Íslendingar bláeygðir þegar kemur að vændi Björn Þorfinnsson skrifar 10. september 2019 07:15 Þórgunnur Jóhannsdóttir, Bryndís Ósk Björnsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir, Stella Sif Jónsdóttir. Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
Framboð vændis hefur aukist mikið á Íslandi undanfarin ár. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að hverju sinni séu um sextíu einstaklingar að selja sig en mikill meirihluti þeirra eru erlendir einstaklingar sem stoppa stutt við hér á landi. Til þess að sporna við þessu nöturlega samfélagsvandamáli hafa lögregluyfirvöld, Reykjavíkurborg og Samtök ferðaþjónustunnar ýtt úr vör verkefninu „Vopn gegn vændi“ með það fyrir augum að aðstoða hótel og gististaði við að berjast gegn þessum vágesti. Meðal þeirra sem unnið hafa að verkefninu eru sex nemendur í meistaranámi í verkefnastjórnun í Háskólanum í Reykjavík (MPM), þær Stella Sif Jónsdóttir, Ísól Fanney Ómarsdóttir, Þórgunnur Jóhannsdóttir, Ágústa Ýr Sveinsdóttir, Ingunn Þorvarðardóttir og Bryndís Ósk Björnsdóttir. Aðkoma hópsins að verkefninu hófst þegar sexmenningarnir sátu námskeiðið „Raunhæft verkefni“ sem er hluti af þeirra námi í HR en í því námskeiði vinna nemendur í hópum verkefni að eigin vali, eina krafan er að í því felist samfélagsleg skírskotun á einhvern hátt. Ein úr hópnum las umfjöllun í fjölmiðlum varðandi vinnustofu sem Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar stóð fyrir í október 2018 en þar kynnti sænska baráttukonan Malin Roux leiðir sem sænsku samtökin, Real Stars, hafa farið í baráttunni gegn vændi og mansali og samstarfi samtakanna við hótel og aðra gististaði. Umfjöllunin vakti áhuga og ákveðið var að kanna möguleikann á því að koma að þessari vinnu. „Við settum okkur í samband við starfsmann Ofbeldisvarnarnefndar Reykjavíkurborgar og þar með fór boltinn að rúlla," segir Bryndís Ósk. Hópurinn vann verkefnið í nánu samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu sem opnaði augu þeirra fyrir umfangi vandamálsins. Bryndís Ósk segir að vinnan við verkefnið hafi tekið á. „Manni leið ekki vel í sálinni að vinna þetta verkefni. Aðstæður þeirra sem neyðast og/eða eru neyddir til þess að selja líkama sinn eru þyngri en tárum taki.“ Framlag hópsins til þessa mikilvæga verkefnisins er fræðsluefni sem ber heitið „Vopn gegn vændi“ fyrir stjórnendur og starfsfólk gististaða þar sem þeim í framlínunni er kennt að bera kennsl á ýmis einkenni vændissölu. Bryndís Ósk telur að mikil þörf sé á slíkri fræðslu. „Markmiðið er að auka líkur á því að starfsfólk innan hótela og gististaða þekki einkenni vændis og mansals og komi því frekar auga á slíkt, ásamt því að þekkja þá ferla sem æskilegt er að fara eftir samkvæmt lögreglu. Þrátt fyrir fréttir um aukna vændissölu á Íslandi þá tel ég að við Íslendingar séum afar bláeygðir gagnvart slíkri starfsemi og kveikjum ekki endilega á perunni þó svo að slíkt sé í gangi í okkar nærumhverfi,“ segir Bryndís Ósk. Hægt er að nálgast efnið hjá Samtökum ferðaþjónustunnar.
Birtist í Fréttablaðinu Félagsmál Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira