Myndin vakti mikla athygli og Pepsi Max-mörkin tóku umræðuna í þætti sínum í gærkvöldi.
„Við sjáum þarna KR-ingana fara með bikarinn heim. Þetta er glæsilegt. Standa fyrir utan heimilið sitt. Þetta er voða skemmtilegt,“ sagði Máni Pétursson.
Óskar og Pálmi í stuði eftir bikarafhendinguna.https://t.co/cGHRQYqHLW
— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 22, 2019
„Þeir eru að gera grín að umræðunni og eru léttir á því. Þeir eiga það alveg skilið,“ bætti Atli Viðar Björnsson við áður en Máni tók aftur við boltanum:
„Við, einhverjir misvitrir menn sem köllum okkur sérfræðinga, segjum alls konar vitleysu og rugl í loftið. Þá verður þjálfarinn að grípa umræðuna og nýta sér umræðuna í stað þess að vorkenna sér.“