Gary: Er samningsbundinn ÍBV en ef þeir vilja selja mig þá ráða þeir því Einar Kárason skrifar 22. september 2019 17:12 Viðtölin við Gary Martin klikkar aldrei. vísir/skjáskot „Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira
„Í fyrsta lagi hefði þessi leikur aldrei átt að fara fram,” sagði Gary Martin, framherji ÍBV, eftir 1-1 jafntefli Eyjamanna gegn Breiðablik á heimavelli. „Reglurnar sögðu að hann þyrfti að vera spilaður þannig að hann fór fram. Við vörðumst allan seinni hálfleikinn en áttum fyrri hálfleikinn. Stig er stig svo við erum sáttir.” „Ég trúði því ekki (þegar Blikar komust yfir). Ég var bara sáttur að það var ekki Thomas (Mikkelsen) sem skoraði. Neinei, mér var sama hver skoraði. Það er aldrei gott að fá á sig mark. Við þurftum að bregðast við og ég náði inn mínu marki. Mér fannst þeir aldrei eiga að skora í fyrri hálfleik. Þeir fengu samt betri færi í fyrri hálfleik en þeim síðari. Við hefðum getað unnið. Ég hefði getað skorað mark í fyrri hálfleik en misreiknaði vindinn.” Gary er í baráttu um gullskóinn og fyrir leik var Thomas Mikkelsen, framherji Breiðabliks búinn að skora einu marki fleiri en Gary. Hann var því ánægður með sitt lið í dag. „Vörnin ásamt markmanni var frábær í dag. Þeir unnu sína vinnu. Ég sagði við þá fyrir leik að það væri ekki nóg að ég myndi gera mitt heldur þyrftu þeir að halda Blikum í skefjum. Nú förum við í síðasta leikinn og reynum að vinna hann. Það að ná inn 12 mörkum í 14 leikjum í þessari deild er fáránlegt svo ég er ánægður með sjálfan mig. Ég væri til í að vinna gullskóinn.” „Ég vonast til að skora í síðasta leiknum. Ég þarf að skora til að vinna gullskóinn og Hilmar (Árni Halldórsson) þarf að taka því rólega. Ég fer í síðasta leikinn með markmið.” Margir furðuðu sig á því þegar Gary Martin samdi við ÍBV og en fleiri urðu hissa þegar hann samdi um áframhaldandi samstarf þar sem framherjinn myndi spila með liðinu í Inkasso deildinni næsta sumar. „Ég er samningsbundinn. Ég samdi við ÍBV vegna þess að ég skulda þeim. Þeir tóku við mér þegar ég var hugarfar mitt var á slæmum stað. Allir hafa verið að spyrja mig hvort ég ætli að spila í Inkasso að ári. Ég er samningsbundinn. Ef ÍBV vilja selja mig þá ráða þeir því. Þeir stjórna framhaldinu. Ég samdi við þá vegna þess að ÍBV hafa komið vel fram við mig og hafa verið frábærir. Það er ástæðan. Ég vildi borga þeim til baka.” „Ég er leikmaður ÍBV. Ef ég verð áfram leikmaður ÍBV verð ég ánægður. Þá hef ég það markmið að koma liðinu upp úr Inkasso deildinni að ári. Ef ekki, þá veit maður aldrei. En ég er leikmaður ÍBV og er samningsbundinn,” sagði Gary að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjá meira