Hyggst ganga á K2 að vetri til Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 28. september 2019 08:30 John Snorri Sigurjónsson veifar þjóðfána Íslands á fjallinu Manaslu í Nepal. John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira
John Snorri Sigurjónsson kleif á dögunum annar Íslendinga fjallið Manaslu í Nepal. Fjallið er áttunda hæsta fjall í heimi og er 8.163 metrar á hæð, en aðeins fjórtán fjöll á allri jörðinni eru hærri en 8.000 metrar. „Þetta er fjórða fjallið sem ég næ á toppinn á og er yfir 8.000 metrar,“ segir John en árið 2017 kleif hann fjöllin Lohtse, K2 og Broad Peak. „Manaslu gekk vel. Ég fór frá grunnbúðunum í fyrstu búðir, þaðan beint í þriðju búðir og því næst í þær fjórðu. Þar hvíldi ég mig í fjóra tíma áður en ég fór á toppinn,“ segir John. John Snorri var sjö klukkustundir að ná á hæsta tind fjallsins og segir hann tilfinninguna hafa verið frábæra. „Yfirleitt er ekki farið á hæsta tindinn en þeir liggja tveir saman og það þarf að fara yfir einn til að ná þeim næsta,“ segir hann. „Niðurleiðin gekk vel og ég ákvað að ganga alla leið niður í grunnbúðirnar af toppnum,“ segir John. „Það var svolítil örtröð á leiðinni niður og á tveimur stöðum þar sem þurfti að klifra veggi var algjört stopp,“ segir hann. Gera má ráð fyrir að rúmlega tvö hundruð og fimmtíu manns hafi verið á ferð á sama tíma og John en 237 manns höfðu þá leyfi til að ganga leiðina. „Þessi fjöldi er fyrir utan sjerpa og fararstjóra. Ég held að þetta hafi verið metþátttaka eða fjöldi leyfa,“ segir John. Ferð John á tind Manaslu er æfing fyrir enn stærra verkefni. Hann hyggst ganga aftur á topp K2 en nú að vetrarlagi. „K2 er eina fjallið af átta þúsund metra tindunum fjórtán sem enginn hefur náð að klífa að vetri til,“ segir John. „Miklir kuldar og vindar eru þess valdandi að engum hefur tekist þetta en margir hafa reynt,“ segir hann. „Þetta er stórt verkefni og gríðarleg áskorun en ég er með ákveðna aðferðafræði sem ég tel að geti gengið upp,“ segir hann og bætir við að með honum í för verði gott lið vanra klifurmanna. Þegar blaðamaður náði tali af John var hann enn staddur í Nepal, nánar tiltekið í þorpinu Samagaun. Hann stefnir að því að koma heim til Íslands á þriðjudaginn. „Upphaflega ætlaði ég að koma heim á laugardag en ég er fastur hér vegna veðurs, það komast engar þyrlur hingað að sækja okkur,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðalög Fjallamennska Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Sjá meira