Landsliðsþjálfarinn fékk rautt í stórsigri Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 9. október 2019 10:00 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira
Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Fleiri fréttir HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Sjá meira