Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 30-32 | Selfyssingar komu fram hefndum Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 11. september 2019 22:00 vísir/bára Selfoss vann tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í kvöld, 30-32. Selfyssingar höfðu yfirhöndina lengst af og leiddu gestirnir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Leikurinn var jafn í upphafi og staðan 6-7 eftir fyrsta korterið. Gestirnir tóku að síga frammúr í framhaldinu og náðu fljótlega góðri forystu en gríðalega hátt tempó var í leiknum og mikið skorað. Selfyssingar náðu þegar mest lét í fyrri hálfleik fimm marka forystu að leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 13-17. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum, Selfoss hélt FH í fjögurra til fimm marka fjarlægð og var ekkert sem benti til þess að heimamenn næðu að saxa á þetta forskot gestanna. Enn í stöðunni 20-25, kom Phil Döhler, markvörður FH, aftur inná og lokaði markinu. Selfoss skoraði ekki í rúmar 8 mínútur á meðan FH tókst að jafna leikinn, 25-25. Síðustu 10 mínúturnar urðu spennandi á meðan liðin skiptust á að skora. Eitt mark skyldi liðin að þegar um mínúta var til leiksloka, 29-30. FH tókst ekki að jafna leikinn og það voru gestirnir að sunnan sem fögnuðu sterkum sigri, 30-32. Af hverju vann Selfoss?Selfyssingar unnu öflugan liðssigur í dag, þeir voru þéttir bæði varnar og sóknarlega í leiknum. Þeir gerðu heimamönnum erfitt fyrir með því að spila það varnarafbrigði sem hentaði hverju sinni, svo erfitt var að lesa þá. Hverjir stóðu upp úr?Haukur Þrastarson var yfirburðamaður í liði Selfyssinga, hann skoraði 9 mörk og var með 9 sköpuð færi, sá algjörlega um sóknarleik síns liðs og bjó til mikið fyrir Guðna Ingvarsson á línunni sem einnig átti frábæran leik, hann var næst markahæstur í liði Selfoss með 8 mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var atkvæðamestur í liðið FH, hann var virkilega öflugur sóknarlega sem og í vörninni. Jakob Martin Ásgeirsson skilaði einnig góðu dagsverki. Hvað gekk illa? FH gekk fyrst og fremst illa að stöðva Hauk Þrastarson, þrátt fyrir að taka hann úr umferð þegar leið á leikinn þá tókst honum samt að búa eitthvað til sóknarlega. Hvað er framundan? Í næstu umferð er annar stórleikur hjá FH-ingum er þeir taka á móti Val á heimavelli. Þar eru tvö af sterkustu liðum deildarinnar að mætast og því annar virkilega spennandi leikur framundan í Kaplakrika. Þá tekur Selfoss á móti ÍR á mánudaginn í lokaleik 2. umferðar. Steini Arndal: Við létum Hauk líta helvíti vel út í dag„Ég er svekktur“ voru fyrstu viðbrögð Sigursteins Arndal, þjálfara FH, eftir tveggja marka tap gegn Selfossi á heimavelli. „Selfyssingar voru virkilega öflugir og mættu með gott „attitude“ enn vissulega vonbrigði að tapa og margt í okkur leik í dag sem var ekki nógu gott“ FH átti í erfiðleikum með að finna lausnir á varnarleik Selfyssinga, Steini segir að þeir hafi reynt ýmislegt sem gekk misvel „Við reyndum ýmislegt og vorum eiginlega í bölvuðu basli með flest allt en þetta er stundum svona. Við höfum klárlega eitthvað til að taka heim og æfa okkur með.“ Þrátt fyrir að vera undir nær allan leikinn þá gáfust FH-ingar ekki upp og segir Steini það aldrei hafa verið inní myndinni að gefast upp „Það kom líka aldrei neitt annað til greina en að sýna þessa verkefni alvöru virðingu og reyna að berjast. Enn það voru bara alltof margir hlutir í okkar leik sem fúnkeruðu ekki í dag.“ Haukur Þrastarson, kom að nær öllum sóknaraðgerðum Selfoss í leiknum, Steini viðurkennir að hann hafi reynst þeim afar erfiður „Við létum hann líta helvíti vel út í dag, en hrós á hann líka, hann spilaði frábærlega.“ sagði Sigursteinn að lokum Guðni Ingvarsson í baráttunni inná línuVísir/Andri MarinóGuðni Ingvars: Þetta minnir mig á það þegar ég spilaði með Róberti„Við erum ágætir“ sagði hógvær, Guðni Ingvarsson, leikmaður Selfoss. Guðni byrjaði á bekknum en kom inn eftir að Atli Ævar Ingólfsson fékk tveggja mínútna brottvísun, það var ekki hægt að taka Guðna útaf eftir það, hann átti frábæran leik og skoraði 8 mörk. „Við vorum mjög ósáttir eftir síðasta leik. Okkur fannst við vera með unnin leik þar og endar svo í 50/50 framlengingu“ sagði Guðni, ánægður með að hafa svarað fyrir tapið á Selfossi í síðustu viku Eftir að hafa verið með undirtökin á leiknum og leitt með 5 mörkum þegar mest lét þá tókst Selfyssinum að missa það forskot niður eins og svo oft áður, Guðni segir að leikmenn séu orðnir vanir þeirri stöðu „Þetta virðist vera einhver lenska hjá okkur, við fórum að klikka á dauðafærum og fengum varla stopp í vörninni þarna á tímabili, lið eins og FH kemur þá bara tilbaka“ Selfyssingar töpuðu niður leiknum á Selfossi en unnu í dag góðan sigur. Þeir líta virkilega vel út fyrir tímabilið en mörg spurningamerki voru meðal spámanna og spekinga deildarinnar um gengi liðsins fyrir veturinn. Guðni segir þó að þeir þurfi að þróa sinn leik betur „Við erum ágætir, en það má alltaf eitthvað bæta. Þegar að við spilum svona aggressíva vörn, það fer mikið púður í þetta. Við getum ekki unnið alla leiki svona við þurfum að þróa okkar leik eitthvað“ Guðni segir fátt betra enn að spila með manni eins og Hauki Þrastarsyni. Haukur bjó til mikið fyrir Guðna á línunni og segir að hann kunni vel við þessa blöndu milli þeirra félaga „Það er ekkert hægt að hafa þetta betra, þetta er svipað og þegar ég spilaði með Róberti Aroni Hostert á sínum tíma, þetta minnir mig á það. Það var mjög góð blanda, ég vona að þetta haldi svona áfram.“ Olís-deild karla
Selfoss vann tveggja marka sigur á FH í Kaplakrika í kvöld, 30-32. Selfyssingar höfðu yfirhöndina lengst af og leiddu gestirnir með fjórum mörkum í hálfleik, 13-17. Leikurinn var jafn í upphafi og staðan 6-7 eftir fyrsta korterið. Gestirnir tóku að síga frammúr í framhaldinu og náðu fljótlega góðri forystu en gríðalega hátt tempó var í leiknum og mikið skorað. Selfyssingar náðu þegar mest lét í fyrri hálfleik fimm marka forystu að leiddu að fyrri hálfleik loknum með fjórum mörkum, 13-17. Seinni hálfleikur hófst á svipuðum nótum, Selfoss hélt FH í fjögurra til fimm marka fjarlægð og var ekkert sem benti til þess að heimamenn næðu að saxa á þetta forskot gestanna. Enn í stöðunni 20-25, kom Phil Döhler, markvörður FH, aftur inná og lokaði markinu. Selfoss skoraði ekki í rúmar 8 mínútur á meðan FH tókst að jafna leikinn, 25-25. Síðustu 10 mínúturnar urðu spennandi á meðan liðin skiptust á að skora. Eitt mark skyldi liðin að þegar um mínúta var til leiksloka, 29-30. FH tókst ekki að jafna leikinn og það voru gestirnir að sunnan sem fögnuðu sterkum sigri, 30-32. Af hverju vann Selfoss?Selfyssingar unnu öflugan liðssigur í dag, þeir voru þéttir bæði varnar og sóknarlega í leiknum. Þeir gerðu heimamönnum erfitt fyrir með því að spila það varnarafbrigði sem hentaði hverju sinni, svo erfitt var að lesa þá. Hverjir stóðu upp úr?Haukur Þrastarson var yfirburðamaður í liði Selfyssinga, hann skoraði 9 mörk og var með 9 sköpuð færi, sá algjörlega um sóknarleik síns liðs og bjó til mikið fyrir Guðna Ingvarsson á línunni sem einnig átti frábæran leik, hann var næst markahæstur í liði Selfoss með 8 mörk. Bjarni Ófeigur Valdimarsson var atkvæðamestur í liðið FH, hann var virkilega