Fréttamannafundurinn fer fram í Stokkhólmi og verður í beinni útsendingu sem fylgjast má með í spilaranum hér fyrir neðan.
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði hafa verið afhent frá árinu 1901 og hafa alls 216 einstaklingar hlotið verðlaunin.
Nóbelsverðlaunin verða afhent þann 10. desember næstkomandi en á morgun verður tilkynnt um það hver hlýtur verðlaunin í eðlisfræði.