Duga Erik Hamrén 16 mínútur hjá Birki Bjarna? Benedikt Bóas skrifar 4. október 2019 09:00 Birkir Bjarnason er fastamaður í íslenska landsliðinu þrátt fyrir fáar mínútur. vísir/getty Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira
Birkir Bjarnason er enn án félags en verður væntanlega valinn í íslenska landsliðið sem tilkynnt verður í dag. Birkir hefur verið án félags síðan leiðir hans og Aston Villa skildi í ágúst. Birkir var inn og út úr liðinu hjá Aston Villa. Eftir að hafa byrjað árið á því að spila 90 mínútur gegn QPR, 63 mínútur gegn Wigan 11 dögum síðar og 75 mínútur gegn Hull þann 19. janúar hefur Birkir varla snert knattspyrnugras í keppnisleik fyrir félagslið. Raunar hafa fætur hans aðeins snert grasið 16 mínútur. Sex gegn Birmingham þann 10. mars og hann fékk 10 mínútur gegn Norwich þann 5. maí. Guðmundur Hilmarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, og einn reyndasti íþróttafréttamaður landsins, skrifaði um Birki í vikunni og spurði hvort Eric Hamrén gæti varið það að velja leikmenn sem eru í lítilli sem engri æfingu. Ómögulegt hefur verið að ná í Birki undanfarnar vikur um næstu skref á ferli hans. Síminn hans virðist alltaf verða eftir á náttborðinu og ekki hringir hann til baka. Sama hvað er reynt. Ensku blöðin hafa verið að orða Birki við hin og þessi lið en það hefur reynst ekkert nema orðrómur. Ítalska liðið Sampdoria var einnig orðað við kappann og FCK í Danmörku. Birkir sagði sjálfur við Fréttablaðið fyrir síðustu landsleiki að það hefði verið kominn samningur á borðið hjá einhverju liði en það hafi ekki gengið. „Ég hef fengið nokkur tilboð eftir að ég losnaði undan samningi hjá Aston Villa en rétta félagið hefur ekki komið upp á borðið að mínu mati. Það er ekkert stress á mér og þetta er ekki farið að hafa áhrif á mig andlega,“ sagði Birkir í byrjun september. Fyrir áhugasama um dagsetningar þá er hægt að benda á að október er nýhafinn. Hamrén sagði á fréttamannafundi í ágúst að hann hefði engar áhyggjur af hvorki Birki né Emil. Þeir hefðu sýnt gæði sín og reynslu í júníverkefnunum. Það var hins vegar augljóst, eins og Guðmundur benti réttilega á, að hvorugur þeirra var í neinni leikæfingu í nýlegum verkefnum gegn Albaníu og Moldóvu. Og gegn Frökkum þurfa allir að vera í toppmálum til að liðið eigi séns. Allavega búnir að spila meira en 16 mínútur. Emil hefur spilað 135 mínútur, sem er einn og hálfur fótboltaleikur síðasta árið. Hann varð fyrir meiðslum og spilaði þessar 135 mínútur gegn Inter, Frosinone og síðast Cagliari 26. maí. Hópurinn verður kynntur klukkan 13.15 í dag í höfuðstövðum KSÍ.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Sjá meira