öflugur sóknarlega sem og í vörninni. Jakob Martin Ásgeirsson skilaði einnig góðu dagsverki. Hvað gekk illa? FH gekk fyrst og fremst illa að stöðva Hauk Þrastarson, þrátt fyrir að taka hann úr umferð þegar leið á leikinn þá tókst honum samt að búa eitthvað til sóknarlega. Hvað er framundan? Í næstu umferð er annar stórleikur hjá FH-ingum er þeir taka á móti Val á heimavelli. Þar eru tvö af sterkustu liðum deildarinnar að mætast og því annar virkilega spennandi leikur framundan í Kaplakrika. Þá tekur Selfoss á móti ÍR á mánudaginn í lokaleik 2. umferðar. Steini Arndal: Við létum Hauk líta helvíti vel út í dag„Ég er svekktur“ voru fyrstu viðbrögð Sigursteins Arndal, þjálfara FH, eftir tveggja marka tap gegn Selfossi á heimavelli. „Selfyssingar voru virkilega öflugir og mættu með gott „attitude“ enn vissulega vonbrigði að tapa og margt í okkur leik í dag sem var ekki nógu gott“ FH átti í erfiðleikum með að finna lausnir á varnarleik Selfyssinga, Steini segir að þeir hafi reynt ýmislegt sem gekk misvel „Við reyndum ýmislegt og vorum eiginlega í bölvuðu basli með flest allt en þetta er stundum svona. Við höfum klárlega eitthvað til að taka heim og æfa okkur með.“ Þrátt fyrir að vera undir nær allan leikinn þá gáfust FH-ingar ekki upp og segir Steini það aldrei hafa verið inní myndinni að gefast upp „Það kom líka aldrei neitt annað til greina en að sýna þessa verkefni alvöru virðingu og reyna að berjast. Enn það voru bara alltof margir hlutir í okkar leik sem fúnkeruðu ekki í dag.“ Haukur Þrastarson, kom að nær öllum sóknaraðgerðum Selfoss í leiknum, Steini viðurkennir að hann hafi reynst þeim afar erfiður „Við létum hann líta helvíti vel út í dag, en hrós á hann líka, hann spilaði frábærlega.“ sagði Sigursteinn að lokum Guðni Ingvarsson í baráttunni inná línuVísir/Andri MarinóGuðni Ingvars: Þetta minnir mig á það þegar ég spilaði með Róberti„Við erum ágætir“ sagði hógvær, Guðni Ingvarsson, leikmaður Selfoss. Guðni byrjaði á bekknum en kom inn eftir að Atli Ævar Ingólfsson fékk tveggja mínútna brottvísun, það var ekki hægt að taka Guðna útaf eftir það, hann átti frábæran leik og skoraði 8 mörk. „Við vorum mjög ósáttir eftir síðasta leik. Okkur fannst við vera með unnin leik þar og endar svo í 50/50 framlengingu“ sagði Guðni, ánægður með að hafa svarað fyrir tapið á Selfossi í síðustu viku Eftir að hafa verið með undirtökin á leiknum og leitt með 5 mörkum þegar mest lét þá tókst Selfyssinum að missa það forskot niður eins og svo oft áður, Guðni segir að leikmenn séu orðnir vanir þeirri stöðu „Þetta virðist vera einhver lenska hjá okkur, við fórum að klikka á dauðafærum og fengum varla stopp í vörninni þarna á tímabili, lið eins og FH kemur þá bara tilbaka“ Selfyssingar töpuðu niður leiknum á Selfossi en unnu í dag góðan sigur. Þeir líta virkilega vel út fyrir tímabilið en mörg spurningamerki voru meðal spámanna og spekinga deildarinnar um gengi liðsins fyrir veturinn. Guðni segir þó að þeir þurfi að þróa sinn leik betur „Við erum ágætir, en það má alltaf eitthvað bæta. Þegar að við spilum svona aggressíva vörn, það fer mikið púður í þetta. Við getum ekki unnið alla leiki svona við þurfum að þróa okkar leik eitthvað“ Guðni segir fátt betra enn að spila með manni eins og Hauki Þrastarsyni. Haukur bjó til mikið fyrir Guðna á línunni og segir að hann kunni vel við þessa blöndu milli þeirra félaga „Það er ekkert hægt að hafa þetta betra, þetta er svipað og þegar ég spilaði með Róberti Aroni Hostert á sínum tíma, þetta minnir mig á það. Það var mjög góð blanda, ég vona að þetta haldi svona áfram.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti