Fjölmargir aukaleikarar voru reglulegir gestir í þáttunum. Hvort sem það voru foreldrar aðalpersónanna, vinir eða systkini þá komu aukaleikarnir mikið við sögu. Fjölmargir heimsþekktir leikarar komu einnig við sögu sem gestaleikarar í þáttunum.
Friends þættirnir voru tilnefndir til 62 Emmy verðlauna og unnu þættirnir sex slík verðlaun.
Í bandaríska spjallþættinum Today komu fjórir aukaleikarar í viðtal í vikunni til þess að rifja upp þeirra þátttöku í þáttunum.
Elliott Gould, Jane Sibbett, Jessica Hecht og Vincent Ventresca mættu öll. Gould lék hlutverk föður Monica og Ross, Jane Sibbett lék Carol, fyrrverandi eiginkonu Ross, Jessica Hecht fór með hlutverk Susan sem var eiginkona Carol og Vincent Ventresca lék Fun Bobby í fyrstu þáttaröðinni. Ástæðan fyrir heimsókn þeirra er 25 ára afmæli Friends.
Hér að neðan má sjá viðtalið.