Landsliðsþjálfarinn fékk rautt í stórsigri Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 9. október 2019 10:00 Jón Þór Hauksson. vísir/vilhelm Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik. Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira
Leikur Íslands og Lettlands á Liepaja-vellinum í gær fer seint í sögubækurnar fyrir stórkostlegan fótbolta enda voru aðstæður eins og þær verða verstar. Völlurinn var þungur eftir miklar rigningar undanfarið og lúmskur vindur. Þó fylgdi íslenska liðið leikplani landsliðsþjálfarans og hélt breiddinni vel. Þrumaði boltanum fyrir í gríð og erg sem skapaði hættu nánast við hverja fyrirgjöf. Fanndís Friðriksdóttir skoraði fyrsta markið á 17. mínútu eftir fyrirgjöf Gunnhildar Yrsu. Dagný Brynjarsdóttir tvöfaldaði forustuna á 29. mínútu þar sem hún var alein og yfirgefin á fjærsvæðinu. Síðasta mark fyrri hálfleiksins var sprellimark Mariju Ibragimovu markvarðar eftir hornspyrnu Fanndísar. Til marks um yfirburði Íslands í fyrri hálfleik kom Sandra Sigurðardóttir markvörður varla við boltann og ekkert fyrstu 20 mínúturnar. Síðari hálfleikurinn var varla farinn af stað þegar Elín Metta skoraði sitt 14. landsliðsmark eftir klaufagang í vörn heimakvenna. Elín Metta var að jafna Olgu Færseth yfir flest mörk fyrir Ísland og eru þær í 10. sæti. Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fimmta markið en þetta var fyrsta mark hennar fyrir Íslands hönd. Markadrottningin Margrét Lára setti svo punktinn yfir i-ið með marki á 94. mínútu. Getu- og gæðamunurinn á þessum tveimur liðum var afskaplega mikill og trúlega hefði sigurinn getað orðið stærri. Færin sem fóru forgörðum voru þannig að eitt til tvö, jafnvel þrjú mörk til viðbótar hefði ekkert endilega verið neitt óeðlilegt. Eina sem varpaði smá skugga á annars flotta frammistöðu var framganga landsliðsþjálfarans, Jóns Þórs, í stöðunni 0-5. Þá æsti hann sig einum um of þegar dómarinn, Vivian Peeters frá Hollandi, dæmdi glórulausa aukaspyrnu á Gunnhildi Yrsu og uppskar Jón Þór rauða spjaldið og var rekinn upp í stúku. „Ég held að dómararnir hafi hreinlega ekki skilið það sem ég var að segja. En auðvitað er óafsakanlegt að láta reka sig út af í stöðunni 5-0 og svona lítið eftir. Mér fannst dómgæslan afar skrýtin í þessum leik en það þýðir lítið að ræða það. Þetta er eitthvað sem við eigum ekki að láta koma fyrir í þessari stöðu,“ sagði landsliðsþjálfarinn í samtali við RÚV eftir leik.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2021 í Englandi Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Fótbolti Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Fleiri fréttir „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Sjá meira