Átta maríulaxar í einu holli Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2019 08:27 Sex af átta maríulöxum sem veiddust í Langa um helgina. Mynd: Berglind Ólafsdóttir Veiðin á vesturlandi hefur í mörgum ánum tekið heldur betur kipp og í mörgum tilfellum að bæta upp ansi magurt sumar. Kvennadeild SVFR var að ljúka veiðum í ánni í gær en ferðin er árleg hjá þessum vaska hóp kvenna og það er óhætt að segja að þær hafi veitt vel. Áin tók á móti konunum í góðum gír og strax á fyrstu vakt var ellefu löxum landað. Veiðin var erfið sökum kulda og roks næstu tvær vaktir en engu að síður tókst að setja í sex maríulaxa á þeim vöktum og að auki komu tveir maríulaxar upp á fyrstu vakt. Samtals voru það átta maríulaxar sem veiddust í hollinu. Hollið lauk veiðum með 36 löxum sem komu á land og það slapp líklega annað eins af færinu. Tveir stangir lentu í ótrúlegri töku í Efri Hvítstaðahyl en þær voru þar í fylgd með undirrituðum í leiðsögn um ánna. Þar settu þær í og spiluðu níu löxum og af þeim fimm landað á aðeins rétt rúmum klukkutíma. Laxarnir sem veiddust tóku svo til allir litlar flugur í stærðum 16-18# og voru flugur eins og Nagli og Green Brahan gjöfular. Vel gert hjá þessum glæsilega kvennahóp! Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði
Veiðin á vesturlandi hefur í mörgum ánum tekið heldur betur kipp og í mörgum tilfellum að bæta upp ansi magurt sumar. Kvennadeild SVFR var að ljúka veiðum í ánni í gær en ferðin er árleg hjá þessum vaska hóp kvenna og það er óhætt að segja að þær hafi veitt vel. Áin tók á móti konunum í góðum gír og strax á fyrstu vakt var ellefu löxum landað. Veiðin var erfið sökum kulda og roks næstu tvær vaktir en engu að síður tókst að setja í sex maríulaxa á þeim vöktum og að auki komu tveir maríulaxar upp á fyrstu vakt. Samtals voru það átta maríulaxar sem veiddust í hollinu. Hollið lauk veiðum með 36 löxum sem komu á land og það slapp líklega annað eins af færinu. Tveir stangir lentu í ótrúlegri töku í Efri Hvítstaðahyl en þær voru þar í fylgd með undirrituðum í leiðsögn um ánna. Þar settu þær í og spiluðu níu löxum og af þeim fimm landað á aðeins rétt rúmum klukkutíma. Laxarnir sem veiddust tóku svo til allir litlar flugur í stærðum 16-18# og voru flugur eins og Nagli og Green Brahan gjöfular. Vel gert hjá þessum glæsilega kvennahóp!
Mest lesið Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Léttklæddar laxaflugur Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiði