Yfirleitt komast áhorfendur og stuðningsmenn ekki nærri stjörnum sínum en í þessu tólf mínútna myndbandi má meðal annars sjá hvernig atvinnumennir borða.
Kokkarnir hjá spænska stórveldinu þurfa stundum að búa til átta máltíðir fyrir hvern og einasta leikmann á undirbúnignstímabilinu. Þar er að finna allt á milli sushi og skinkusamloku.
Myndbandið var birt í gær en í fyrsta myndbandinu er eins og áður segir mikið fjallað um hvernig leikmenn næra sig. Kokkar liðsins undirbjuggu sig í mánuð fyrir ferðalagið til Asíu.
Myndbandið athyglisverða má sjá hér að neðan.