Þúsund konur fjölmenna á bíókvöld Bleiku slaufunnar Tinni Sveinsson skrifar 1. október 2019 15:45 Fjölmargar þekktar íslenskar konur taka þátt í átaksverkefninu Bleiku slaufunni í ár. Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira
Bleika slaufan, árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins, hefst í dag. Í tilefni dagsins er búist við þúsund konum á bíókvöld í Háskólabíói klukkan 20 þar sem kvikmyndin Downton Abbey verður sýnd. Þema Bleiku slaufunnar í ár er Þú ert ekki ein. Áhersla er lögð á það að stuðningur skiptir máli og vegna mikillar þátttöku vinkvennahópa í fyrra hefur Vinkonuklúbbur Krabbameinsfélagsins verið stofnaður. Áður en sýningin í kvöld hefst verður bein útsending frá Háskólabíói. Búið er að skreyta bíóið í bleikum lit og breskri stemmningu í anda Downton Abbey. Leikkonurnar Dóra Jóhannsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir verða kynnar á sýningunni og ætla að taka viðtöl og sýna nokkur myndbönd fyrir sýninguna. Hægt er að sjá útsendinguna hér fyrir neðan en hún hefst um klukkan 20. Átakið Bleika slaufan er tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Söfnunarfé Bleiku slaufunnar stendur undir stórum hluta af þeirri fjölbreyttu starfsemi sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir án endurgjalds, svo sem ráðgjöf, stuðningur, námskeið, fræðsla, forvarnastarfsemi, hagsmunagæsla og rannsóknir.Bleika slaufan 2019.Bleika slaufan 2019 var afhjúpuð í dag en hún er hönnuð af Guðbjörgu Kristínu Ingvarsdóttur, skartgripahönnuði í AURUM Bankastræti. Í fyrsta sinn er hún hálsmen en blómin á henni vísa til vellíðunar og jákvæðni og hringurinn táknar kvenlega orku og veitir vernd. Föstudagurinn 11. október er bleiki dagurinn en þá hefur skapast hefð fyrir því að fólk og fyrirtæki um land allt skreyti sig með bleikum lit. Hægt er að sjá nánari upplýsingar og kaupa slaufu á heimasíðunni bleikaslaufan.is.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Fleiri fréttir „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Sjá meira