Fetar eigin slóð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 24. september 2019 21:00 McEwan við verðlaunaveitinguna í Veröld, húsi Vigdísar, ásamt Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það fór ekki fram hjá bókmenntaunnendum að breski rithöfundurinn Ian McEwan var hér á dögunum til að taka við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum kenndum við Halldór Laxness. Á sama tíma kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarsson skáldsagan Vélar eins og ég. Sagan gerist upp úr 1980 þegar Bretar hafa tapað Falklandseyjastríðinu og Alan Turing gerir tímamótauppgötvun í gervigreind. Ein aðalpersóna bókarinnar kaupir eitt af fyrstu vélmennunum, hinn ofurgreinda Adam. McEwan er fyrst spurður hvort hann telji að vélmenni verði stór hluti af lífi okkar í framtíðinni. „Gervigreind verður það og er nú þegar. Ég nota vélmennið til að leika mér að hugmyndinni um það hvernig það væri að eiga náið samband við veru sem við höfum skapað. Við erum reyndar órafjarri því að skapa vitsmunaveru en við eigum í daglegum samskiptum við vélar og tæki og þar er tilfinningasamband í gangi. Ef bíllinn bilar þá spörkum við í hann og ef tölvan fer ekki í gang þá hvæsum við á hana og svo framvegis. Við munum eiga erfitt með að koma ekki fram við vélar eins og þær séu mannlegar. Það nægir okkur að þær hagi sér eins og þær væru mannverur.“ Á önglinum Ekki verður annað séð en að vélmennið Adam hafi tilfinningar. „Vélmennið segist hafa þær og hegðar sér eins og það hafi þær,“ segir McEwan. „Allt í kringum okkur eru dýr sen hegða sér eins og þau hafi tilfinningar en við erum oft mjög treg til að viðurkenna það. Ég var veiðimaður, veiddi fisk, en svo kom að því að ég áttaði mig á því að það að vera á önglinum er mjög sársaukafullt og fiskarnir hegða sér eins og við myndum gera í þeirra stöðu. Veiðimenn kjósa hins vegar að velta þessu ekki fyrir sér.“ Ein persóna bókarinnar er stærðfræðingurinn Alan Turing, sem tókst á stríðsárunum að ráða dulmál Þjóðverja, en um hann og dapurleg örlög hans var gerð rómuð kvikmynd, The Imitation Game. „Hann fyrirfór sér eftir ofsóknir yfirvalda vegna samkynhneigðar hans. Hann gerði sennilega meira en nokkur önnur manneskja til að flýta fyrir lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann var mjög góður vísindamaður, sennilega frábær, og ég vildi gefa honum lífið sem hann aldrei átti. Ég vildi líka hafa í sögunni mann með sterka siðferðiskennd sem væri fulltrúi tæknibyltingarinnar. Turing hefði örugglega verið í miðdepli í tölvubyltingunni hefði hann lifað,“ segir McEwan. Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var, segir þessi framúrskarandi rithöfundur.Fréttablaðið/Anton Brink Kinkar kolli til Kafka Ný bók eftir McEwan er svo væntanleg á næstu dögum í Bretlandi, The Cockroach (Kakkalakkinn) og fjallar um Brexit. „Þetta er saga af kakkalakka sem vaknar einn morguninn og kemst að því að hann er forsætisráðherra. Ég er að kinka kolli til Kafka og bókar hans Hamskiptin. Bókin er mjög stutt en samt lengri en bók Kafka, um 20.000 orð,“ segir McEwan. Um Brexit segir hann: „Þjóðin hefur skaðað sjálfa sig gríðarlega mikið. Ég veit að ég tala ekki fyrir alla því þjóðin er þverklofin. Stjórnmálamenn og fjölmiðlaeigendur sem vildu útgöngu lugu margoft og voru hvorki með efnahagsleg né pólitísk rök. Fullveldi byggist alltaf á málamiðlunum. Þeir segja að við höfum ekki fullt fullveldi í Evrópusambandinu, og það er rétt. Þegar við förum munum við gera viðskiptasamninga um allan heim en það mun taka langan tíma og það verður málamiðlun með fullveldi, eins og aðildin að NATO er málamiðlun og Parísarsáttmálinn. Slagorð popúlista: Tökum stjórnina, eru byggð á ímyndun. Við verðum ætíð að ná málamiðlun við aðrar þjóðir. Brexit byggir á lygi sem fólk hefur móttekið. Brexit er hluti af popúlískri bylgju sem við sjáum í Bandaríkjunum, Tyrklandi, Póllandi, Ungverjalandi og mörgum öðrum löndum. Þar láta metnaðargjarnir stjórnmálamenn, ríkir fjölmiðlaeigendur og auðjöfrar eins og þeir standi með venjulegu fólki gegn elítunni sem þeir eru þó hluti af.“ Talið berst að loftslagsbreytingum og hann segist sammála því að þar sé mesta hættan. „Vandamálið er ekki lengur tæknilegt, það er pólitískt. Popúlistum stendur á sama um loftslagsbreytingar. Það er mikill harmleikur að einmitt núna þegar við þörfnumst þess að ríkisstjórnir grípi í taumana þá vaða uppi popúlískir stjórnmálamenn sem hafa afar takmarkaðar hugmyndir um það hvað mannleg velferð er. Trump er dæmi um þetta. Juncker orðaði þetta vel þegar hann sagði fyrir nokkrum árum: Við vitum hvað þarf að gera en við vitum ekki hvernig á að gera það og ná um leið endurkjöri.“ Sáttari við sjálfan sig McEwan hefur verið mikilsvirtur rithöfundur í áratugi. Hann er spurður hvort hann telji sig hafa orðið betri rithöfundur með árunum. „Aðrir verða að dæma um það. Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var. Alls konar hugmyndir koma til mín þegar ég skrifa. Hugsun sem kviknar er hins vegar ekki það sama og fullgild setning sem lýsir þessari sömu hugsun. Nú fylgi ég hugsuninni mun betur en ég gerði á þrítugsaldri þegar ég var fullur af efasemdum um að setningarnar væru að virka eins og ég vildi.“ Á ferlinum hefur hann hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Booker-verðlaunin og verk hans hafa verið kvikmynduð. Hann segist sérlega ánægður með kvikmyndaútgáfuna af Atonement (Friðþægingu) sem er að flestra mati ein af hans allra bestu bókum. Hann segist stoltur af því að vera fyrsti handhafi verðlauna sem kennd eru við Halldór Laxness og fer fögrum orðum um Sjálfstætt fólk. „Margir rithöfundar sem ég þekki í Bandaríkjunum og Evrópu líta á Sjálfstætt fólk sem meistaraverk. Ég blaðaði í henni áður en ég kom til landsins og ég held að hún sé á pari við Tolstoj.“ Laxness fékk Nóbelsverðlaunin og blaðamaður nefnir að margir séu á þeirri skoðun að McEwan eigi þau einnig skilið. „Það er fallegt af þér að segja það,“ svarar hann. Spurður hvort hann lesi mikið svarar hann: „Mest sögu og vísindi. Það sem ég les af skáldskap er aðallega endurlestur á verkum sem ég er hrifinn af eða bók sem einhver sem ég dáist að og ber virðingu fyrir kemur með til mín og segir: Þú verður að lesa þetta! Þegar fólk spyr mig hverjir séu merkilegustu höfundarnir undir þrítugs- og fertugsaldri og hvað sé að gerast í bókmenntaheiminum þá get ég ekki svarað því. Ég er ekki útgefandi og ekki gagnrýnandi. Mér finnst ekki skylda mín að fylgjast með allri þróun í bókmenntaheiminum. Eins og allir rithöfundar feta ég mína eigin slóð.