Rakarastofa og bíósalur í nýrri geggjaðri æfingaaðstöðu Golden State Warriors Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 10:30 Nýr búningsklefi Golden State Warriors. Mynd/Warriors.com Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019 NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Chase Center er nýjasta íþróttahöllin í NBA-deildinni í körfubolta en Golden State Warriors liðið er flutt í þessa nýju höll í San Francisco og spilar þar 2019-20 tímabilið. Það er ekki aðeins höllin sjálf sem er geggjuð. Það er nefnilega allt til alls í Chase Center höllinni því auk sjálfs salarins þar sem leikirnir fara fram og pláss er fyrir átján þúsund áhorfendur og ótal svítur þá er öll æfingaaðstaða Golden State Warriors einnig í byggingunni. Æfingamiðstöðin hefur fengið nafnið Biofreeze Center og Golden State Warriors var að kynna það fyrir bandarískum fjölmiðlum í gær.The facility features: ° Two full-length basketball courts + six hoops 4,000-square-foot weight room Training and treatment areas with a sauna Cryo treatment chamber + hydro room with float tanks Team locker room + lounge Barbershop and theater pic.twitter.com/8W1VkPDXiK — Front Office Sports (@frntofficesport) September 18, 2019Það er svo sannarlega allt í boði í æfingamiðstöðinni sem var sett saman út frá bæði hæstu stöðlum sem og nýjustu tækni. Leikmenn Golden State Warriors ættu að geta sótt sér þar alla þá þjónustu sem þeir þurfa til að halda við skrokkum sínum á löngu og erfiðu tímabili. Í æfingamiðstöðinni eru tveir æfingavellir með sex körfum en það er einnig bíósalur þar sem leikmenn Warriors geta bæði horft á myndbönd með væntanlegum mótherjum eða nýjustu kvikmyndirnar.the @warriors studio team makes me look goooooood! like what you see, Twitter friends? pic.twitter.com/WiW7AhkMs7 — Biofreeze Performance Center (@dubs_training) September 19, 2019 Þarna er líka 372 fermetra lyftingarsalur búinn öllum tækjum og tólum og eftir æfingar geta leikmenn sótt sér alla hugsanlega meðferð eins og með að fara í frystiklefa, flotlaugar eða gufubað. Síðasta en ekki síst þá geta leikmenn einnig farið í klippingu í miðstöðinni því þar er rakarastofa. Leikmenn Golden State Warriors þurfa því ekki að leita mikið út fyrir Biofreeze Center á tímabilinu. Það má ekki gleyma búningsklefa Golden State Warriors liðsins sem er hannaður eins og virðingarvottur til gömlu Oracle Arena í Oakland sem félagið er nú að yfirgefa. Íslandsvinurinn Stephen Curry hitti Rachel Nichols á ESPN í Biofreeze Center og fór með hana í smá skoðunarferð eins og sjá má hér fyrir neðan.Steph Curry takes me on an exclusive tour of the new Biofreeze Center, where the Warriors will practice this year, and it's INSANE (facial recognition technology! sleep pods!). We also talk his MVP hopes, KD's departure, and the 2020 Olympics (he's in). pic.twitter.com/LN8aVC1vGh — Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) September 18, 2019
NBA Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum