Litlu sænsku prinsarnir og prinsessurnar ekki lengur á ríkisspenanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2019 15:18 Karl Filipps prins og Soffía eiginkona hans með sonunum Alexander og Gabríel. Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur ákveðið að gera breytingar á lífi afabarna sinna. Markmiðið mun vera að tryggja börnunum eðlilegra líf en jafnframt er um sparnaðaraðgerð að ræða. Breytingin hefur verið til umræðu í lengri tíma en er nú orðin að veruleika. Frá þessu er greint í sænskum miðlum. Um er að ræða tvö börn Karls Filippus prins og þrjú börn Magðdalenu prinsessu. Fredrik Wersäll ríkismarskálkur Svíþjóðar tilkynnti um breytinguna á blaðamannafundi í morgun. Til þessa hafa prinsarnir og prinsessurnar ungu komið fram við hin og þessi tilefni en nú verður hugsað um þau sem almenna borgara með tilheyrandi einkalífi. Líf þeirra verði ekki takmarkað að mörgu leyti eins og sé tilfellið þegar um meðlimi konungsfjölskyldunnar sé að ræða. Á sama tíma greiðir ríkið ekki lengur fyrir uppihald og annan kostnað sem snýr að börnunum. Breytingin nær til Alexanders prins, Gabríels prins, Lenóru prinessu, Nicolas prins og Adríönu prinsessu. Þau eru á aldrinum eins til fimm ára en mikið barnalán hefur verið í sænsku konungsfjölskyldunni. Þau viðhalda titlum sínum og eru áfram hluti af konungsfjölskyldunni. Kostnaður við konungsfjölskylduna nam 1,8 milljarði króna í fyrra og óx um 25 milljónir á milli ára. Ekki er reiknað með því að kostnaðurinn minnki nokkuð þrátt fyrir breytingarnar. Karl Filippus og Soffía eiginkona hans vonast til þess að drengirnir þeirra eigi eftir breytingarnar eðlilegra líf fyrir höndum eins og sjá má á færslu þeirra á Instagram hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kóngafólk Svíþjóð Karl Gústaf XVI Svíakonungur Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira