Sumir leikarar fengu sín fyrstu tækifæri í slíkum kvikmyndum og urðu í kjölfarið stórstjörnur. En eins og alltaf þarf að ráða fólk í verkefnin og á YouTube-síðunni What Culture er búið að taka saman tíu dæmi þar sem frægir leikarar höfnuðu stórhlutverkum og það oft af misgáfulegum ástæðum.
Hér að neðan má sjá samantektina en meðal annars hafnaði Tom Cruise hlutverki í kvikmyndinni Shawshank Redemption en hann átti að leika Andy Dufresne. Eins og margir vita fór Tim Robbins með hlutverkið.