RIFF byrjar í næstu viku Þórarinn Þórarinsson skrifar 19. september 2019 07:15 Hann var vaskur og glaðbeittur, RIFF-hópurinn, sem kynnti herlegheitin sem framundan eru á blaðamannafundi. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira
Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst eftir slétta viku, fimmtudaginn 26. september, með frumsýningu á End of Sentence eftir Elvar Aðalsteins. Hátíðinni lýkur svo 6. október með frumsýningu á Parasite, eftir Bong Joon-ho, en sú mynd vann aðalverðlaunin í Cannes í vor. RIFF er nú haldin í sextánda sinn og er dagskráin sérlega glæsileg af því tilefni. Myndirnar á hátíðinni eiga það flestar sammerkt að vera splunkunýjar, margar hverjar heimsfrumsýndar nýlega í Cannes, Feneyjum og Toronto, og endurspegla það besta sem alþjóðleg kvikmyndagerð hefur upp á að bjóða. Um er að ræða gæðamyndir af ýmsu tagi eftir virta leikstjóra og með heimsfrægum leikurum á borð við John Hawkes, Willem DaFoe, Tilda Swinton, Robert Pattison og Bill Murray. Myndirnar fjalla um allt milli himins og jarðar, allt frá framhjáhaldi, fantaskap og földum gröfum til póetískrar myndar um bóndahjón að bregða búi á Krossnesi á Ströndum. RIFF er fjölbreytt, sólrík en jafnframt skuggaleg, og þar verður hægt að finna allt litróf mannlegra tilfinninga. Meðal mynda sem sýndar verða eru The Lighthouse sem sló í gegn á Cannes-hátíðinni í vor, en þær þrjár myndir sem vöktu mesta athygli á þeirri hátíð verða allar sýndar á RIFF, hinar tvær voru Parasite og The Dead don’t die eftir Jim Jarmusch. Sérstök athygli verður veitt myndum frá Austurríki í ár. Myndir eins og Earth, sem fjallar ekki um loftslagsbreytingar heldur landslagsbreytingar af mannavöldum. Chaos eftir Söruh Fattahl sem er sýrlenskur flóttamaður í Vín og er orðin ein af efnilegustu leikstjórum Austurríkis. Nobadi eftir Karl Markovics sem var heimsfrumsýnd í Toronto í síðustu viku, Movements of a nearby mountain eftir Nahen Bergs, The Children of the Dead eftir Kelly Copper og Pavol Liska, Space Dogs eftir Elsu Kremser og Levin Peter að ógleymdri Little Joe eftir Jessicu Hausner, en hún vakti mikla athygli á Cannes-hátíðinni í vor og vann aðalleikkona myndarinnar, Emily Beecham, aðal leikaraverðlaunin á hátíðinni í vor.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík RIFF Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Beckham á spítala Albert og Guðlaug saman í fríi á Ibiza Byggir á viðskiptamódeli bandarískrar trúboðsstöðvar Sjá meira