Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. Vísir/Einar Árnason Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín. Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín.
Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Hefndi sín með því að missa meydóminn Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36
Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02