með Maríu Kristínu, en er að ganga heldur brösulega með drenginn. Við erum ekki bundin því að skýra í höfuðið á einum eða neinum, svo kannski er það frjálsræðið sem maður ræður ekki við. Úr of miklu að velja.Aðsend mynd23. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Í rauninni hvað þetta er miklu erfiðara en maður heldur. Þú ert kominn með einstakling í hendurnar sem er algjörlega ósjálfbjarga og þú færð bara ekkert breik. Þínar þarfir eru allt í einu frekar neðarlega á listanum. Ég verð faðir svona með seinni skipunum og er því búinn að vera að hugsa um rassgatið á sjálfum mér í svo mörg ár, þessvegna er þetta alveg handleggur. En á sama tíma hefur óskin og löngunin í barn verið mjög sterk og þess vegna tek ég þessari áskorun með svo mikilli gleði og ánægju.24. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Ég myndi ekki segja að þetta hafi breytt sambandinu, en við leyfðum þessu að þroska okkur. Það er núna meiri vinna að passa að majónesan verði ekki gul, það þarf meiri vinnu til að viðhalda gleðinni, ástinni og rómantíkinni. En þetta er skemmtileg vinna. Við höfum bæði leyft barneignum að breyta okkur og okkar daglega lífi. Við höfum hvorugt farið í það að strögglast við það að endurskapa fyrra líf. Þetta er nýr kafli í lífinu og það er fullkomlega eðlilegt að það hafi áhrif á daglegar rútínur, siði og venjur.Makamál þakka Gesti kærlega fyrir svörin og fyrir að taka af skarið og vera fyrsti viðmælandi Föðurlands. Allar ábendingar um viðmælendur eru vel þegnar og hægt er að senda á netfangið: makamal@syn.is Að lokum óska Makamál Gesti og fjölskyldu innilega til hamingju með kraftaverkabörnin sín tvö, ástina og lífið. Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Kolbrún Pálína: „Það lærir enginn að skilja eða lenda í ástarsorg“ "Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðusu viku. 26. september 2019 21:30 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
„Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið svo yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt,“ segir Gestur Pálsson sem er fyrsti viðmælandi Makamála í nýjum viðtalslið sem ber nafnið Föðurland. Gestur starfar sem rekstrarstjóri Marel Innova en Kristín Soffía kærasta hans sem borgarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg en þau eignuðust annað barn sitt núna í sumar. Gestur svarar spurningum Makamála af einlægni um reynslu sína af meðgöngum og fæðingum barna sinna í þessum nýja viðtalslið. Markmiðið er að veita innsýn í ólíkar upplifanir feðra af þessu stórkostlega ferli.1. Nafn?Gestur Pálsson.2. Aldur?43 ára.3. Hvað áttu mörg börn?2 börn.4. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti?Okkar börn eru mjög dýr, búin til af fólki með doktorsgráður, enda með eindæmum falleg og vel samsett börn. Livio hjálpaði okkur með þetta allt saman og þar af leiðandi var kannski aðdragandi þess að fá jákvæða niðurstöðu, heldur meira meðvitaður en annars. En auðvitað er stundin, þegar jákvætt kemur úr prófinu, mjög sérstök. Þó held ég að ástæðan fyrir því að maður hafi ekki fengið einhvern trylling eða grátið af gleði, er að maður var alltaf með efann og hræðsluna um að þetta gæti mistekist. Þetta tók nokkur skipti hjá okkur áður en María Kristín varð til. 5. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni?Tja ég veit það ekki, ég þurfti jú að sjá til þess að það væri alltaf til majónes, haha! Annars er hlutverk manns jú að reyna að vera með, hlusta og sýna þessu öllu áhuga, þó það geti líka verið snúið. Ég var nú ekkert pabbanna bestur, skal ég segja þér, gat stundum tekið hlutunum sem sjálfsögðum. Reyndar er tíminn þegar María kemur undir svolítið sérstakur. Við vorum nýflutt til Kaupmannahafnar og ég fór á kaf í mjög krefjandi vinnu. Kristín flutti reyndar ekki út fyrr en komið var fram á 7. - 8. mánuð en hún flaug alltaf á milli. Hún sá reyndar sjálf um að koma Maríu fyrir í leginu og kom svo út og tilkynnti mér að þetta hafi allt gengið vel.6. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni?Neee, ég hef alltaf haldið að ég vissi allt sem vita þurfti, hef fengið að heyra það nokkrum sinnum. Á meðan Kristín las sig til og stúderaði, þá drag ég ályktanir út um óæðri endann á mér. Kristín er mikill pælari og fyrir þá sem hana þekkja, þá kemur kannski ekki á óvart að hún sá um að fræða okkur bæði.7. Hvenær fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu?Ég veit það ekki, tengjast og tengjast hvað þýðir það?Mér fannst geggjað að geta fundið fyrir hreyfingum barnanna í mallanum á Kristínu. Þegar við fengum að vita kynið þá held ég að tengingin hafi myndast og allt varð raunverulegra. Annars pældi ég í raun ekki mikið í því hvort ég væri að tengjast ófæddu barninu eða ekki. Kristín gerði nú svolítið meira af því sem er kannski ekkert skrýtið. En ég ætlaði bara að bíða þar til það kæmi í heiminn.8. Fannst þér munur á fyrri og seinni meðgöngunum?Já vissulega var munur, við vorum á þeytingi á milli landa þegar Kristín gekk með Maríu, en búum á Íslandi í þeirri seinni. En seinni meðgangan var einnig bara meiri partur af okkar eðlilega fjölskyldulífi, ekki jafn mikil breyting á ástandinu. Yndislegur tími í bæði skiptin, meðgangan fór vel í Kristínu og hún svo blómleg og sæt.9. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Okkar nánasta fólk vissi alltaf að við værum í ferli hjá Livio og fengu góðu fréttirnar bara á sama tíma og við. Við sendum þeim mynd í sms-i af fósturvísinum, sem nú hafði verið komið fyrir.10. Fenguð þið að vita kynið?Já.11. Fannst þér munur á því að vita að þú ættir vona á stelpu og svo strák?Nei, en ég er samt alveg einstaklega ánægður með að hafa fengið sitthvort kynið.12. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa?Nei, ég get ekki sagt það. Kannski vegna þess að meðgangan, bæði fyrri og seinni, gekk mjög vel. Kristín líka með afar jákvætt hugarfar og lét þetta líta auðveldlega út.13. Hvað fannst þér skemmtilegast við að upplifa meðgöngu sem tilvonandi faðir?Ég upplifði það að vera stoltur, fannst lífið yndislegt að eiga kærustu sem var ólétt. Allskonar samtöl; „Hvað erum við búin að koma okkur út í?“ „Þetta verður eitthvað....!“ En alltaf bara gaman. Geggjað að fylgjast með bumbunni stækka, byrja að sjá og finna hreyfingar, en líka að geta notið tímans og meðtekið þetta allt. Þar hjálpar jú verulega hversu vel þetta gekk allt saman.14. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst þegar á meðgöngunni stóð?Dettur lítið í hug hér, en fólk var aðallega að spyrja hvernig Kristín hefði það.Gestur með nýfædda syninum og þriggja ára dóttur sinni Maríu Kristínu.Aðsend mynd15. Er eitthvað sem þér finnst vanta í umræðuna eða fræðslu fyrir verðandi feður?Það er held ég ekki hægt að undirbúa mann fyrir, hvernig þetta er í raun og veru að eignast barn. Kannski ef það væri hægt, þá mögulega myndi maður hætta við, haha!16. Fóruð þið á fæðingarnámskeið?Nei, en með seinna barnið áttum við bókað sæti á parakvöld í meðgöngujóga. Drengurinn var mættur í heiminn áður en af því varð.17. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna?Ég var nú alltaf nokkuð slakur bara. Hafði alltaf fulla trú á Kristínu og að allt myndi ganga vel, sem það og blessunarlega gerði. Þetta snýst um að vera til staðar fyrir mömmuna og því betra að halda ró sinni. Kannski gaman að segja frá því að daginn sem María fæðist, þá erum við búin að vera í garðvinnu við húsið okkur í Kaupmannahöfn, klippandi og kurlandi greinar og Kristín að baða sig í kaldri barnasundlaug, enda hitabylgja á þessum tíma. Núna þegar drengurinn svo fæðist, erum við sama dag í mannmergðinni á Miðbakkanum, að njóta götubitahátíðar. Svo gerist þetta bara.18. Hvernig upplifðir þú fæðinguna?Báðar fæðingarnar gengu mjög vel, án inngripa, svo Kristín notaði mig held ég mikið sem fæðingarfélaga. Fyrri fæðingin í Danmörku var meira stressandi, en það var komin fósturstreita svo að það þurfti að fylgjast stíft með því. Ljósmæðurnar í bæði skiptin höfðu þó sérstaklega orð á því að þetta hafi verið með þægilegri fæðingum sem þær hafi séð. Því er ég kannski ekki endilega með „rétta“ mynd af þessu ferli og hafði kannski aldrei ástæðu til annars en að vera spenntur og hlakka til að sjá barnið.Þreyttur pabbi eftir fæðingu sonar síns.Aðsend mynd19. Hvernig leið þér að sjá barnið þitt í fyrsta skipti?Úff, þrátt fyrir að maður viti hvað er að gerast þá er þessi stund samt svo óraunveruleg. Fyrri fæðingin var aðeins meira hektísk, en í seinni þá náði maður einhvernveginn að sjá hlutina gerast skref fyrir skref. Það var ótrúlegt. Við fengum börnin í fangið strax og gátum grátið og hlegið í bland og horft á þessar litlu rauðsprengdu, krumpuðu verur.20. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar með ungabarn?Þær voru mjög erfiðar í báðum tilvikum. Þá er allt svo nýtt, þú þekkir ekkert inná þarfinar hjá þessum nýja einstakling og það tekur tíma að læra. En út á það gengur þetta, þess er krafist að þú gefir þér tíma og sért til staðar og kynnist nýju barni. Svo núna með seinna barnið, þá gerist það að drengurinn fær legvatn ofan í lungun og það kemur sýking. Við þurftum því að dvelja á Vökudeildinni alla fyrstu vikuna. Það var þungt og ekkert sem hafði undirbúið mann fyrir það, en einnig erfitt að horfa upp á barnið sitt eiga í erfiðleikum. En fyrst við nefnum það, þá nota ég tækifærið og kasta kærri kveðju á það yndislega fagfólk á Vökudeildinni. Takk fyrir okkur.21. Tókstu þér fæðingarorlof?Já ég tók mér orlof, fjóra mánuði með Maríu og annað eins með drenginn en ég er mjög þakklátur fyrir að hafa tækifæri til þess. Núna er ég í íslensku fæðingarorlofi og auðvitað getur það verið strembið fyrir fjárhaginn. Með Maríu, þá var maður svo lánsamur að fyrirtækið í Danmörku borgaði mér full laun í 10 vikur af fæðingarorlofi. Það er ákveðið statement, enda nauðsynlegt að allir fái og hafi tækifæri til þess að upplifa þessa tíma í ró og næði. Líka pabbar.22. Hvernig gekk að finna nöfn á börnin?Það gekk ágætlega með Maríu Kristínu, en er að ganga heldur brösulega með drenginn. Við erum ekki bundin því að skýra í höfuðið á einum eða neinum, svo kannski er það frjálsræðið sem maður ræður ekki við. Úr of miklu að velja.Aðsend mynd23. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir?Í rauninni hvað þetta er miklu erfiðara en maður heldur. Þú ert kominn með einstakling í hendurnar sem er algjörlega ósjálfbjarga og þú færð bara ekkert breik. Þínar þarfir eru allt í einu frekar neðarlega á listanum. Ég verð faðir svona með seinni skipunum og er því búinn að vera að hugsa um rassgatið á sjálfum mér í svo mörg ár, þessvegna er þetta alveg handleggur. En á sama tíma hefur óskin og löngunin í barn verið mjög sterk og þess vegna tek ég þessari áskorun með svo mikilli gleði og ánægju.24. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar?Ég myndi ekki segja að þetta hafi breytt sambandinu, en við leyfðum þessu að þroska okkur. Það er núna meiri vinna að passa að majónesan verði ekki gul, það þarf meiri vinnu til að viðhalda gleðinni, ástinni og rómantíkinni. En þetta er skemmtileg vinna. Við höfum bæði leyft barneignum að breyta okkur og okkar daglega lífi. Við höfum hvorugt farið í það að strögglast við það að endurskapa fyrra líf. Þetta er nýr kafli í lífinu og það er fullkomlega eðlilegt að það hafi áhrif á daglegar rútínur, siði og venjur.Makamál þakka Gesti kærlega fyrir svörin og fyrir að taka af skarið og vera fyrsti viðmælandi Föðurlands. Allar ábendingar um viðmælendur eru vel þegnar og hægt er að senda á netfangið: makamal@syn.is Að lokum óska Makamál Gesti og fjölskyldu innilega til hamingju með kraftaverkabörnin sín tvö, ástina og lífið.
Fæðingarorlof Föðurland Tengdar fréttir Kolbrún Pálína: „Það lærir enginn að skilja eða lenda í ástarsorg“ "Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðusu viku. 26. september 2019 21:30 Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15 Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Ást er: „Við byrjuðum saman mjög ung“ Makamál Spurning vikunnar: Veldur jólaundirbúningurinn álagi á sambandið? Makamál Einhleypan: Var skotinn í flestum í Baywatch Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Bone-orðin 10: Eva Lind elskar fallegt skegg og sjálfsöryggi Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Kolbrún Pálína: „Það lærir enginn að skilja eða lenda í ástarsorg“ "Þegar ég fór að skoða skilnaði og afleiðingar þeirra á alla sem að þeim koma, áttaði ég mig á því að okkur er ekki kennt neitt sérstaklega að takast á við sorg og áföll.“ Þetta segir Kolbrún Pálína annar höfundur sjónvarpsþáttanna ÁSTAR sem frumsýndir voru í Sjónvarpi Símans í síðusu viku. 26. september 2019 21:30
Móðurmál: Fimm í útvíkkun og pabbinn í flugi frá New York "Einu sinni kom ég heim úr Costco með heila 40 manna fermingartertu með svona hvítu sykurkremi bara af því að mig langaði svo í hana.” Segir Rós Kristjánsdóttir gullsmíðanemi sem eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun árs með kærasta sínum Þorsteini B. Friðrikssyni framkvæmdarstjóra Tea Time games. 28. september 2019 13:15
Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamálum bárust á dögunum ábendingar frá karlkyns lesendum Vísis. 16. september 2019 21:45