“ Dramatísk fjölskyldusaga Að lokum berst talið að dramatískri fjölskyldusögu hans. Fyrir allnokkrum árum kom í ljós að McEwan átti bróður sem hann hafði ekki vitað af. Móðir hans giftist árið 1934 og eignaðist son og dóttur með manni sínum. Eiginmaðurinn barðist í seinni heimsstyrjöldinni og kona hans átti í ástarsambandi við David McEwan sem var einnig hermaður. Hún fæddi honum son en hélt fæðingunni vandlega leyndri og gaf soninn til ættleiðingar. Hún sagði fósturforeldrunum að hún myndi aldrei gera tilraun til að hafa uppi á honum. Eiginmaður hennar féll í stríðinu og hún giftist elskhuga sínum og Ian McEwan er sonur þeirra. Eldri sonurinn David frétti á unglingsárum að hann væri ættleiddur og fullorðinn maður hafði hann uppi á bróður sínum, Ian, og hitti móður sína sem þá var þjáð af Alzheimer. McEwan segist vera í góðu sambandi við bróður sinn sem hann hafi talað við rétt áður en hann hélt til Íslands. „Þegar þetta mál með bróður minn kom upp árið 2002, og komst í fjölmiðla, þá fékk ég fjölda bréfa frá fólki sem átti systur og bræður sem það hafði ekki vitað af. Ég hitti líka fólk sem hafði þessa sömu sögu að segja. Ég á hálfbróður og hálfsystur og þegar albróðir minn kom skyndilega til sögunnar kom það okkur öllum í mikið uppnám. Það sneri ekki að samskiptum við hann heldur vegna þess að við litum öll til baka og áttuðum okkur skyndilega á sorginni og depurðinni sem hafði verið hluti af lífi foreldra okkar. Fjölskyldan var svo sundruð og brotin. Eftir þetta skildi ég sorgina sem hafði alltaf fylgt móður minni.“ Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það fór ekki fram hjá bókmenntaunnendum að breski rithöfundurinn Ian McEwan var hér á dögunum til að taka við alþjóðlegum bókmenntaverðlaunum kenndum við Halldór Laxness. Á sama tíma kom út í íslenskri þýðingu Árna Óskarsson skáldsagan Vélar eins og ég. Sagan gerist upp úr 1980 þegar Bretar hafa tapað Falklandseyjastríðinu og Alan Turing gerir tímamótauppgötvun í gervigreind. Ein aðalpersóna bókarinnar kaupir eitt af fyrstu vélmennunum, hinn ofurgreinda Adam. McEwan er fyrst spurður hvort hann telji að vélmenni verði stór hluti af lífi okkar í framtíðinni. „Gervigreind verður það og er nú þegar. Ég nota vélmennið til að leika mér að hugmyndinni um það hvernig það væri að eiga náið samband við veru sem við höfum skapað. Við erum reyndar órafjarri því að skapa vitsmunaveru en við eigum í daglegum samskiptum við vélar og tæki og þar er tilfinningasamband í gangi. Ef bíllinn bilar þá spörkum við í hann og ef tölvan fer ekki í gang þá hvæsum við á hana og svo framvegis. Við munum eiga erfitt með að koma ekki fram við vélar eins og þær séu mannlegar. Það nægir okkur að þær hagi sér eins og þær væru mannverur.“ Á önglinum Ekki verður annað séð en að vélmennið Adam hafi tilfinningar. „Vélmennið segist hafa þær og hegðar sér eins og það hafi þær,“ segir McEwan. „Allt í kringum okkur eru dýr sen hegða sér eins og þau hafi tilfinningar en við erum oft mjög treg til að viðurkenna það. Ég var veiðimaður, veiddi fisk, en svo kom að því að ég áttaði mig á því að það að vera á önglinum er mjög sársaukafullt og fiskarnir hegða sér eins og við myndum gera í þeirra stöðu. Veiðimenn kjósa hins vegar að velta þessu ekki fyrir sér.“ Ein persóna bókarinnar er stærðfræðingurinn Alan Turing, sem tókst á stríðsárunum að ráða dulmál Þjóðverja, en um hann og dapurleg örlög hans var gerð rómuð kvikmynd, The Imitation Game. „Hann fyrirfór sér eftir ofsóknir yfirvalda vegna samkynhneigðar hans. Hann gerði sennilega meira en nokkur önnur manneskja til að flýta fyrir lokum seinni heimsstyrjaldar. Hann var mjög góður vísindamaður, sennilega frábær, og ég vildi gefa honum lífið sem hann aldrei átti. Ég vildi líka hafa í sögunni mann með sterka siðferðiskennd sem væri fulltrúi tæknibyltingarinnar. Turing hefði örugglega verið í miðdepli í tölvubyltingunni hefði hann lifað,“ segir McEwan. Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var, segir þessi framúrskarandi rithöfundur.Fréttablaðið/Anton Brink Kinkar kolli til Kafka Ný bók eftir McEwan er svo væntanleg á næstu dögum í Bretlandi, The Cockroach (Kakkalakkinn) og fjallar um Brexit. „Þetta er saga af kakkalakka sem vaknar einn morguninn og kemst að því að hann er forsætisráðherra. Ég er að kinka kolli til Kafka og bókar hans Hamskiptin. Bókin er mjög stutt en samt lengri en bók Kafka, um 20.000 orð,“ segir McEwan. Um Brexit segir hann: „Þjóðin hefur skaðað sjálfa sig gríðarlega mikið. Ég veit að ég tala ekki fyrir alla því þjóðin er þverklofin. Stjórnmálamenn og fjölmiðlaeigendur sem vildu útgöngu lugu margoft og voru hvorki með efnahagsleg né pólitísk rök. Fullveldi byggist alltaf á málamiðlunum. Þeir segja að við höfum ekki fullt fullveldi í Evrópusambandinu, og það er rétt. Þegar við förum munum við gera viðskiptasamninga um allan heim en það mun taka langan tíma og það verður málamiðlun með fullveldi, eins og aðildin að NATO er málamiðlun og Parísarsáttmálinn. Slagorð popúlista: Tökum stjórnina, eru byggð á ímyndun. Við verðum ætíð að ná málamiðlun við aðrar þjóðir. Brexit byggir á lygi sem fólk hefur móttekið. Brexit er hluti af popúlískri bylgju sem við sjáum í Bandaríkjunum, Tyrklandi, Póllandi, Ungverjalandi og mörgum öðrum löndum. Þar láta metnaðargjarnir stjórnmálamenn, ríkir fjölmiðlaeigendur og auðjöfrar eins og þeir standi með venjulegu fólki gegn elítunni sem þeir eru þó hluti af.“ Talið berst að loftslagsbreytingum og hann segist sammála því að þar sé mesta hættan. „Vandamálið er ekki lengur tæknilegt, það er pólitískt. Popúlistum stendur á sama um loftslagsbreytingar. Það er mikill harmleikur að einmitt núna þegar við þörfnumst þess að ríkisstjórnir grípi í taumana þá vaða uppi popúlískir stjórnmálamenn sem hafa afar takmarkaðar hugmyndir um það hvað mannleg velferð er. Trump er dæmi um þetta. Juncker orðaði þetta vel þegar hann sagði fyrir nokkrum árum: Við vitum hvað þarf að gera en við vitum ekki hvernig á að gera það og ná um leið endurkjöri.“ Sáttari við sjálfan sig McEwan hefur verið mikilsvirtur rithöfundur í áratugi. Hann er spurður hvort hann telji sig hafa orðið betri rithöfundur með árunum. „Aðrir verða að dæma um það. Ég er sáttari við sjálfan mig en ég var. Alls konar hugmyndir koma til mín þegar ég skrifa. Hugsun sem kviknar er hins vegar ekki það sama og fullgild setning sem lýsir þessari sömu hugsun. Nú fylgi ég hugsuninni mun betur en ég gerði á þrítugsaldri þegar ég var fullur af efasemdum um að setningarnar væru að virka eins og ég vildi.“ Á ferlinum hefur hann hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar, þar á meðal Booker-verðlaunin og verk hans hafa verið kvikmynduð. Hann segist sérlega ánægður með kvikmyndaútgáfuna af Atonement (Friðþægingu) sem er að flestra mati ein af hans allra bestu bókum. Hann segist stoltur af því að vera fyrsti handhafi verðlauna sem kennd eru við Halldór Laxness og fer fögrum orðum um Sjálfstætt fólk. „Margir rithöfundar sem ég þekki í Bandaríkjunum og Evrópu líta á Sjálfstætt fólk sem meistaraverk. Ég blaðaði í henni áður en ég kom til landsins og ég held að hún sé á pari við Tolstoj.“ Laxness fékk Nóbelsverðlaunin og blaðamaður nefnir að margir séu á þeirri skoðun að McEwan eigi þau einnig skilið. „Það er fallegt af þér að segja það,“ svarar hann. Spurður hvort hann lesi mikið svarar hann: „Mest sögu og vísindi. Það sem ég les af skáldskap er aðallega endurlestur á verkum sem ég er hrifinn af eða bók sem einhver sem ég dáist að og ber virðingu fyrir kemur með til mín og segir: Þú verður að lesa þetta! Þegar fólk spyr mig hverjir séu merkilegustu höfundarnir undir þrítugs- og fertugsaldri og hvað sé að gerast í bókmenntaheiminum þá get ég ekki svarað því. Ég er ekki útgefandi og ekki gagnrýnandi. Mér finnst ekki skylda mín að fylgjast með allri þróun í bókmenntaheiminum. Eins og allir rithöfundar feta ég mína eigin slóð.“ Dramatísk fjölskyldusaga Að lokum berst talið að dramatískri fjölskyldusögu hans. Fyrir allnokkrum árum kom í ljós að McEwan átti bróður sem hann hafði ekki vitað af. Móðir hans giftist árið 1934 og eignaðist son og dóttur með manni sínum. Eiginmaðurinn barðist í seinni heimsstyrjöldinni og kona hans átti í ástarsambandi við David McEwan sem var einnig hermaður. Hún fæddi honum son en hélt fæðingunni vandlega leyndri og gaf soninn til ættleiðingar. Hún sagði fósturforeldrunum að hún myndi aldrei gera tilraun til að hafa uppi á honum. Eiginmaður hennar féll í stríðinu og hún giftist elskhuga sínum og Ian McEwan er sonur þeirra. Eldri sonurinn David frétti á unglingsárum að hann væri ættleiddur og fullorðinn maður hafði hann uppi á bróður sínum, Ian, og hitti móður sína sem þá var þjáð af Alzheimer. McEwan segist vera í góðu sambandi við bróður sinn sem hann hafi talað við rétt áður en hann hélt til Íslands. „Þegar þetta mál með bróður minn kom upp árið 2002, og komst í fjölmiðla, þá fékk ég fjölda bréfa frá fólki sem átti systur og bræður sem það hafði ekki vitað af. Ég hitti líka fólk sem hafði þessa sömu sögu að segja. Ég á hálfbróður og hálfsystur og þegar albróðir minn kom skyndilega til sögunnar kom það okkur öllum í mikið uppnám. Það sneri ekki að samskiptum við hann heldur vegna þess að við litum öll til baka og áttuðum okkur skyndilega á sorginni og depurðinni sem hafði verið hluti af lífi foreldra okkar. Fjölskyldan var svo sundruð og brotin. Eftir þetta skildi ég sorgina sem hafði alltaf fylgt móður minni.“
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira