Skósveinn Svarthöfða eftir heilablæðingu Þórarinn Þórarinsson skrifar 20. september 2019 07:30 Jóhann Waage er nýbúinn að fullkomna búning keisaralegra geimsjóliða. Búningurinn komst á spjöld sögunnar þegar einn slíkur sótraftur sprengdi reikistjörnuna Alderaan, æskuslóðir Lilju prinsessu, í Star Wars 1977. Jóhann Waage var eins árs þegar fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 en reiknast til að hann hafi verið orðinn sjö ára þegar framhaldsmyndin The Empire Strikes Back rataði loksins í Borgarnesbíó og hann steig sín fyrstu skref inn í stærri heim þar sem hann hefur verið með í það minnsta annan fótinn síðan. „Empire Strikes Back er fyrsta Star Wars-myndin sem ég sá og ég varð gjörsamlega dolfallinn þarna í litla bíóinu í Borgarnesi. Maður fór síðan í Kaupfélagið og keypti sér Star Wars-kalla,“ segir Jóhann sem meðtók strax það sem hann kallar „ákveðinn kúltúr“.Jóhann í fullum skrúða.Síðan leið tíminn og sveitastrákurinn varð stór án þess þó að vaxa upp úr stjörnustríðskúltúrnum og bjó í Bandaríkjunum 1997 þegar George Lucas frumsýndi endurbættar útgáfur Star Wars-þríleiksins í kvikmyndahúsum. „Ég fór í bíó og sá þá einmitt fólk í búningum í fyrsta skipti. Mér fannst þetta ógeðslega flott,“ segir Jóhann sem varð um svipað leyti fyrst var við 501st Legion, hóp Star Wars-nörda sem spóka sig í vönduðum eftirlíkingum búninga illmennanna í myndum.Ófeigum í Helstirnið komið Og áfram leið tíminn og það er ekki fyrr en 2015 að íslenskir liðsmenn 501. herdeildarinnar, með stofnandann og foringjann Hilmi Kolbeins í fylkingarbrjósti í forláta Svarthöfða-búningi, verða á vegi Jóhanns. „Eftir það fylgdist ég alltaf með þeim af hliðarlínunni. Áhuginn var alltaf til staðar og Hilmir skaut því reglulega á mig hvort ég ætlaði ekki að fara að koma mér í búning. Það er svo í nóvember 2017 sem ég fæ heilablæðingu og var lagður inn á gjörgæslu og síðar heila- og taugadeild. Ég var næstum dáinn og ákvað þarna að láta drauminn rætast.“ Jóhann pantaði sér samfesting, stígvél, hanska, belti og „gunner-hjálm“ og fyrsti búningurinn hans var fullklár í febrúar í fyrra og það sama ár fór hann í sinn fyrsta leiðangur þegar herdeildin marseraði niður Laugaveginn 4. maí, á alþjóðlegum hátíðisdegi Stjörnustríðsnörda.„Þetta var alveg ofboðslega erfið ganga fyrir mig þar sem ég var í spelkum upp eftir öllu en ég hefði aldrei viljað sleppa þessu þótt það taki á líkamlega að athafna sig í svona herklæðum.“Star Wars- fjölskyldan Ástríðufull áhugamál eru oftar en ekki ávísun á sambúðarárekstra en Mátturinn er með Jóhanni í blíðu og stríðu þótt lífsförunauturinn Svandís Sveinsdóttir hafi ekki deilt Stjörnustríðsáhuganum með honum. „Ég vildi koma mér upp búningi í gínu og hafa sem stofustáss en hún sagði þvert nei. Það kæmi bara alls ekki til greina og hún myndi aldrei láta sjá sig í svona búningi. Svandís fylgdi honum þó á nördasamkomu í fyrra þar sem sjö þýskir fulltrúar 501. deildarinnar voru mættir í glæsilegum búningum. „Hún hreifst svona rosalega af þessum flottu búningum og hversu mikil og náin vinátta er á milli okkar í hópnum og hún hefur verið á hliðarlínunni eins og ég áður.“ Börnin þeirra tvö hafa eðli málsins samkvæmt verið alin upp sem Stjörnustríðsnördar og vildu að sjálfsögðu fá að vera með. „Þannig að ég keypti Jawa-búninga á þau frá Bretlandi og þau breytast beinlínis í glyrnunga um leið og þau eru komin í þá,“ segir Jóhann um senuþjófana sína tvo sem skyggja alltaf á foreldrana þegar Stjörnustríðsfjölskyldan fer á kreik. „Þau fengu langmesta athygli á Menningarnótt þar sem bæði útlendingar og Íslendingar voru alltaf að stoppa þau til þess að fá að taka myndir,“ segir Star Wars-pabbinn sem auðvitað er hið mesta ljúfmenni undir brynju útsendara hins illa keisaraveldis. Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira
Jóhann Waage var eins árs þegar fyrsta Star Wars-myndin var frumsýnd 1977 en reiknast til að hann hafi verið orðinn sjö ára þegar framhaldsmyndin The Empire Strikes Back rataði loksins í Borgarnesbíó og hann steig sín fyrstu skref inn í stærri heim þar sem hann hefur verið með í það minnsta annan fótinn síðan. „Empire Strikes Back er fyrsta Star Wars-myndin sem ég sá og ég varð gjörsamlega dolfallinn þarna í litla bíóinu í Borgarnesi. Maður fór síðan í Kaupfélagið og keypti sér Star Wars-kalla,“ segir Jóhann sem meðtók strax það sem hann kallar „ákveðinn kúltúr“.Jóhann í fullum skrúða.Síðan leið tíminn og sveitastrákurinn varð stór án þess þó að vaxa upp úr stjörnustríðskúltúrnum og bjó í Bandaríkjunum 1997 þegar George Lucas frumsýndi endurbættar útgáfur Star Wars-þríleiksins í kvikmyndahúsum. „Ég fór í bíó og sá þá einmitt fólk í búningum í fyrsta skipti. Mér fannst þetta ógeðslega flott,“ segir Jóhann sem varð um svipað leyti fyrst var við 501st Legion, hóp Star Wars-nörda sem spóka sig í vönduðum eftirlíkingum búninga illmennanna í myndum.Ófeigum í Helstirnið komið Og áfram leið tíminn og það er ekki fyrr en 2015 að íslenskir liðsmenn 501. herdeildarinnar, með stofnandann og foringjann Hilmi Kolbeins í fylkingarbrjósti í forláta Svarthöfða-búningi, verða á vegi Jóhanns. „Eftir það fylgdist ég alltaf með þeim af hliðarlínunni. Áhuginn var alltaf til staðar og Hilmir skaut því reglulega á mig hvort ég ætlaði ekki að fara að koma mér í búning. Það er svo í nóvember 2017 sem ég fæ heilablæðingu og var lagður inn á gjörgæslu og síðar heila- og taugadeild. Ég var næstum dáinn og ákvað þarna að láta drauminn rætast.“ Jóhann pantaði sér samfesting, stígvél, hanska, belti og „gunner-hjálm“ og fyrsti búningurinn hans var fullklár í febrúar í fyrra og það sama ár fór hann í sinn fyrsta leiðangur þegar herdeildin marseraði niður Laugaveginn 4. maí, á alþjóðlegum hátíðisdegi Stjörnustríðsnörda.„Þetta var alveg ofboðslega erfið ganga fyrir mig þar sem ég var í spelkum upp eftir öllu en ég hefði aldrei viljað sleppa þessu þótt það taki á líkamlega að athafna sig í svona herklæðum.“Star Wars- fjölskyldan Ástríðufull áhugamál eru oftar en ekki ávísun á sambúðarárekstra en Mátturinn er með Jóhanni í blíðu og stríðu þótt lífsförunauturinn Svandís Sveinsdóttir hafi ekki deilt Stjörnustríðsáhuganum með honum. „Ég vildi koma mér upp búningi í gínu og hafa sem stofustáss en hún sagði þvert nei. Það kæmi bara alls ekki til greina og hún myndi aldrei láta sjá sig í svona búningi. Svandís fylgdi honum þó á nördasamkomu í fyrra þar sem sjö þýskir fulltrúar 501. deildarinnar voru mættir í glæsilegum búningum. „Hún hreifst svona rosalega af þessum flottu búningum og hversu mikil og náin vinátta er á milli okkar í hópnum og hún hefur verið á hliðarlínunni eins og ég áður.“ Börnin þeirra tvö hafa eðli málsins samkvæmt verið alin upp sem Stjörnustríðsnördar og vildu að sjálfsögðu fá að vera með. „Þannig að ég keypti Jawa-búninga á þau frá Bretlandi og þau breytast beinlínis í glyrnunga um leið og þau eru komin í þá,“ segir Jóhann um senuþjófana sína tvo sem skyggja alltaf á foreldrana þegar Stjörnustríðsfjölskyldan fer á kreik. „Þau fengu langmesta athygli á Menningarnótt þar sem bæði útlendingar og Íslendingar voru alltaf að stoppa þau til þess að fá að taka myndir,“ segir Star Wars-pabbinn sem auðvitað er hið mesta ljúfmenni undir brynju útsendara hins illa keisaraveldis.
Birtist í Fréttablaðinu Star Wars Mest lesið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Hannes í víking með gamansama glæpamynd Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Sjá meira