Fótbolti

Ramos um Mourinho orðróminn: Að tala um annan þjálfara sýnir þjálfara okkar óvirðingu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho léttur í bragði.
Mourinho léttur í bragði. vísir/getty
Sergio Ramos, varnarmaður og fyrirliði Real Madrid, vildi lítið ræða um framtíð Zinedine Zidane og orðróminn um að Jose Mourinho væri á leið aftur til Madrídar.

Zidane hefur verið undir mikilli pressu og hún varð enn meiri í vikunni er liðið steinlá, 3-0, fyrir PSG í vikunni.

Jose Mourinho hefur verið orðaður við starfið en hann var stjóri Real frá 2013 til 2015. Hann er enn án starfs eftir að hafa verið rekinn frá United í desember.

„Það pirrar mig mig ekki hver er orðaður við starfið. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta,“ sagði Ramos eftir 1-0 sigurinn gegn Sevilla um helgina sem skaut Real upp í annað sætið.







„Allt í kringum Real fyllir öll dagblöð og þætti. Í mínum augum er það vanvirðing við þjálfara okkar að tala um annan stjóra. Við þurfum að sýna það að við stöndum með Zidane.“

„Við þurfum að halda ró okkar. Við viljum halda áfram okkar öflugri vinnu og að efast um Real Madrid á þessum tímapunkti væri galið. Ró og trú á liðinu okkar og þjálfaranum,“ sagði Ramos.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×