Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HK 28-24 | Haukasigur í sveiflukenndum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2019 22:00 Adam Haukur skoraði fjögur mörk. vísir/vilhelm Haukar unnu fjögurra marka sigur á HK, 28-24, í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur HK-inga í efstu deild í fjögur ár. Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Ólafur Ægir Ólafsson fimm. Ásmundur Atlason skoraði níu mörk fyrir HK og Blær Hinriksson átta. Enginn beygur var í nýliðunum framan af og þeir spiluðu gríðarlega grimma vörn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. Davíð Svansson var svo í miklum ham í markinu, sérstaklega framan af fyrri hálfleik. Adam Haukur Baumruk kom Haukum yfir, 5-4, en HK svaraði með þremur mörkum í röð. Gestirnir úr Kópavogi náðu mest þriggja marka forskoti, 8-11, þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Ásmundur fór mikinn og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Blær var einnig öflugur en þeir Ásmundur skoruðu samtals tíu af 13 mörkum HK í fyrri hálfleik. Andri Sigmarsson Scheving byrjaði vel í marki Hauka en svo fjaraði undan honum. Grétar Ari Guðjónsson kom inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig. Fyrir tilstuðlan Grétars náðu Haukar aftur tökum á leiknum og þeir skoruðu fimm af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu fyrstu sex mörk mörk hans og voru þá búnir að skora átta mörk í röð. Sóknarleikur HK var skelfilegur í upphafi seinni hálfleiks og varnarleikur var ekki samur og í þeim fyrri. Það tók HK-inga níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik. Kristján Ottó Hjálmsson minnkaði muninn þá í sex mörk, 19-13. Þegar sjö mínútur voru eftir kom Atli Már Haukum í 26-19 og ekkert benti til annars en að heimamenn myndu vinna öruggan sigur. En þá fóru HK-ingar aftur í gang. Blær raðaði inn mörkum og Stefán Huldar Stefánsson átti góða innkomu mark gestanna. HK skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í 26-23. Ásgeir Örn Hallgrímsson svaraði þá með mikilvægu marki sem gulltryggði sigur heimamanna. Lokatölur 28-24, Haukum í vil.Af hverju unnu Haukar? Um leið og Haukar byrjuðu að taka á HK-ingum í vörninni náðu þeir tökum á leiknum. Gestirnir hörfuðu og áttu engin svör í sókninni í upphafi seinni hálfleiks. Á sama tíma gáfu þeir eftir í vörninni. Grétar Ari var samt líklega stærsti munurinn á liðunum en hann varði 14 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þá skoruðu Haukar sjö hraðaupphlaupsmörk gegn aðeins tveimur HK-inga.Hverjir stóðu upp úr? Grétar var besti maður vallarins og varði frábærlega eins og áður sagði. Í sókninni bar mest á Atla Má en annars fengu Haukar framlag úr mörgum áttum. Níu leikmenn þeirra komust á blað í leiknum. Ásmundur var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann klikkaði varla á skoti. Blær var góður í fyrri hálfleik, byrjaði þann seinni illa en kom svo aftur sterkur inn undir lokin. Hann endaði með átta mörk í sínum fyrsta leik í efstu deild. Davíð og Stefán Huldar áttu báðir góða kafla í marki HK.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var stirður framan af leik og þeir treystu mikið á skot að utan frá Adam Hauki Baumruk. Atli Már hleypti lífi í Haukasóknina undir lok fyrri hálfleiks og hún gekk svo smurt lengst af í þeim seinni. Eftir að hafa spilað frábærlega í fyrri hálfleik byrjaði Ásmundur þann seinni á bekknum. Þegar hann kom inn á var staða HK erfið og hann orðinn kaldur. Ásmundur og Blær skoruðu 17 af 24 mörkum HK og það vantaði sárlega framlag frá hægri vængnum. Örvhentu leikmenn HK skoruðu samtals tvö mörk úr átta skotum. Þá fékk HK aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum sem er of lítið gegn jafn sterku liði og Haukum.Hvað gerist næst? Haukar fara norður og mæta KA á sunnudaginn. Þessi lið mættust einnig í 2. umferðinni á síðasta tímabili og þá vann KA stórsigur, 31-20. HK fær hins vegar hina nýliðana, Fjölni, í heimsókn á sunnudaginn. Þetta er fyrsti deildarleikur HK á nýja heimavellinum í Kórnum.Gunnar: Þurftum að vera þolinmóðir „Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“Elías Már: Yfirspiluðum þá á köflum í fyrri hálfleik Þrátt fyrir tap fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld var Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, nokkuð brattur eftir leik. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik þar sem mér fannst við yfirspila þá á köflum. Við áttum að vera 3-5 mörkum yfir í hálfleik. Í staðinn var jafnt og við lentum í brekku í byrjun seinni hálfleiks þar sem við klikkuðum á mörgum dauðafærum,“ sagði Elías. „Það er erfitt að vinna Hauka á Ásvöllum þegar þú klikkar á svona mörgum sex metra færum. En ég er ótrúlega stoltur af strákunum. Mér fannst við frábærir á löngum köflum í leiknum og það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13. Í byrjun seinni hálfleiks var HK-sóknin afar stirð og það tók liðið níu og hálfa mínútu að komast á blað. „Ég á eftir að skoða hvað gerðist. Við urðum full passívir og duttum líka niður í vörninni. Haukarnir nýttu sér það og negldu yfir okkur. Það var erfitt og við vorum kannski of lengi að bregðast við. En við komum okkur í dauðafæri en nýttum þau ekki,“ sagði Elías. HK skoraði aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Elías viðurkennir að þau hefðu þurft að vera fleiri til að eiga möguleika á að vinna Hauka. „Klárlega. Þetta var ekki hraður leikur og Haukarnir skoruðu heldur ekki mikið úr hraðaupphlaupum. Við fengum nokkur hraðaupphlaup en klikkuðum á þeim. Við þurfum að skora mörk eftir hraðar sóknir til að eiga séns,“ sagði Elías að endingu. Olís-deild karla
Haukar unnu fjögurra marka sigur á HK, 28-24, í 1. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti leikur HK-inga í efstu deild í fjögur ár. Atli Már Báruson skoraði sex mörk fyrir Hauka og Ólafur Ægir Ólafsson fimm. Ásmundur Atlason skoraði níu mörk fyrir HK og Blær Hinriksson átta. Enginn beygur var í nýliðunum framan af og þeir spiluðu gríðarlega grimma vörn sem gerði heimamönnum erfitt fyrir. Davíð Svansson var svo í miklum ham í markinu, sérstaklega framan af fyrri hálfleik. Adam Haukur Baumruk kom Haukum yfir, 5-4, en HK svaraði með þremur mörkum í röð. Gestirnir úr Kópavogi náðu mest þriggja marka forskoti, 8-11, þegar átta mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Ásmundur fór mikinn og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Blær var einnig öflugur en þeir Ásmundur skoruðu samtals tíu af 13 mörkum HK í fyrri hálfleik. Andri Sigmarsson Scheving byrjaði vel í marki Hauka en svo fjaraði undan honum. Grétar Ari Guðjónsson kom inn á þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og varði fjögur af þeim sex skotum sem hann fékk á sig. Fyrir tilstuðlan Grétars náðu Haukar aftur tökum á leiknum og þeir skoruðu fimm af síðustu sjö mörkum fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var jöfn, 13-13. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri. Þeir skoruðu fyrstu sex mörk mörk hans og voru þá búnir að skora átta mörk í röð. Sóknarleikur HK var skelfilegur í upphafi seinni hálfleiks og varnarleikur var ekki samur og í þeim fyrri. Það tók HK-inga níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik. Kristján Ottó Hjálmsson minnkaði muninn þá í sex mörk, 19-13. Þegar sjö mínútur voru eftir kom Atli Már Haukum í 26-19 og ekkert benti til annars en að heimamenn myndu vinna öruggan sigur. En þá fóru HK-ingar aftur í gang. Blær raðaði inn mörkum og Stefán Huldar Stefánsson átti góða innkomu mark gestanna. HK skoraði fjögur mörk í röð og minnkaði muninn í 26-23. Ásgeir Örn Hallgrímsson svaraði þá með mikilvægu marki sem gulltryggði sigur heimamanna. Lokatölur 28-24, Haukum í vil.Af hverju unnu Haukar? Um leið og Haukar byrjuðu að taka á HK-ingum í vörninni náðu þeir tökum á leiknum. Gestirnir hörfuðu og áttu engin svör í sókninni í upphafi seinni hálfleiks. Á sama tíma gáfu þeir eftir í vörninni. Grétar Ari var samt líklega stærsti munurinn á liðunum en hann varði 14 skot, eða 52% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þá skoruðu Haukar sjö hraðaupphlaupsmörk gegn aðeins tveimur HK-inga.Hverjir stóðu upp úr? Grétar var besti maður vallarins og varði frábærlega eins og áður sagði. Í sókninni bar mest á Atla Má en annars fengu Haukar framlag úr mörgum áttum. Níu leikmenn þeirra komust á blað í leiknum. Ásmundur var frábær í fyrri hálfleik þar sem hann klikkaði varla á skoti. Blær var góður í fyrri hálfleik, byrjaði þann seinni illa en kom svo aftur sterkur inn undir lokin. Hann endaði með átta mörk í sínum fyrsta leik í efstu deild. Davíð og Stefán Huldar áttu báðir góða kafla í marki HK.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Hauka var stirður framan af leik og þeir treystu mikið á skot að utan frá Adam Hauki Baumruk. Atli Már hleypti lífi í Haukasóknina undir lok fyrri hálfleiks og hún gekk svo smurt lengst af í þeim seinni. Eftir að hafa spilað frábærlega í fyrri hálfleik byrjaði Ásmundur þann seinni á bekknum. Þegar hann kom inn á var staða HK erfið og hann orðinn kaldur. Ásmundur og Blær skoruðu 17 af 24 mörkum HK og það vantaði sárlega framlag frá hægri vængnum. Örvhentu leikmenn HK skoruðu samtals tvö mörk úr átta skotum. Þá fékk HK aðeins tvö hraðaupphlaupsmörk í leiknum sem er of lítið gegn jafn sterku liði og Haukum.Hvað gerist næst? Haukar fara norður og mæta KA á sunnudaginn. Þessi lið mættust einnig í 2. umferðinni á síðasta tímabili og þá vann KA stórsigur, 31-20. HK fær hins vegar hina nýliðana, Fjölni, í heimsókn á sunnudaginn. Þetta er fyrsti deildarleikur HK á nýja heimavellinum í Kórnum.Gunnar: Þurftum að vera þolinmóðir „Ég er ánægður með stigin tvö. Fyrstu leikirnir snúast um að safna stigum. Við vissum að þetta yrði ekki besti leikur tímabilsins en við þurftum að sýna karakter og taka slaginn við þá. Við vissum að þeir yrðu grimmir í byrjun og við þyrftum að vera þolinmóðir. Við vorum það og hristum þá hægt og rólega af okkur,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, eftir sigurinn á HK í kvöld. „Liðsheildin var sterk og margir lögðu í púkkið. Við nýttum breiddina vel sem var mikilvægt því það er mikið álag á okkur núna.“ Grétar Ari Guðjónsson var magnaður eftir að hann kom inn á þegar um tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Hann varði 52% þeirra skota sem hann fékk á sig í leiknum. „Við vorum hálf sofandi í fyrri hálfleik og þurftum einhvern til að koma okkur í gang. Og hann gerði það. Að sama skapi var meiri hraði og hreyfanleiki hjá okkur og við komum okkur í betri færi,“ sagði Gunnar. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af fítonskrafti og skoruðu fyrstu sex mörk hans. Það tók HK níu og hálfa mínútu að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik en gestirnir komust ekkert áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. „Við fengum betra jafnvægi á varnarleikinn. Við vorum of aftarlega í byrjun en fórum framar í þá og náðum góðri vörn. Svo slökuðum við aftur á og þeir fengu góð skot,“ sagði Gunnar. „Það var mjög gott að fá tvö stig. Þetta var skyldusigur fyrir okkur en við urðum að vinna. HK er með gott lið sem á eftir að fá fullt af stigum.“Elías Már: Yfirspiluðum þá á köflum í fyrri hálfleik Þrátt fyrir tap fyrir Haukum á Ásvöllum í kvöld var Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, nokkuð brattur eftir leik. „Ég var mjög ánægður með fyrri hálfleik þar sem mér fannst við yfirspila þá á köflum. Við áttum að vera 3-5 mörkum yfir í hálfleik. Í staðinn var jafnt og við lentum í brekku í byrjun seinni hálfleiks þar sem við klikkuðum á mörgum dauðafærum,“ sagði Elías. „Það er erfitt að vinna Hauka á Ásvöllum þegar þú klikkar á svona mörgum sex metra færum. En ég er ótrúlega stoltur af strákunum. Mér fannst við frábærir á löngum köflum í leiknum og það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu.“ Staðan var jöfn í hálfleik, 13-13. Í byrjun seinni hálfleiks var HK-sóknin afar stirð og það tók liðið níu og hálfa mínútu að komast á blað. „Ég á eftir að skoða hvað gerðist. Við urðum full passívir og duttum líka niður í vörninni. Haukarnir nýttu sér það og negldu yfir okkur. Það var erfitt og við vorum kannski of lengi að bregðast við. En við komum okkur í dauðafæri en nýttum þau ekki,“ sagði Elías. HK skoraði aðeins tvö mörk eftir hraðaupphlaup í leiknum. Elías viðurkennir að þau hefðu þurft að vera fleiri til að eiga möguleika á að vinna Hauka. „Klárlega. Þetta var ekki hraður leikur og Haukarnir skoruðu heldur ekki mikið úr hraðaupphlaupum. Við fengum nokkur hraðaupphlaup en klikkuðum á þeim. Við þurfum að skora mörk eftir hraðar sóknir til að eiga séns,“ sagði Elías að endingu.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti