Fótbolti

Barcelona sektað um þúsundkalla fyrir að ræða ólöglega við Griezmann

Anton Ingi Leifsson skrifar
"300 evrur?“
"300 evrur?“ vísir/getty
Barcelona hefur verið sektað um 300 evrur af spænska knattspyrnusambandinu eftir atburðarásina í sumar er Antoine Griezmann gekk í raðir félagsins frá Atletico Madrid.

Spænsku meistararnir keyptu Griezmann á 120 milljónir evra 1. júlí en á miðnætti þann fyrsta lækkaði kaupklásúla í samningi Griezmann um 80 milljónir evra.

Spænska sambandið vill meina að Barcelona hafi brotið lög með því að ræða við Griezmann ólöglega í marsmánuði. Þá hljóðaði verðmiðinn upp á 200 milljónir evra.

Sektin þykir afar lág en hún hljóðar upp á 300 evrur sem jafngildir rétt rúmlega 40 þúsund krónum. Spænski risinn verður varla í vandræðum með að borga þá sekt.

Frakkinn greindi frá því í maí að hann myndi yfirgefa Atletico Madrid og skrifaði hann svo undir fimm ára samning við Barceloana.







Madrídarliðið hafði áður tilkynnt Barcelona til FIFA en það var í desember 2017 er Börsungar reyndu að fá heimsmeistarann til liðs við sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×