Þú borðar lygi Ingólfur Ásgeirsson skrifar 12. september 2019 07:00 Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Danir hafa af umhverfisástæðum ákveðið að stöðva leyfisveitingar fyrir sjókvíaeldi. Mengunin og neikvæð áhrif á lífríkið þykja óásættanleg. Þegar tilkynnt var um þessa ákvörðun sagði Lea Wermelin, umhverfisráðherra Danmerkur, að ef þessi iðnaður vildi stækka þá þyrfti aukið eldi að fara fram á landi. Danir eru ekki þeir einu sem eru að vakna upp við vondan draum um skaðsemi þessa mengandi iðnaðar. Á dögunum tókst náttúruverndarsinnum og heimafólki við einn fallegasta fjörð Chile-hluta hins stórbrotna Patagóníusvæðis að koma í veg fyrir að norskt sjókvíaeldisfyrirtæki kæmi sér þar fyrir. Og í nágrannaríkinu Argentínu fer nú fram hörð barátta gegn því að norsku sjókvíaeldisrisarnir fái leyfi fyrir starfsemi sinni. Margir af þekktustu matreiðslumeisturum Argentínu og náttúruverndarsamtök hafa snúið bökum saman gegn þungu lobbíi sjókvíaeldisins (rétt eins og gerðist hér). Þar á meðal er stjörnukokkurinn Mauro Colagreco, eigandi veitingastaðarins Mirazur í Frakklandi, sem státar af þremur Michelin-stjörnum og var nýlega valinn besti veitingastaður í heimi. „Þú borðar lygi,“ er slagorðið sem Colagreco og félagar nota í baráttu sinni og beina þar spjótum sínum að eldislaxinum sem þeir segja að sé alls engin hollustuvara. Danir hafa réttilega áttað sig á því að það er ekki verjandi að byggja áfram upp iðnað þar sem allur úrgangur af starfseminni, fóðurafgangar, fiskisaur, lyf og eiturefni, er látinn vaða beint í sjóinn eins og tíðkast í opnu sjókvíaeldi. Samkvæmt Umhverfisstofnun Noregs er saurmengunin frá hverju tonni af laxeldi í opnum sjókvíum á við frá sextán manns. Þetta þýðir að ef sjókvíaeldi við Ísland nær 71.000 tonna ársframleiðslu, eins og hámarkið er nú miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar, verður skólpmengunin á við 1.136.000 manns. Það er meira en þrefaldur íbúafjöldi Íslands. Að halda áfram á þessari braut er hugsunarháttur liðins tíma þegar talið var að hafið gæti tekið endalaust við öllu sem í það var dælt. Nú vitum við betur og verðum að fara að hegða okkur í samræmi við það.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar