Stendur loksins undir væntingum Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. október 2019 11:00 Traore fagnar. Alex Livesey/Getty Images) Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Adama Traore minnti heldur betur á sig um helgina þegar hann skoraði bæði mörk Úlfanna í 2-0 sigri á Manchester City á Etihad-vellinum. Traore reyndist varnarmönnum Manchester City afar erfiður með styrk sínum og hraða og voru Úlfarnir búnir að hóta marki þegar Traore braut ísinn skömmu fyrir leikslok. Með mörkunum tveimur hefur Traore þegar skorað meira en í 66 leikjum á þremur tímabilum á undan þessu. Úlfarnir eru farnir að sýna sitt rétta andlit og eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð í öllum keppnum með heimsókn til Tyrklands síðasta fimmtudag og eru farnir að þokast upp töfluna á meðan Manchester City er að missa Liverpool fram úr sér á toppi deildarinnar. Eftir átta umferðir er forskot Liverpool átta stig enda hefur Manchester City þegar tapað átta stigum á tímabilinu eftir að hafa aðeins tapað sextán stigum allt síðasta tímabil. Fram undan er landsleikjahlé. Að landsleikjahlénu loknu eru fimm umferðir sem gætu átt eftir að skipta heilmiklu máli í vor þegar Liverpool og City mætast á Anfield ásamt því að Liverpool mætir Tottenham og Manchester United á meðan Manchester City mætir Chelsea.MANCHESTER, ENGLAND - OCTOBER 06: Adama Traore of Wolverhampton Wanderers celebrates after scoring hisGekk illa að festa rætur Traore er fæddur og uppalinn í Katalóníu þar sem hann kom upp úr hinni margrómuðu unglingaakademíu Barcelona, La Masia. Traore vakti ungur athygli, sautján ára var hann kominn í varalið Barcelona og því fylgdi eldskírn með aðalliði Barcelona rúmum mánuði síðar sem varamaður fyrir Neymar í deildinni og þremur dögum síðar fékk Traore fyrstu mínútur sínar í Meistaradeildinni. Það reyndust síðustu mínútur hans með aðalliði Barcelona það árið en ári síðar skoraði Traore fyrsta mark sitt fyrir aðallið Barcelona í spænska bikarnum. Ljóst var að það yrði afar erfitt fyrir Traore að brjóta sér leið inn í aðalliðið enda Barcelona með hið ógnarlega sóknarþríeyki Lionel Messi, Neymar og Luis Suárez á þeim tíma. Kaus Traore því að yfirgefa Barcelona nítján ára gamall og koma til Englands þar sem Aston Villa varð fyrir valinu. Börsungar höfðu þó það miklar mætur á Traore að þeir kröfðust þess að hafa klásúlu um endurkaup (e. buy back clause) í samningi Traore. Honum tókst hvorki að standa undir væntingum hjá Aston Villa né Middlesbrough sem keypti Traore einu ári síðar og olli miklum vonbrigðum í ensku úrvalsdeildinni. Hraði og styrkur var til staðar en Traore tókst aldrei að nýta sér líkamlega burði sína á vellinum. Tvö ár í röð féll Traore úr ensku úrvalsdeildinni, með Aston Villa og Middlesbrough, en þegar komið var í Championship-deildina tókst honum loksins að sýna sitt rétta andlit og var hann einn af bestu leikmönnum deildarinnar með Middlesbrough. Það leiddi til þess að Wolves keypti Traore síðasta sumar fyrir átján milljónir punda. Fyrsta tímabil Traore með Úlfunum gekk illa og byrjaði hann aðeins átta leiki þegar Úlfarnir lentu í sjöunda sæti. Á síðasta tímabili fékk Traore aldrei að leika heilar 90 mínútur – í þeim átta leikjum sem hann byrjaði var hann tekinn af velli – en eftir heilt undirbúningstímabil með þjálfarateymi Úlfanna hefur Traore byrjað leiktímabilið mun betur. Hann hefur byrjað fimm leiki af átta og sýndi um helgina hversu hættulegt vopn hann getur verið í sóknarleik Úlfanna.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira