Rysjótt á gæsinni Karl Lúðvíksson skrifar 5. október 2019 14:00 Gæsaveiðitímabilið stendur nú yfir og við höfum reglulega fengið góðar fréttir frá skyttum landsins en líka nokkra stutta pósta þegar ekkert gengur. Það var staðan hjá þeim sem voru við veiðar á nokkrum stöðum sem við höfum haft fregnir af á Suðurlandi á fimmtudaginn var. Það er ótrúlegt að heyra hvað það var rólegt því veðrið var eins og best verður á kosið. Þurrt, suðaustan vindur og hitinn um 7 gráður. Þeir sem áttu pantað pláss á ökrum og túnum þennan morgun voru því mjög spenntir þegar það var verið að koma sér fyrir í skurðum fyrir morgunflugið. Allt kom þó fyrir ekki. Það var varla gæs á flugi allan morguninn og þeir hópar sem sáust kíktu aðeins yfir akrana en afar fáar voru að koma ákveðið inn. Það eru þó einhverjar undantekningar en við vitum af einum hóp sem fékk 34 fugla undir Eyjafjöllum en þar voru fjórir menn saman og annar hópur sem var syðst í Landeyjum fékk 22 fugla, þrír menn saman en þeir fuglar voru allir teknir á 20 mínútum um eitt leytið eftir hádegi og voru teknir úr þremur hópum sem þeir fengu í flott færi. Þetta var eina færið sem þeir fengu eftir tæpa sjö klukkutíma í skurðinum. Gæsin er ekki farin en þeir sem lengst hafa skotið gæs vita eins og er að fuglinn er óútreiknanlegur og suma daga þrátt fyrir flott skilyrði er hún ekki að mæta í akrana þrátt fyrir að þar sé allt fullt af korni. Á mýrunum við Skúmstaðavatn voru og eru þúsundir fugla og þessi fugl þarf að éta svo við getum alveg verið rólegir. Á meðan fuglinn hefur nóg að bíta og brenna, veður helst skaplegt þá verður gæs skotin langt inn í nóvember og það er þess vegna nóg eftir af tímabilinu. Skotveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði
Gæsaveiðitímabilið stendur nú yfir og við höfum reglulega fengið góðar fréttir frá skyttum landsins en líka nokkra stutta pósta þegar ekkert gengur. Það var staðan hjá þeim sem voru við veiðar á nokkrum stöðum sem við höfum haft fregnir af á Suðurlandi á fimmtudaginn var. Það er ótrúlegt að heyra hvað það var rólegt því veðrið var eins og best verður á kosið. Þurrt, suðaustan vindur og hitinn um 7 gráður. Þeir sem áttu pantað pláss á ökrum og túnum þennan morgun voru því mjög spenntir þegar það var verið að koma sér fyrir í skurðum fyrir morgunflugið. Allt kom þó fyrir ekki. Það var varla gæs á flugi allan morguninn og þeir hópar sem sáust kíktu aðeins yfir akrana en afar fáar voru að koma ákveðið inn. Það eru þó einhverjar undantekningar en við vitum af einum hóp sem fékk 34 fugla undir Eyjafjöllum en þar voru fjórir menn saman og annar hópur sem var syðst í Landeyjum fékk 22 fugla, þrír menn saman en þeir fuglar voru allir teknir á 20 mínútum um eitt leytið eftir hádegi og voru teknir úr þremur hópum sem þeir fengu í flott færi. Þetta var eina færið sem þeir fengu eftir tæpa sjö klukkutíma í skurðinum. Gæsin er ekki farin en þeir sem lengst hafa skotið gæs vita eins og er að fuglinn er óútreiknanlegur og suma daga þrátt fyrir flott skilyrði er hún ekki að mæta í akrana þrátt fyrir að þar sé allt fullt af korni. Á mýrunum við Skúmstaðavatn voru og eru þúsundir fugla og þessi fugl þarf að éta svo við getum alveg verið rólegir. Á meðan fuglinn hefur nóg að bíta og brenna, veður helst skaplegt þá verður gæs skotin langt inn í nóvember og það er þess vegna nóg eftir af tímabilinu.
Skotveiði Mest lesið Lækkað verð á vatnasvæði Lýsu Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Vikulegar veiðitölur heldur lágar víðast hvar Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Flott opnun í Brunná og Sandá Veiði Ertu þú að henda laxi á hverju vori? Veiði Batnandi útlit í Eyjafjarðará Veiði Skemmtileg bók um silungsveiðar á Íslandi Veiði