Guðmundur Ágúst Kristjánsson lauk keppni á KPMG Trophy mótinu í Belgíu í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Guðmundur Ágúst byrjaði fjórða og síðasta hringinn í dag vel og fékk tvo fugla á fyrstu fimm holum sínum í dag. Hann fékk svo örn á 18. holu, sem var níunda hola dagsins hjá honum, og eftir níu holur var hann því á fjórum höggum undir pari í dag.
Hann missti högg strax á 1. holu, hans tíundu, en paraði svo næstu sjö holur. Á lokaholu dagsins fékk hann annan skolla og fór því hringinn á tveimur höggum undir pari.
Það þýðir að hann lýkur leik á ellefu höggum undir pari og þegar hann kom í hús var hann jafn í 48. sæti.
Efsti maður mótsins þegar þetta er skrifað er Jack Senior frá Englandi, hann er á 21 höggi undir pari eftir 12 holur á lokahringnum.
Guðmundur Ágúst kláraði á 11 undir pari
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið







Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool
Enski boltinn

Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað
Íslenski boltinn

„Stöð 2 Sport er enski boltinn“
Enski boltinn

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Íslenski boltinn