Tíðablóð í auglýsingum í góðu lagi í Ástralíu Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2019 10:31 Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna. Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu. Ástralía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Opinber nefnd sem afgreiðir kvartanir vegna auglýsinga í sjónvarpi í Ástralíu segir fyrirtækið Asaleco Care, sem framleiðir dömubindi, ekki hafa brotið reglur með því að sýna tíðablóð í sjónvarpi í fyrsta sinn. Fyrirtækið sýndi í síðasta mánuði auglýsingar sem sýna hvernig konur upplifa tíðir. Þær auglýsingar innihéldu meðal annars myndefni af ungri konu fjarlægja blóðugt dömubindi úr brókum sínum og konu í sturtu þar sem tíðablóð rann niður læri hennar. Áðurnefndri nefnd barst minnst 600 kvartanir vegna auglýsinganna, samkvæmt ABC News í Ástralíu. Þónokkrir sem sendu inn kvartanir sögðu auglýsingarnar vera „ógeðslegar“ og kvartanir sneru einnig að því að auglýsingarnar væru óviðeigandi, óþarfar, móðgandi, óhugnanlegar og ekki við hæfi barna.Einn sem kvartaði sagði að „seyting líkamsvessa“ ætti ekki að sjást í sjónvarpsauglýsingum. Einn sagði þær vera ógeðslegar og lítillækkandi gagnvart konum. Aðrir kvörtuðu yfir því að auglýsingarnar, sem voru sýndar eftir klukkan sjö á kvöldin, hafi leitt til þess að börn spurðu út í tíðir. „Ég er miður mín yfir því að Libra hafi ákveðið hvenær ég ræddi við sjö ára dóttur mína um tíðir,“ kvartaði einn aðili. Annar sagði myndefni auglýsinganna ekki eiga heima í sjónvarpi, sama á hvaða tíma þær væru sýndar. „Að sýna blæðandi stúlkur er rangt, hvaða tíma dags sem er,“ sagði sá. Nefndin komst þó að þeirri niðurstöðu að engar reglur hafi verið brotnar. Það að einhverjum væri illa við blóð félli ekki undir reglur varðandi auglýsingar. Nefndin sagði auglýsingarnar lið í herferð sem ætlað væri að sýna að tíðir væru eðlilegur hluti af tilverunni. Forsvarsmenn Asaleo Care segja rannsóknir fyrirtækisins sýna fram á að konur upplifðu mikla fordóma gagnvart tíðum og flestar þeirra legðu mikið á sig til að hylma yfir tíðir sínar.Hér má sjá eina af auglýsingunum sem um ræðir og svo lengri útgáfu sem Asaleo Care birti á eingöngu á netinu.
Ástralía Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira