Ný skýrsla leiðir í ljós villandi sjónarhorn á fjölgun öryrkja Birgir Olgeirsson skrifar 26. september 2019 12:00 Kolbeinn H. Stefánsson, doktor í félagsfræði. Vísir/Egill Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“ Félagsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Eitthvað í lífshlaupi kvenna gerir það að verkum að þær eru mun líklegri til að fara á örorku heldur en karlar. Sá munur eykst eftir því sem líður á ævina en þetta er niðurstaða nýrrar skýrslur doktors í félagsfræði sem unnin var fyrir Öryrkjabandalag Íslands. Skýrsluna má lesa hér. Örorkulífeyrisþegum hefur fjölgað umtalsvert frá aldamótum en breytingin yfir það tímabil gefur villandi mynd af þróun undanfarinnar ára. Þetta kemur fram í skýrslu Kolbeins H. Stefánssonar, doktors í félagsfræði, sem unnin var fyrir Öryrkjabandalagið. Raunar hægði á fjölguninni eftir 2005 og benda nýjustu gögn enn fremur til að það hafi hægt enn frekar á henni frá árinu 2017. Villandi sjónarhorn Kolbeinn segir að ef stjórnvöld ætli sér að bregðast við þessar fjöldaþróun yfir þetta langa tímabil þá sé verið að bregðast við þróun sem átti sér stað fyrir 15 til 25 árum. „Þeir hlutir svo aftur eru kannski þess eðlis að það var ekkert til að bregðast við. Það urðu þarna breytingar til dæmis á kerfinu sem gerði það kleift fyrir heimavinnandi konur að fá örorkulífeyri og fleira slíkt. Kerfið varð betur í stakk búið til að takast á við geðraskanir, þannig að það er svolítið villandi að taka þetta sjónarhorn,“ segir Kolbeinn. Litið á öryrkja sem bókhaldsstærð Hann segir skýrsluna sýna að horfa eigi frekar til þeirra samfélagslegu þátta sem leiða til þess að fólk missir starfsgetuna. „Það fer stundum þannig að við ræðum öryrkja eins og þeir séu fyrst og fremst bókhaldsstærð og höfum áhyggjur af fjölgun eða þróun út frá kostnaði fremur en að horfast í augu við að bak við þessar tölur eru einstaklingar, atburðir og langvarandi ástand sem leiða að þessari niðurstöðu,“ segir Kolbeinn. Konur líklegri til að fara á örorku Því hefur verið haldið fram að fjölgun örorkulífeyrisþega megi að mestu rekja til ungra karla. Hefur það hlutfall vissulega hækkað á síðastliðnum áratug en stærsti hluti fjölgunar örorkulífeyrisþega er rakinn til kvenna 50 ára og eldri, eða rúm 42 prósent. Kolbeinn segir ljóst að eitthvað í lífshlaupi kvenna geri það að verkum að þær eru líklegri til að fara á örorku en karlar. Aðeins tilgátur geti útskýrt hvað það er á þessum tímapunkti. „Konur eru líklegri til að vinna andlega og líkamlega slítandi umönnunarstörf. Þær eru líklegri til að bera þungan af heimilishaldi og umönnun barna, þær eru líklegri til að búa við fátækt, kynbundið ofbeldi og fleiri þætti sem leiða til þess að fólk endar sem öryrkjar.“
Félagsmál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira