Hjólbörugöngunni að ljúka Sandra Guðrún Sæmundsdóttir skrifar 14. september 2019 10:00 Veðrið hefur leikið við Huga á göngunni. Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira
Hugi hefur verið á göngu frá því 5. júní og segir hann að ferðin hafi gengið mjög vel. „Þetta hafa verið 80 göngudagar og 22 hvíldardagar svo þetta eru 102 dagar samtals.“ Hvíldardagana nýtti Hugi í að þvo föt, versla aðeins og slappa af. „Reyndar gisti ég aldrei meira en eina nótt frá Ísafirði til Akureyrar svo fjögurra daga hvíld á Akureyri var þeim mun betri.“ Veðrið hefur heldur betur leikið við Huga á ferðalaginu. Hann segir að versta veðrið hafi fylgt haustinu, þegar það komu tvær vikur af rigningu. „En það var kannski bara sanngjarnt þar sem fyrstu vikurnar var mikil sól.“ Það sem stendur upp úr í ferðinni að sögn Huga eru dagarnir þar sem „mórall var hár“ og langar brekkur niður á við með endalausu útsýni. „En líka erfiðu og löngu dagarnir þar sem ég þurfti að halda mér gangandi með fáum og stuttum pásum. Oft vegna veðurs eða svo ég yrði ekki enn þá úti eftir myrkur.“67 kílómetrar á 13 dögum Hann nefnir dæmi um það þegar hann labbaði frá Kirkjubæjarklaustri til Víkur en það var lítið af gististöðum þar á milli. „Ég byrjaði sex kílómetrum fyrir utan Klaustur og labbaði 67 kílómetra til Víkur á 13 klukkustundum með þeirri aðferð að styðja mig við hjólbörurnar til að halda stöðugum 7-9 kílómetra gönguhraða í 13 tíma. Ég rétt náði fyrir almyrkur. En ég var nokkuð búinn á því eftir það og náði varla 20 kílómetrum á átta klukkutímum daginn eftir.“ Hugi labbaði frá Reykjavík til Hveragerðis í gær, í dag geta vegfarendur rekist á hann á leið á Úlfljótsvatn og þaðan gengur hann á Þingvelli á morgun. „Ég ætla að reyna að taka sunnudaginn upp í beinni. Ef ég finn út hvernig ég geri það,“ segir Hugi. Hann segir að söfnunin fyrir Krabbameinsfélagið hafi ekki gengið alveg eins vel og hann bjóst við. „En það var áður en ég viss af arkaranum Evu og Veigu Grétarsdóttur sem var á kajak. Þær voru líka að styrkja góð málefni.“ Hugi segist samt hafa náð að safna að minnsta kosti hálfri milljón. „Það er nokkuð ágætt miðað við að bara eitt fyrirtæki hefur gefið styrk.“ Það er enn hægt að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning númer: 0301-26-005035, kennitala: 700169-2789.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fréttaárið 2010: Morð og fjársvik Innlent Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar Sjá meira