Óvæntir fagnaðarfundir í blóðbaði Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2019 21:00 Japanska leikkonan Nae mætti óvænt á sýninguna og átti sitthvað vantalað við handritshöfundinn. "Það sást heldur betur hvað hún var ánægð með handritið þar sem hún fór beint í að reyna að drepa Sjón,“ segir Börkur og leikstjórinn, Júlíus Kemp, virðist ekki hafa séð ástæðu til að skerast í leikinn. Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira