Móðir Lilju yfirgaf hana þriggja ára og kom ekki aftur Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2019 11:30 Lilja Oddsdóttir segir sögu sína í Íslandi í dag. Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Lilja Oddsdóttir, fyrrverandi leikskólakennari, er fædd og uppalin í Kjósinni en þegar hún var þriggja ára yfirgaf móðir hennar hana, systkini og fjölskyldu og flutti vestur á land og kom ekki til baka. En í dag er Lilja búin að vinna sig út úr þessari sorg og höfnunartilfinningu og er á góðum stað í lífinu og vinnur nú sjálfstætt. Hún kennir fólki betri leiðir fyrir heilsuna og heimilið og um leið heiminn. En hún vinnur meðal annars með kjarnaolíur frá Young Living sem hafa reynst henni sjálfri gríðarlega vel. Vala Matt ræddi við Lilja í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Æskan mín var ekki auðveld og það hefur tekið mig mjög langan tíma að vinna úr henni, alveg markvisst síðustu tuttugu árin. Ég er einhvern veginn orðin svolítið þakklát fyrir þetta og maður hefur náð að sjá að það eru kostir við það að kljást við eitthvað,“ segir Lilja en eins og áður segir yfirgaf móðir hennar heimilið þegar hún var aðeins þriggja ára. „Hún var bara veik og fór í burtu til þess að finna styrk eða heilsu eða hvíla sig. Hún kom ekki aftur. Manni fannst maður vera yfirgefin og einskyns virði og það sat í manni og það er það sem maður hefur verið að vinna í. Maður var mikið einn og þurfti að sjá um sig sjálfur.“ Lilja með móður sinni á sínum tíma.Lilja segist hafa verið lengi að átta sig á því að hún hefði tilfinningar. „Maður varð bara að einhverjum töffara og fór að vinna í sveit. En það var aldrei talað um neinar tilfinningar og ég held að þetta sé ofboðslega algengt og margir kannast við þetta. Pabbi talar aldrei um þetta og hélt bara í höndina á mér, það var hans leið.“ Þó móðir hennar hafi ekki verið til staðar fyrir hana sem barn þá varð hún mjög góð amma. „Ég kynntist henni svolítið þegar ég var unglingur þegar ég fór í skóla til Reykjavíkur og hún flutti þangað. Ég fór að kynnast henni og hún kom aldrei inn í líf mitt sem móðir mín, heldur bara manneskja sem ég í raun og veru þekkti ekki mikið. Ég fór að kynnast henni og fannst hún svo yndisleg. Hún er svo hlý og róleg,“ segir Lilja en systkinin voru sex þegar móðir þeirra flutti úr Kjósinni vestur á land. „Mamma var bara mjög veik. Hún var með fæðingarþunglyndi eftir að ég fæddist og fékk mjög alvarlegt fæðingarþunglyndi. Svo voru aðstæður líka erfiðar. Eftir að börnin mín fæddust var ég bara í hlutastarfi sem leikskólakennari. Mér fannst svo mikilvægt að vera með börnunum mín og ég vann bara hálfan daginn. Þá fór ég á daginn til mömmu og það voru dýrmætar stundir.“ Hún ákvað að fyrirgefa móðir sinni. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Catherine O'Hara er látin Lífið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa Lífið Fermingardagurinn er stór dagur Lífið samstarf Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“