Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. september 2019 14:57 Hergenreder í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina þegar hann lá inni á sjúkrahúsinu. Nú lýsir hann reynslunni í samtali við CNN eftir útskrift af spítalanum. SKjáskot/NBC Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins. Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. Hergenreder lýsir því að lungu hans hafi verið í svipuðu ástandi og „lungu sjötugs manns“ þegar hann var lagður inn á sjúkrahús. 450 tilfelli af sjúkdómnum hafa greinst í Bandaríkjunum undanfarin misseri og dregið að minnsta kosti fimm til dauða.Sjá einnig: Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Hergenreder var lagður inn á sjúkrahús seint í síðasta mánuði vegna sjúkdómsins. Hann kveðst hafa stundað rafreykingar, bæði með nikótíni og kannabisefnum, í um eitt og hálft ár áður en hann veiktist. Hergenreder lýsir reynslu sinni í viðtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Hann segist hafa byrjað að finna fyrir hálfgerðum flensueinkennum og þá var honum einnig afar þungt um andardrátt. Eftir nokkra daga af miklum óstjórnlegum skjálftaköstum og uppköstum var hann fluttur á spítalann, þar sem læknar tjáðu honum að hann væri kominn með „lungu sjötugs manns“. „Það var óhugnanlegt að hugsa um það. Þetta litla tæki hafði þessi áhrif á lungun í mér,“ segir Hergenreder. Þá segist hann ekki viss um að hann verði nokkurn tímann alveg heill heilsu eftir veikindin. „Ég æfði glímu áður en þetta gerðist og það kann að vera að ég geti aldrei glímt aftur vegna þess að það er íþrótt sem krefst mikils af líkamanum og lungu mín höndla ef til vill ekki áreynsluna.“Donald Trump sagði í samtali við fjölmiðla í gær að notkun rafretta væri orðið mikið vandamál. Foreldrar eigi að vera meðvitaðir um það.AP/Evan VucciTöluvert hefur verið fjallað um lungnasjúkdóminn sem Hergenreder greindist með undanfarin misseri. Sjúkdómurinn hefur greinst í um 450 rafreykingamönnum í Bandaríkjunum og dregið að minnsta kosti fimm til dauða. Engar ákveðnar rafrettur hafa enn verið tengdar við sjúkdóminn. Nákvæm orsök sjúkdómsins liggur enn ekki fyrir en í skýrslu heilbrigðisyfirvalda í Wisconsin og Illinois sem unnu sameiginlega skýrslu um 53 tilfelli segir að alvarleiki hans og nýleg fjölgun tilfella bendir til þess að um sé að ræða nýjan lungnasjúkdóm sem tengist rafreykingum. Bandarísk yfirvöld hafa lýst yfir miklum áhyggjum af stöðu mála. Í gær tilkynnti Donald Trump Bandaríkjaforseti því yfir að ríkisstjórn hans ætli að leggja til bann við öllum bragðvökvum í rafrettur. Embætti landlæknis sendi frá sér tilkynningu vegna málsins á mánudag en þar segir að embættið fylgist með faraldri sjúkdómsins. Ekkert gefi til kynna að um smitsjúkdóm sé að ræða heldur séu lungnaveikindin rakin til „váhrifa af efnafræðilegum toga“. „Allir þeir sem hafa veikst hafa notað rafrettur. Enn er ekki vitað hvort að veikindin tengjast tilteknum rafrettum eða efnum sem notuð eru í þær. Hins vegar eru vísbendingar um að stór hluti þeirra sem veikst hafa hafi notað rafrettu-vökva sem innihélt vímuefnið THC (tetrahydrocannabinol) eða CBD (cannabidiol) en svo virðist sem að veikindin séu ekki einungis bundin við það,“ segir í tilkynningu Landlæknisembættisins.
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Ætla að banna allar bragðtegundir í rafrettur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að ríkisstjórn hans ætlar að leggja til bann við alla bragðvökva í rafrettur. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að táningar og börn notist við rafrettur en slík notkun hefur aukist til muna á undanförnum árum. 11. september 2019 18:22
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07