Kjartan Henry Finnbogason skoraði öll þrjú mörk Vejle í 2-3 sigri á Næstved í dönsku B-deildinni í dag.
Staðan var 2-2 í hálfleik en Kjartan Henry skoraði sigurmark Vejle þegar átta mínútur voru til leiksloka.
Þetta var fimmti sigur Vejle í röð. Liðið er í 2. sæti deildarinnar með 20 stig, einu stigi á eftir toppliði Frederica. Vejle á leik til góða á Frederica.
Kjartan Henry er markahæstur í dönsku B-deildinni með níu mörk.
Kjartan Henry, sem er 33 ára, kom til Vejle frá Ferencváros í janúar á þessu ári.

