Er algjör langamma í hjarta mínu Hjördís Erna Þorgeirsdóttir skrifar 25. september 2019 19:00 Hlédís Maren sækir innblástur víða. FBL/Ernir Hlédís Maren Guðmundsdóttir er 26 ára nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur í tískuvöruversluninni Geysi samhliða náminu, safnar bókum og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar. „Ég er að læra félagsfræði við Háskóla Íslands og hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur henni,“ segir Hlédís. „Ég hef alltaf horft greinandi augum á samfélagið og námið fellur mjög vel að því, ásamt því, ásamt því að vera skemmtilega fjölbreytt og frjálst.“ Þá finnst henni fátt skemmtilegra en að lesa. „Ég er forfallinn bókasafnari og les mjög mikið í mínum frítíma,“ segir hún. „Ég hef einnig mjög mikinn áhuga á eldamennsku, innanhússhönnun, fötum og öðrum fallegum hlutum.“ Hlédís starfar hjá íslenska tískufyrirtækinu Geysi samhliða náminu. Hún hefur mikinn áhuga á tísku en segir samband sitt við fyrirbærið þó flókið og lítur hún gagnrýnum augum á það, hvort sem það er tengt framleiðslunni sjálfri eða óskrifuðum reglum um hvað megi eða megi ekki. „Ég er almennt mótfallin reglum þegar það kemur að klæðaburði og ég get ekki horft fram hjá því margþætta tjóni sem heimurinn ber af eltingarleikjum við ópersónulega skynditísku og trend,“ segir Hlédís hugsi.Siðferðislegt uppgjör við skynditísku Hlédís segir að það geti verið erfitt að réttlæta tískuáhugann, í ljósi skaðsemi iðnaðarins. „Ég á oft erfitt með að gera upp við sjálfa mig siðferðislegan kostnað efnishyggju og neysluhyggju, sem þetta tískuvesen að sjálfsögðu er.“ Hún tók því ákvörðun um að sniðganga þau fyrirtæki sem valda mestum skaða. „Hluti af mínu siðferðislega uppgjöri hefur verið að hætta að versla við skynditískufyrirtæki sem hámarka gróða sinn með gríðarlegu arðráni, mannréttindabrotunum og umhver?sspjöllum. Neytendur geta haft áhrif á stefnu slíkra fyrirtækja með því að taka afstöðu gegn hlutum sem takmarka lífsskilyrði mannkyns og jarðar.“ Þó að Hlédís telji mörgu ábótavant í heimi tískunnar hefur hún engu að síður mikla ánægju af því að safna og skreyta sig fallegum hlutum. „Þrátt fyrir það hef ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að umkringja mig fallegum hlutum og ekki þá síst fötum.“Hlédís Maren Guðmundsdóttir, er mikil áhugakona um tísku en telur þó mikilvægt að líta gagnrýnum augum á fyrirbærið. FBL/ERNIRSamfélagið fljótt að dæma Gagnrýnin augu félagsfræðinemans eru þó aldrei langt undan og þykir Hlédísi þannig áhugavert að sjá hvernig fólk bregst við klæðnaði annarra og myndar sér skoðanir á viðkomandi, eingöngu út frá yfirborðinu. „Svo er líka gaman að sjá hvernig samfélagið tekur manni á ólíkan hátt eftir því hvernig maður er klæddur,“ segir hún. „Ég fann það til dæmis mjög sterklega þegar ég mætti í bleikum Juicy Couture galla í skólann.“ Hún telur að konur séu ekki síst oft harðlega dæmdar vegna klæðaburðar og að margir virðist líta svo á að það sem litið er á sem „kvenlegt“ sé merki um að viðkomandi sé ekki miklum gáfum gæddur. „Það er ótrúlegt hvað fólk tengir vitsmunagetu fólks, sérstaklega kvenna, við klæðaburð. Skvísumenning og hið ofur-kvenlega er oft álitið annars ?okks og það getur verið áhugavert að stokka upp í því,“ útskýrir hún. „Það getur þó haft það í för með sér að fólk vanmeti mann, en ef það er rangt að klæða sig eins og Elle Woods þá einfaldlega vil ég ekki hafa rétt fyrir mér,“ segir Hlédís glettin en Elle Woods, eins og ýmsir vita, var aðalpersónan í kvikmyndinni Legally Blonde, leikin af Reese Witherspoon.Búningaleikir í barnæsku Hlédís hefur haft áhuga á fötum frá því að hún man eftir sér. „Frá því að ég var barn hef ég haft mjög gaman af búningaleikjum og sé fatastílinn minn í dag sem áframhald af því. Það er kannski þess vegna sem ég kaupi jafn mikið af ópraktískum ?íkum og raun ber vitni,“ segir hún. Hlédís byrjaði snemma að fylgjast með tískuheiminum. „Áhugi á tísku sem slíkri byrjaði svo einhvern tíma í kringum fimmtán ára aldurinn. Ég byrjaði að lesa mikið af tískutímaritum á þessum tíma en það var í raun og veru það eina sem var í boði.“ Áður fyrr voru bara örfáar hræður sem réðu straumum og stefnum. „Tískuiðnaðurinn var mjög rótgróinn og stofnanavæddur á þessum tíma og takmarkaðist í raun við skoðanir mjög fámennra hópa úti í heimi.“Hlédís velur gæði umfram magn.FBL/ErnirLýðræðisvæðing tískunnar Hún segir margt hafa breyst með tilkomu samfélagsmiðla. Tískan sé nú orðin aðgengilegri. „Samfélagsmiðlar á borð við Instagram hafa stuðlað að ótrúlegri lýðræðisvæðingu á sviði tísku og lista. Þessi fyrirbæri hafa breyst mikið síðan ég var unglingur og munu án nokkurs efa halda áfram að gera það.“ Þá hefur líka margt breyst hvað varðar kauphegðun. „Verslunarleiðirnar eru einnig mjög breyttar. Á þessum árum hafði ég kannski einhverjar hugmyndir um það hvernig ég vildi klæðast en hafði ekki hugmynd um það hvernig ég gæti nálgast það. Ég átti líka aldrei neinn pening svo ég þurfti að finna alls kyns krókaleiðir til að klæða mig eins og ég vildi. Þannig byrjaði ég að kaupa mikið vintage og neyddist í raun til þess að þróa með mér sterkan persónulegan stíl sem var ekki endilega alltaf háður lögmálum tískunnar. Hann var stundum frekar slæmur, en ég hafði allavega gaman af þessu.“Síbreytilegur stíll Þegar Hlédís er spurð hvernig hún myndi lýsa stílnum sínum segir hún hann mismunandi. „Stíllinn minn er frekar fjölbreytilegur frá degi til dags. Þessa dagana hef ég verið að ?ökta mikið á milli „chic“ ömmustíls og neutral mínímalisma, eða bara eitthvað allt annað og frekar skrítið.“ „Einn daginn get ég verið hefðarfrú í silki og perlum og næsta dag klætt mig í síðerma bol með mynd af Marilyn Manson á klósettinu. Almennt reyni ég bara að hafa gaman af þessu og taka sjálfa mig ekki of alvarlega í þessum búningaleik sjálfsins, eða hvað maður á að kalla það,“ segir Hlédís, létt í bragði. Hún fær innblástur víða. „Ég sæki mikinn innblástur í dægurmenningu uppvaxtaráranna, rokkmenningu frá ólíkum tímabilum, minningar, nostalgíu og menningarlegt umhver? mitt.“Hlédís er mótfallin öllum reglum um klæðaburð. FBL/ErnirGæði umfram magn Hlédís segist leggja mikla áherslu á að fjárfesta í vönduðu vörum, ef hún geri það á annað borð. „Ég veit ekki hvort það sé meiri veikleiki eða styrkleiki en ég hef alltaf bara viljað það besta af öllu, að öðrum kosti vil ég frekar ekkert.“ Þá sækir hún í náttúruleg efni og notaðar gæðavörur. „Ég er mikill töskufíkill, en kaupi mér nánast eingöngu vintage designer töskur. Ég vil helst vera í náttúrulegum efnum og vel föt oftast með það sjónarmið í huga. Upp á síðkastið hef ég sankað að mér miklu af silki?íkum, sérstaklega skyrtum og slæðum (viðbrögð Daisy Buchanan úr The Great Gatsby við silkiskyrtum eru mér oft hugstæð, en ég er kannski ekki alveg á sama stigi og hún).“Hjartahálsmen í prófalestri Hlédís segir sama eiga við um skart og fylgihluti. „Ef þetta er ekki almennilegt þá sleppi ég því frekar. Helst geng ég með perlur eða silkislæður þessa dagana, því ég er í hjarta mínu bara algjör langamma.“ Hún segir hálsmen sem hún keypti síðasta vetur vera í miklu uppáhaldi. „Ég held einnig mikið upp á Tiffany & Co. hjartahálsmenið sem ég keypti eftir þrjú rauðvínsglös og Legally Blonde í prófalestri síðasta vetur.“ Þá er hún sérstaklega hrifin af danska hönnuðinum Stine Goya. „Ég er mjög hrifin af nýjustu línu Stine Goya, en hún er ótrúlega klassísk og afturhverf og vekur í mér mjög sterkar nostalgíutil?nningar frá sumri þegar ég var 17 ára í Bandaríkjunum og hlustaði allt of mikið á the Zombies, Kinks og Stranglers.“Heimspekilegar vangaveltur Hlédís telur að áhugi mannsins á fatnaði og klæðaburði sé margþættur og sprottinn frá bæði sköpunarhvötinni og sjálfsmyndinni. „Ég hallast að þeirri viðleitni að sjálfið sé sköpun mannlegs hugvits og að klæðaburður sé leið til að gera sjálfssköpun og sjálfsskoðun sína að hlutlægum veruleika,“ segir hún. „Mér finnst allavega mjög áhugavert að hugsa um það á þann hátt.“ Hlédís segir tískuna takmarkalausa þegar kemur að tjáningu. „Mér finnst gaman að geta verið milljón ólíkar og mótsagnakenndar útgáfur af sjálfri mér.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Hlédís Maren Guðmundsdóttir er 26 ára nemi í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hún vinnur í tískuvöruversluninni Geysi samhliða náminu, safnar bókum og hefur áhuga á öllu milli himins og jarðar. „Ég er að læra félagsfræði við Háskóla Íslands og hef brennandi áhuga á öllu sem viðkemur henni,“ segir Hlédís. „Ég hef alltaf horft greinandi augum á samfélagið og námið fellur mjög vel að því, ásamt því, ásamt því að vera skemmtilega fjölbreytt og frjálst.“ Þá finnst henni fátt skemmtilegra en að lesa. „Ég er forfallinn bókasafnari og les mjög mikið í mínum frítíma,“ segir hún. „Ég hef einnig mjög mikinn áhuga á eldamennsku, innanhússhönnun, fötum og öðrum fallegum hlutum.“ Hlédís starfar hjá íslenska tískufyrirtækinu Geysi samhliða náminu. Hún hefur mikinn áhuga á tísku en segir samband sitt við fyrirbærið þó flókið og lítur hún gagnrýnum augum á það, hvort sem það er tengt framleiðslunni sjálfri eða óskrifuðum reglum um hvað megi eða megi ekki. „Ég er almennt mótfallin reglum þegar það kemur að klæðaburði og ég get ekki horft fram hjá því margþætta tjóni sem heimurinn ber af eltingarleikjum við ópersónulega skynditísku og trend,“ segir Hlédís hugsi.Siðferðislegt uppgjör við skynditísku Hlédís segir að það geti verið erfitt að réttlæta tískuáhugann, í ljósi skaðsemi iðnaðarins. „Ég á oft erfitt með að gera upp við sjálfa mig siðferðislegan kostnað efnishyggju og neysluhyggju, sem þetta tískuvesen að sjálfsögðu er.“ Hún tók því ákvörðun um að sniðganga þau fyrirtæki sem valda mestum skaða. „Hluti af mínu siðferðislega uppgjöri hefur verið að hætta að versla við skynditískufyrirtæki sem hámarka gróða sinn með gríðarlegu arðráni, mannréttindabrotunum og umhver?sspjöllum. Neytendur geta haft áhrif á stefnu slíkra fyrirtækja með því að taka afstöðu gegn hlutum sem takmarka lífsskilyrði mannkyns og jarðar.“ Þó að Hlédís telji mörgu ábótavant í heimi tískunnar hefur hún engu að síður mikla ánægju af því að safna og skreyta sig fallegum hlutum. „Þrátt fyrir það hef ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að umkringja mig fallegum hlutum og ekki þá síst fötum.“Hlédís Maren Guðmundsdóttir, er mikil áhugakona um tísku en telur þó mikilvægt að líta gagnrýnum augum á fyrirbærið. FBL/ERNIRSamfélagið fljótt að dæma Gagnrýnin augu félagsfræðinemans eru þó aldrei langt undan og þykir Hlédísi þannig áhugavert að sjá hvernig fólk bregst við klæðnaði annarra og myndar sér skoðanir á viðkomandi, eingöngu út frá yfirborðinu. „Svo er líka gaman að sjá hvernig samfélagið tekur manni á ólíkan hátt eftir því hvernig maður er klæddur,“ segir hún. „Ég fann það til dæmis mjög sterklega þegar ég mætti í bleikum Juicy Couture galla í skólann.“ Hún telur að konur séu ekki síst oft harðlega dæmdar vegna klæðaburðar og að margir virðist líta svo á að það sem litið er á sem „kvenlegt“ sé merki um að viðkomandi sé ekki miklum gáfum gæddur. „Það er ótrúlegt hvað fólk tengir vitsmunagetu fólks, sérstaklega kvenna, við klæðaburð. Skvísumenning og hið ofur-kvenlega er oft álitið annars ?okks og það getur verið áhugavert að stokka upp í því,“ útskýrir hún. „Það getur þó haft það í för með sér að fólk vanmeti mann, en ef það er rangt að klæða sig eins og Elle Woods þá einfaldlega vil ég ekki hafa rétt fyrir mér,“ segir Hlédís glettin en Elle Woods, eins og ýmsir vita, var aðalpersónan í kvikmyndinni Legally Blonde, leikin af Reese Witherspoon.Búningaleikir í barnæsku Hlédís hefur haft áhuga á fötum frá því að hún man eftir sér. „Frá því að ég var barn hef ég haft mjög gaman af búningaleikjum og sé fatastílinn minn í dag sem áframhald af því. Það er kannski þess vegna sem ég kaupi jafn mikið af ópraktískum ?íkum og raun ber vitni,“ segir hún. Hlédís byrjaði snemma að fylgjast með tískuheiminum. „Áhugi á tísku sem slíkri byrjaði svo einhvern tíma í kringum fimmtán ára aldurinn. Ég byrjaði að lesa mikið af tískutímaritum á þessum tíma en það var í raun og veru það eina sem var í boði.“ Áður fyrr voru bara örfáar hræður sem réðu straumum og stefnum. „Tískuiðnaðurinn var mjög rótgróinn og stofnanavæddur á þessum tíma og takmarkaðist í raun við skoðanir mjög fámennra hópa úti í heimi.“Hlédís velur gæði umfram magn.FBL/ErnirLýðræðisvæðing tískunnar Hún segir margt hafa breyst með tilkomu samfélagsmiðla. Tískan sé nú orðin aðgengilegri. „Samfélagsmiðlar á borð við Instagram hafa stuðlað að ótrúlegri lýðræðisvæðingu á sviði tísku og lista. Þessi fyrirbæri hafa breyst mikið síðan ég var unglingur og munu án nokkurs efa halda áfram að gera það.“ Þá hefur líka margt breyst hvað varðar kauphegðun. „Verslunarleiðirnar eru einnig mjög breyttar. Á þessum árum hafði ég kannski einhverjar hugmyndir um það hvernig ég vildi klæðast en hafði ekki hugmynd um það hvernig ég gæti nálgast það. Ég átti líka aldrei neinn pening svo ég þurfti að finna alls kyns krókaleiðir til að klæða mig eins og ég vildi. Þannig byrjaði ég að kaupa mikið vintage og neyddist í raun til þess að þróa með mér sterkan persónulegan stíl sem var ekki endilega alltaf háður lögmálum tískunnar. Hann var stundum frekar slæmur, en ég hafði allavega gaman af þessu.“Síbreytilegur stíll Þegar Hlédís er spurð hvernig hún myndi lýsa stílnum sínum segir hún hann mismunandi. „Stíllinn minn er frekar fjölbreytilegur frá degi til dags. Þessa dagana hef ég verið að ?ökta mikið á milli „chic“ ömmustíls og neutral mínímalisma, eða bara eitthvað allt annað og frekar skrítið.“ „Einn daginn get ég verið hefðarfrú í silki og perlum og næsta dag klætt mig í síðerma bol með mynd af Marilyn Manson á klósettinu. Almennt reyni ég bara að hafa gaman af þessu og taka sjálfa mig ekki of alvarlega í þessum búningaleik sjálfsins, eða hvað maður á að kalla það,“ segir Hlédís, létt í bragði. Hún fær innblástur víða. „Ég sæki mikinn innblástur í dægurmenningu uppvaxtaráranna, rokkmenningu frá ólíkum tímabilum, minningar, nostalgíu og menningarlegt umhver? mitt.“Hlédís er mótfallin öllum reglum um klæðaburð. FBL/ErnirGæði umfram magn Hlédís segist leggja mikla áherslu á að fjárfesta í vönduðu vörum, ef hún geri það á annað borð. „Ég veit ekki hvort það sé meiri veikleiki eða styrkleiki en ég hef alltaf bara viljað það besta af öllu, að öðrum kosti vil ég frekar ekkert.“ Þá sækir hún í náttúruleg efni og notaðar gæðavörur. „Ég er mikill töskufíkill, en kaupi mér nánast eingöngu vintage designer töskur. Ég vil helst vera í náttúrulegum efnum og vel föt oftast með það sjónarmið í huga. Upp á síðkastið hef ég sankað að mér miklu af silki?íkum, sérstaklega skyrtum og slæðum (viðbrögð Daisy Buchanan úr The Great Gatsby við silkiskyrtum eru mér oft hugstæð, en ég er kannski ekki alveg á sama stigi og hún).“Hjartahálsmen í prófalestri Hlédís segir sama eiga við um skart og fylgihluti. „Ef þetta er ekki almennilegt þá sleppi ég því frekar. Helst geng ég með perlur eða silkislæður þessa dagana, því ég er í hjarta mínu bara algjör langamma.“ Hún segir hálsmen sem hún keypti síðasta vetur vera í miklu uppáhaldi. „Ég held einnig mikið upp á Tiffany & Co. hjartahálsmenið sem ég keypti eftir þrjú rauðvínsglös og Legally Blonde í prófalestri síðasta vetur.“ Þá er hún sérstaklega hrifin af danska hönnuðinum Stine Goya. „Ég er mjög hrifin af nýjustu línu Stine Goya, en hún er ótrúlega klassísk og afturhverf og vekur í mér mjög sterkar nostalgíutil?nningar frá sumri þegar ég var 17 ára í Bandaríkjunum og hlustaði allt of mikið á the Zombies, Kinks og Stranglers.“Heimspekilegar vangaveltur Hlédís telur að áhugi mannsins á fatnaði og klæðaburði sé margþættur og sprottinn frá bæði sköpunarhvötinni og sjálfsmyndinni. „Ég hallast að þeirri viðleitni að sjálfið sé sköpun mannlegs hugvits og að klæðaburður sé leið til að gera sjálfssköpun og sjálfsskoðun sína að hlutlægum veruleika,“ segir hún. „Mér finnst allavega mjög áhugavert að hugsa um það á þann hátt.“ Hlédís segir tískuna takmarkalausa þegar kemur að tjáningu. „Mér finnst gaman að geta verið milljón ólíkar og mótsagnakenndar útgáfur af sjálfri mér.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira