Peningalofti hleypt úr fótboltablöðru Benedikt Bóas skrifar 5. október 2019 10:00 Úr leik karlaliðs Víkings í sumar. vísir/bára „Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
„Stjórn ÍTF fundar reglulega en við höfum ekki hist í sumar, allur hópurinn sem slíkur. Við ræðum ekkert fjármál einstakra félaga en það er svo sem ekkert nýtt að þetta er erfiður rekstur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður ÍTF, regnhlífarsamtaka félaga í efstu tveimur deildum karla og kvenna, og framkvæmdastjóri Víkings. Þó að fótboltinn hafi verið flautaður af þetta sumarið og flestir leikmenn séu komnir í frí eru stjórnarmenn og aðrir sjálfboðaliðar á fullu að reyna að skrapa saman fyrir komandi vertíð. Fyrirtækin í landinu eru að gera sínar áætlanir og því er betra að vera inni í þeim. Haraldur segir að blikur séu á lofti enda eru mörg fyrirtæki að draga saman seglin eins og fréttaflutningur undanfarnar vikur sannar. „Það eru stór fyrirtæki í landinu jafnvel að loka á samstarfssamninga við félög. Það er verið að skera niður mjög víða og ég óttast að það eigi eftir að snerta félögin svolítið harkalega,“ segir Haraldur. Séu ársreikningar nokkurra félaga skoðaðir handahófskennt má sjá að reksturinn stendur oft tæpt þar sem hagnaður er eitt árið en tap það næsta. Breiðablik tapaði til dæmis 16 milljónum á síðasta ári en var með 900 þúsund króna hagnað árið þar á undan. Alls greiddi félagið 255 milljónir og 745 þúsundum betur í laun til þjálfara, leikmanna og yfirstjórnar. Fór launaliðurinn upp um hartnær 26 milljónir milli ára. ÍBV, sem féll úr efstu deild, tapaði 10 milljónum á síðasta ári. Þar voru greiddar 80 milljónir í laun og tengd gjöld. Skagamenn skiluðu 47 milljóna króna hagnaði. Líklega má reikna með að salan á Arnóri Sigurðssyni til CSKA Moskvu vegi þar þungt. Tekjurnar voru 253 milljónir en gjöldin voru 205 milljónir en ÍA var í Inkasso-deildinni í fyrra. Þó kemur fram að knattspyrnudeildin skuldar um fimm milljónir.Stjarnan segir í sínum ársreikningi að aðrar rekstrartekjur hafi verið nálægt 300 milljónum en knattspyrnudeildin hagnaðist um 13 milljónir í fyrra miðað við tíu milljóna tap árið á undan. Laun og tengd gjöld telja 223 milljónir. Svona mætti trúlega lengi telja séu ársreikningar allra félaga teknir til skoðunar. Haraldur bendir á að upphæðunum sem er safnað sé yfirleitt safnað af sjálfboðaliðum. Haraldur segir að fjármál einstakra félaga séu ekki rædd meðal ÍTF, þau séu og verði trúlega alltaf svolítið tabú. „Það er trúlega einhvers staðar þannig að það sé ekki verið að borga leikmönnum og öðrum í kring á réttum tíma. Við í Víkingi höfum verið í þeim sporum, þó við séum í miklu betri málum í dag, og ég held að öll félög hafi einhvern tímann kynnst þeirri tilfinningu. Þetta hefur verið og verður trúlega áfram alltaf erfiður rekstur,“ segir Haraldur. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, ritaði þannig í ársskýrslu félagsins: „Öllum sem koma að rekstri íþróttadeilda hér á landi er ljóst að það er ekki tekið út með sældinni einni að standa í því og er rekstur knattspyrnudeildar FH þar ekki nein undantekning. Það hefur alltaf verðið erfitt að reka fótboltafélag og verður svo áfram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Sport Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast