Fleiri á móti hernaðaruppbyggingu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. september 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittust á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli þegar Pence kom hingað í opinbera heimsókn í síðustu viku. Honum varð tíðrætt um öryggis- og varnarmál í heimsókninni og mikilvægi þeirra en ef marka má könnunina vilja kjósendur Katrínar ekki sjá mikið af hernaðaruppbyggingu hér á landi. vísir/vilhelm Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu. Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Rúm 52 prósent þeirra sem taka afstöðu eru andvíg frekari uppbyggingu á vegum Bandaríkjahers á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladis.is. Tæpur fjórðungur er hlynntur frekari uppbyggingu og álíka margir segjast hvorki hlynntir né andvígir. Konur eru mun líklegri en karlar til að vera andvígar uppbyggingu Bandaríkjahers. Um 64 prósent kvenna eru andvíg en aðeins 12 prósent hlynnt. Munurinn er minni meðal karla en 41 prósent þeirra er andvígt uppbyggingunni en 35 prósent hlynnt. Í sumar var greint frá því að bandaríski flugherinn hygðist verja um sjö milljörðum króna til framkvæmda á varnarsvæðinu á næsta ári í samræmi við yfirlýsingar íslenskra og bandarískra stjórnvalda frá 2016. Bandarísk stjórnvöld hafa á síðustu misserum sýnt norðurslóðum meiri áhuga eins og heimsókn Mikes Pence varaforseta ber vitni um. Minnstur stuðningur við uppbygginguna mælist í yngsta aldurshópnum en aðeins níu prósent í aldurshópnum 18-24 ára eru hlynnt en 62 prósent andvíg. Sé horft til búsetu er áberandi mestur stuðningur við uppbyggingu hersins á Reykjanesi þar sem 47 prósent eru hlynnt en 23 prósent andvíg. Aðeins á Reykjanesi og Vestfjörðum eru fleiri hlynntir en andvígir uppbyggingunni. Þá er mikill munur á afstöðu fólks eftir því hvaða stjórnmálaflokk það styður. Stuðningur við uppbyggingu hersins mælist þannig aðeins fjögur prósent hjá Vinstri grænum, sjö prósent meðal Pírata og tíu prósent meðal Samfylkingarfólks. Að sama skapi eru 87 prósent Vinstri grænna andvíg, 76 prósent Pírata og 77 prósent Samfylkingarfólks. Mestur stuðningur við uppbyggingu hersins mælist hjá kjósendum Miðflokksins en helmingur þeirra er hlynntur henni á meðan 22 prósent eru andvíg. Þá eru 44 prósent Sjálfstæðismanna hlynnt uppbyggingunni en 24 prósent andvíg. Kjósendur Framsóknarflokksins skiptast nokkurn veginn í jafn stóra hópa eftir afstöðu sinni. Kjósendur Viðreisnar eru ekki mjög spenntir fyrir uppbyggingu hersins en 22 prósent þeirra eru hlynnt henni á meðan 59 prósent eru andvíg. Könnunin var framkvæmd 5. til 9. september síðast liðinn og var send á 2.100 einstaklinga í könnunarhópi Zenter rannsókna. Svarhlutfallið var 52 prósent en gögnin voru vigtuð eftir kyni, aldri og búsetu.
Birtist í Fréttablaðinu Varnarmál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira