Landnámshænur vinsælar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2019 08:00 Valgerður á Hlyni frá Húsatóftum. Mynd/Vigdís Guðjónsdóttir Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Valgerður á Húsatóftum á Skeiðum er ein af þekktustu ræktendum landnámshænunnar á Íslandi. Hún ætlar að sýna gestum og gangandi hænurnar sínar milli klukkan 13 og 17 á sunnudaginn, 29. september. Hún er í stjórn Félags eigenda og ræktenda landnámshænsna og segir það hafa staðið fyrir mörgum sýningum á þessum litfögru fuglum. „Fjölsóttustu sýningarnar voru í Húsdýragarðinum, fyrirtækinu Jötunvélum og á Hrafnagili í Eyjafirði. Nú var ákveðið að hafa eina hér heima.“ Valgerður og Guðjón bóndi hennar hafa ræktað landnámshænur frá árinu 1977 og eiga nú hátt í hundrað. „Svo eru ungar að auki, líklega svona um 200,“ segir Valgerður og lýsir því að sumar hænurnar fái að liggja á eggjum og unga þannig út. „Ungana sem ég hef til minnar ræktunar reyni ég að láta hænur ala upp. Þá geta þeir verið úti og það þarf ekkert að hafa fyrir því að venja þá við. En aðalútungunin fer fram í vélum.“ Spurningu um hvort íslenska landnámshænan sé í nokkurs konar landnámi hér á landi núna svarar Valgerður: „Já, það má alveg segja það, hún er vinsæl og fáir fá sér öðruvísi hænur. Það fóru 660 ungar frá mér til Hríseyjar í sumar. Þar er verið að stofna stórt bú með landnámshænum, þar sem einangrunarstöðin var. En svo er reyndar verið að smygla eggjum úr alla vega hænum til landsins, silkihænum, brahmahænum, svörtum þýskum og allskonar stofnum sem ég hef ekki nöfn yfir. Við verðum að vera á verði til að láta þá ekki blandast íslenska stofninum.“ Hún segir dæmi um að dverghænur sem hafi verið nokkuð lengi á landinu hafi smitað þann íslenska. Þær séu fallegar en verpi voða lítið.Landnámshænsn eru litskrúðug.Afurðir frá Húsatóftum verða til sölu á sunnudaginn, til dæmis egg og hunang og krem úr hunangi. Einnig sútuð lambsskinn. Valgerður kveðst fá lömb úr sveitinni sem drepist hafi í fæðingu. „Við náum strax í lömbin, Guðjón fláir þau og ég fæ skinnin.“ Sjálf voru þau hjón með kúabú, ásamt hænsnarækt framan af. „Það brunnu hjá okkur útihús árið 2006, það var hræðilegt. Við misstum kýrnar okkar og hænurnar. Þá hættum við með kýr því við höfðum ekki efni á að byggja nýtt kúabú. En ég átti egg hér heima og náði líka í egg sem voru til sölu í Þingborg og setti strax í útungunarvél. Nú segjum við að við séum H-bændur því við erum með hey, hunda, hross, hænur og hunang á Húsatóftum,“ segir Valgerður og tekur fram að hundarnir séu Íslendingar. Um hestana þarf ekki að efast. Þess má geta að frá Selfossi að Húsatóftum eru 28 kílómetrar.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira