Duga Erik Hamrén 16 mínútur hjá Birki Bjarna? Benedikt Bóas skrifar 4. október 2019 09:00 Birkir Bjarnason er fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir fáar mínútur. vísir/getty Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti