Óvæntir fagnaðarfundir í blóðbaði Þórarinn Þórarinsson skrifar 25. september 2019 21:00 Japanska leikkonan Nae mætti óvænt á sýninguna og átti sitthvað vantalað við handritshöfundinn. "Það sást heldur betur hvað hún var ánægð með handritið þar sem hún fór beint í að reyna að drepa Sjón,“ segir Börkur og leikstjórinn, Júlíus Kemp, virðist ekki hafa séð ástæðu til að skerast í leikinn. Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return. Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Reykjavik Whale Watching Massacre eftir Júlíus Kemp var sýnd sem einhvers konar forleikur að Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, á föstudagskvöld. Júlíus Kemp leikstýrði þessari einu alvöru „splatter-mynd“ íslenskrar kvikmyndasögu eftir handriti Sjóns. Myndin var frumsýnd síðla árs 2009 en áhorfendurnir sem mættu til móts við blóðskipið 2019 voru vel með á nótunum. „Stemningin var rafmögnuð. Þetta voru hryllingsmyndaaðdáendur sem voru með húmor fyrir þessu og það var bara stanslaust hlegið,“ segir Börkur Gunnarsson, kynningarfulltrúi RIFF, kvikmyndagerðarmaður og blaðamaður með meiru, um sýningargestina. Hann segist sjálfur hafa hlegið mun minna enda ekkert sérlega vel verseraður í hryllingsfræðunum þrátt fyrir aldur og fyrri störf. „Ég er ekkert inni í þessum hryllingsmyndakúltúr þannig að ég fattaði ekki helminginn af bröndurunum og vísununum sem eru þarna út um allt.“Allir í bátana! Björgunarbátar reyndust gagnslitlir andspænis íslenska hvalveiðihyskinu þá og nú.Sjón, Júlíus og einn aðalleikarinn, Stefán Jónsson sem fór alla leið og gott betur en það í túlkun sinni á einum hinna sturluðu morðingja og hvalveiðimanna í myndinni, voru mættir í góðum gír. Þeir ráku síðan allir upp stór augu þegar japanska leikkonan Nae Yuuki birtist öllum að óvörum en hún lék einn hinna ólánssömu túrista sem snaróð hvalveiðifjölskylda herjaði á í miðri hvalaskoðunarferð. „Það vissi enginn að hún væri á landinu. Hún var hérna í heimsókn og kíkti við,“ segir Börkur um Yuuki sem hefur í seinni tíð meðal annars leikið undir stjórn Davids Lynch í Twin Peaks: The Return.
Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira