Spænsku stórliðin gætu sótt sér stjörnuleikmenn á lokadegi gluggans á Spáni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2019 07:00 Paul Pogba og Neymar á góðri stundu. Getty/Alexander Hassenstein Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum. Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira
Paul Pogba, Neymar og Christian Eriksen hafa allir verið orðaðir við spænsk félög í allt sumar og í dag er síðasti möguleikinn fyrir spænsku stórliðin að sækja þessa stórstjörnur. Félagsskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni lokaði fyrir fyrsta leik en fjórða umferðin kláraðist um helgina. Glugginn hjá restinni af Evrópu lokar aftur á móti ekki fyrr en í dag. Það er því ekki útilokað að lið eins og Barcelona eða Real Madrid styrki sem með einhverjum stórstjörnum en bæði lið hafa verið að hiksta í upphafi leiktíðar.Could it be a busy Monday? The #LaLiga deadline day deals to look out for https://t.co/8WEkbwBXHPpic.twitter.com/SGae7BQ8Ln — BBC Sport (@BBCSport) September 1, 2019Stærsta saga síðustu vikna hefur verið óvissan með framtíð Neymar hjá Paris Saint Germain og fréttir af allskonar tilboðum Barcelona til að endurheimta Brasilíumanninn. Neymar vill fara aftur til Barcelona og Barcelona vill fá hann. PSG keypti hann hins vegar á sínum tíma fyrir fáránlega háa upphæð og ætlar ekki að gefa mikinn afslátt. Barcelona hefur verið að bjóða mikinn pening og leikmenn með í kaupunum en samningar hafa enn ekki náðst. Glugginn lokar klukkan 22.00 að íslenskum tíma og eflaust verða frekari hræringar í dag. Önnur saga sumarsins snýr að Paul Pogba hjá Manchester United og miklum áhuga Zinedine Zidane að fá hann til Real Madrid. Zidane ýjaði að því um helgina að það væri enn möguleiki á einni eða tveimur bombum hjá Real Madrid í dag en félagið hefur þegar eytt miklum peningi í sumarglugganum. Það kemur líka til greina hjá Real Madrid að kaupa Christian Eriksen frá Tottenham eða Donny van de Beek frá Ajax. Miðjumennirnir Mateo Kovacic (til Chelsea), Dani Ceballos (Arsenal) og Marcos Llorente (Atletico Madrid) eru ekki lengur með liðinu og þá er Luka Modric orðinn 34 ára gamall. Zidane veit því að hann þarf að styrkja miðju liðsins. Atletico Madrid og Sevilla hafa bæði byrjar spænsku deildina betur en Real Madrid og Barcelona og það er búist við því að þau gætu bæði styrkt sig framarlega á vellinum.
Enski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði Sjá meira