Ríkisstjóri New York vill banna bragðbætta rafrettuvökva Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2019 23:19 Andrew Cuomo, ríkistjóri New York. Vísir/AP Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York-ríkis í Bandaríkjunum, vill láta banna sölu á svo gott sem öllum bragðbættum rafrettuvökvum í ríkinu. Stutt er síðan Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir að ríkisstjórn hans hygðist setja á slíkt bann um öll Bandaríkin. Cuomo tilkynnti í dag að yfirmaður heilbrigðismála í New York-ríki myndi í þessari viku mæla með því við lýðheilsustofnun ríkisins að banninu yrði komið á. Þegar Cuomo tilkynnti hann þetta gagnrýndi hann rafrettuiðnaðinn í leiðinni fyrir þær bragðtegundir vökva sem nú eru í boði. Talaði hann þar sérstaklega um kandíflossbragð og tyggjókúlubragð, sem hann segir að séu augljóslega markaðsett með það fyrir augum að ná til ungmenna og ánetja þau nikótíni. Samkvæmt tölum frá lýðheilsustofnun ríkisins hefur rafrettunotkun framhaldsskólanema farið úr 10,5 prósentum upp í 27,4 prósent frá árinu 2018, og telja stjórnvöld að þar spili hinar ýmsu bragðtegundir níkótínvökvanna sem settir eru í rafretturnar stórt hlutverk. Fyrirhugað bann myndi ekki ná til rafrettuvökva með tóbaks- eða mentholbragði, en Cuomo sagði að það væri sífellt til skoðunar hjá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hvort ástæða væri til að banna rafrettur með öllu. Cuomo hefur mætt þó nokkurri gagnrýni fyrir þá ákvörðun að halda menthol- og tóbaksbragði utan við fyrirhugað bann. Harold Wimmer, forseti bandarísku lungnasamtakanna (e. American Lung Association), er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Demókratann. „[Hann] hafði tækifæri til þess að ráðast í afgerandi aðgerðir, en ákveður þess í stað að halda mentholrafrettum á markaðnum. Þó að yfirlýsing dagsins hafi verið sett fram í góðri trú, mun þetta valda því að ungmenni þessa lands munu fara að nota vörur með mentholbragði sem aldrei fyrr.“ Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig talað fyrir því að láta banna bragðbætta vökva í rafrettur. Skiptar skoðanir eru á því hvort leggja eigi blátt bann við rafreykingum, en á síðustu vikum og mánuðum hafa komið upp fjöldamörg mál þar sem fólk finnur fyrir þeim heilsufarsbrestum sem fylgt geta því að notast við rafrettur. Aðrir segja þó að rafrettur séu skaðminni en reykingar og hjálpi þannig þeim sem leitast við að hætta að reykja.Frá fundinum þar sem Cuomo tilkynnti fyrirætlanir sínar.Vísir/AP
Bandaríkin Rafrettur Tengdar fréttir Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02 Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07 Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Rekja veikindi hundraða og nokkur dauðsföll til rafrettna Fimm eru látnir í Bandaríkjunum af völdum torkennilegs lungasjúkdóms sem er talinn tengjast rafreykingum. 6. september 2019 21:02
Varar við rafrettum og vill Ísland á fremsta bekk Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítalanum, segir að nýleg tíðindi af veikindum og andláti notenda rafretta í Bandaríkjunum séu líkast til aðeins toppurinn á ísjakanum. 9. september 2019 11:07
Með „lungu sjötugs manns“ eftir rafrettuveikindin Adam Hergenreder, átján ára nemi og íþróttamaður frá Illinois í Bandaríkjunum, greindist í ágúst með alvarlegan lungnasjúkdóm sem rakinn er til rafrettureykinga. 12. september 2019 14:57