Tindastóll getur komist upp í efstu deild í fyrsta sinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2019 07:00 Murielle Tiernan, leikmaður Tindastóls, er markahæst í Inkasso-deild kvenna með 22 mörk. vísir/getty Tindastóll getur tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn þegar lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fer fram í kvöld. Allir fimm leikirnir hefjast klukkan 19:15. Grindavík og ÍR eru fallin og Þróttur búinn að vinna deildina. Annað sætið og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni er hins vegar enn í boði. FH er í 2. sæti með 36 stig, tveimur stigum á undan Tindastóli og þremur stigum á undan Haukum. Fyrir nokkrum vikum benti ekkert til annars en FH-ingar færu örugglega upp í Pepsi Max-deildinni. En FH hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum og því er liðið aðeins með tveggja stiga forystu í 2. sætinu. Eftir 0-7 tap fyrir Þrótti 8. ágúst hefur Tindastóll unnið fimm leiki í röð. Liðið fær ÍA í heimsókn í kvöld. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar. Til að Tindastóll eignist lið í efstu deild í fótbolta í fyrsta sinn þarf liðið að vinna ÍA og treysta á að Afturelding, sem er í 5. sæti, leggi FH að velli. Jafntefli ætti að duga FH-ingum því þeir eru með miklu betri markatölu en Stólarnir. Haukar eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná 2. sætinu. Til þess að það gerist þarf FH að tapa, Tindastóll tapa eða gera jafntefli og Haukar að vinna botnlið ÍR mjög stórt. Haukar eru með 13 mörk í plús en FH 23 mörk. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hafa Haukar unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Þróttur fær bikarinn fyrir sigur í Inkasso-deildinni afhentan eftir leikinn gegn Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mætast Augnablik og Fjölnir á Kópavogsvelli. Liðin eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti deildarinnar.Leikirnir í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna (hefjast allir klukkan 19:15): Afturelding - FH Tindastóll - ÍA Haukar - ÍR Þróttur - Grindavík Augnablik - FjölnirStaðan fyrir lokaumferðina í Inkasso-deild kvenna. Inkasso-deildin Skagafjörður Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira
Tindastóll getur tryggt sér sæti í efstu deild í fyrsta sinn þegar lokaumferð Inkasso-deildar kvenna fer fram í kvöld. Allir fimm leikirnir hefjast klukkan 19:15. Grindavík og ÍR eru fallin og Þróttur búinn að vinna deildina. Annað sætið og þar með sæti í Pepsi Max-deildinni er hins vegar enn í boði. FH er í 2. sæti með 36 stig, tveimur stigum á undan Tindastóli og þremur stigum á undan Haukum. Fyrir nokkrum vikum benti ekkert til annars en FH-ingar færu örugglega upp í Pepsi Max-deildinni. En FH hefur aðeins fengið eitt stig í síðustu þremur leikjum og því er liðið aðeins með tveggja stiga forystu í 2. sætinu. Eftir 0-7 tap fyrir Þrótti 8. ágúst hefur Tindastóll unnið fimm leiki í röð. Liðið fær ÍA í heimsókn í kvöld. Skagakonur eru í 6. sæti deildarinnar. Til að Tindastóll eignist lið í efstu deild í fótbolta í fyrsta sinn þarf liðið að vinna ÍA og treysta á að Afturelding, sem er í 5. sæti, leggi FH að velli. Jafntefli ætti að duga FH-ingum því þeir eru með miklu betri markatölu en Stólarnir. Haukar eiga enn tölfræðilega möguleika á að ná 2. sætinu. Til þess að það gerist þarf FH að tapa, Tindastóll tapa eða gera jafntefli og Haukar að vinna botnlið ÍR mjög stórt. Haukar eru með 13 mörk í plús en FH 23 mörk. Eftir rólega byrjun á tímabilinu hafa Haukar unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Þróttur fær bikarinn fyrir sigur í Inkasso-deildinni afhentan eftir leikinn gegn Grindavík. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mætast Augnablik og Fjölnir á Kópavogsvelli. Liðin eru jöfn að stigum í 7. og 8. sæti deildarinnar.Leikirnir í lokaumferð Inkasso-deildar kvenna (hefjast allir klukkan 19:15): Afturelding - FH Tindastóll - ÍA Haukar - ÍR Þróttur - Grindavík Augnablik - FjölnirStaðan fyrir lokaumferðina í Inkasso-deild kvenna.
Inkasso-deildin Skagafjörður Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings Sjá meira