Skilgreina Keflavík sem útstöð skæðustu sprengjuþotu heims Kristján Már Unnarsson skrifar 2. september 2019 21:00 Torséða B-2 þotan lenti á Keflavíkurflugvelli á fimmtudag. Ekki er vitað hvort kjarnorkusprengjur voru um borð en flugvélin getur borið allt að sextán slíkar. Það er stefna Bandaríkjahers að játa hvorki né neita spurningum um staðsetningu kjarnorkuvopna. Mynd/U.S. Air Force. Bandaríkjaher lítur á Ísland sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar til Keflavíkurflugvallar fyrir helgi en þar var meðal annars æfð eldsneytistaka með hreyfla þotunnar í gangi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sprengjuþotan B-2 Spirit lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn fimmtudag en þetta var í fyrsta sinn sem slík vél kom til Íslands. Þær eru raunar afar fágætar, aðeins 21 eintak hefur verið smíðað, enda er þetta dýrasta flugvél sögunnar, hver þota kostar yfir 90 milljarða króna. Heildarkostnaður við smíði og þróun hennar reyndist þó margfalt meiri eða um 260 milljarðar króna á hvert eintak.Æfð var eldsneytisfylling á B-2 þotuna í Keflavík með hreyflana í gangi. Þessi ber heitið Spirit of Mississippi.Mynd/U.S. Air Force.B-2 er engin venjuleg sprengjuþota og þegar Bandaríkjamenn vilja virkilega sýna hernaðarmátt sinn þá senda þeir þessa á vettvang enda er hún eitthvert skæðasta vopn sem til er. Hún getur borið allt að sextán kjarnorkusprengjur og var hönnuð á tímum kalda stríðsins til að geta komist óséð með farm sinn inn í mið Sovétríkin. Til þessa hefur hún þó eingöngu notað hefðbundnar sprengjur í átökum, fyrst í Kosovo og síðar í Afganistan, Írak og Líbýu. Í Keflavík vakti athygli að áhöfn vélarinnar og hermenn á jörðu æfðu sig í hraðri eldsneytisáfyllingu með því að setja á hana eldsneyti án þess að slökkt væri á hreyflunum, rétt eins og hún væri á leið í árásarferð.B-2 er dýrasta flugvél sögunnar en þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak. Rekstur hverrar þotu kostar 17 milljónir króna á klukkustund.Mynd/U.S. Air Force.Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að þessi æfing hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi. Vélin kom hingað frá herflugvelli í Englandi og miðað við umræðuna þar má leiða líkur að því að flug hennar til Íslands sé engin tilviljun, á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er á leið til landsins að ræða við íslenska ráðamenn um ógnina sem stafar af Rússlandi og Kína á norðurslóðum.Þrjár bandarískar B-2 sprengjuþotur verða staðsettar á Fairford-herflugvellinum í Suður-Englandi næstu tvo mánuðiMynd/U.S. Air Force.Þotan er ein þriggja slíkra sem staðsettar eru tímabundið í Bretlandi í tvo mánuði. Í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina sagði Kurt Wendt, ofursti í bandaríska flughernum, að koma vélanna þangað sendi afar sterk og sýnileg skilaboð um að Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO geti beitt hernaðarmætti sínum hvar sem er og hvenær sem er. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar til Keflavíkurflugvallar: Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. 31. ágúst 2019 12:00 Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær í tæpar tvær klukkustundir. 29. ágúst 2019 11:25 Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. 21. ágúst 2019 22:37 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York. 25. ágúst 2019 18:15 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Bandaríkjaher lítur á Ísland sem útstöð fyrir torséðu B-2 sprengjuþotuna, sem hönnuð er til kjarnorkuárása. Þetta má sjá í fréttatilkynningu flughersins vegna komu þotunnar til Keflavíkurflugvallar fyrir helgi en þar var meðal annars æfð eldsneytistaka með hreyfla þotunnar í gangi. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Sprengjuþotan B-2 Spirit lenti óvænt á Keflavíkurflugvelli síðastliðinn fimmtudag en þetta var í fyrsta sinn sem slík vél kom til Íslands. Þær eru raunar afar fágætar, aðeins 21 eintak hefur verið smíðað, enda er þetta dýrasta flugvél sögunnar, hver þota kostar yfir 90 milljarða króna. Heildarkostnaður við smíði og þróun hennar reyndist þó margfalt meiri eða um 260 milljarðar króna á hvert eintak.Æfð var eldsneytisfylling á B-2 þotuna í Keflavík með hreyflana í gangi. Þessi ber heitið Spirit of Mississippi.Mynd/U.S. Air Force.B-2 er engin venjuleg sprengjuþota og þegar Bandaríkjamenn vilja virkilega sýna hernaðarmátt sinn þá senda þeir þessa á vettvang enda er hún eitthvert skæðasta vopn sem til er. Hún getur borið allt að sextán kjarnorkusprengjur og var hönnuð á tímum kalda stríðsins til að geta komist óséð með farm sinn inn í mið Sovétríkin. Til þessa hefur hún þó eingöngu notað hefðbundnar sprengjur í átökum, fyrst í Kosovo og síðar í Afganistan, Írak og Líbýu. Í Keflavík vakti athygli að áhöfn vélarinnar og hermenn á jörðu æfðu sig í hraðri eldsneytisáfyllingu með því að setja á hana eldsneyti án þess að slökkt væri á hreyflunum, rétt eins og hún væri á leið í árásarferð.B-2 er dýrasta flugvél sögunnar en þróun og smíði hennar kostaði 260 milljarða króna á hvert eintak. Rekstur hverrar þotu kostar 17 milljónir króna á klukkustund.Mynd/U.S. Air Force.Í fréttatilkynningu bandaríska flughersins kemur fram að þessi æfing hjálpi til við að nota Keflavíkurherstöðina sem útstöð fyrir B-2 og tryggja þannig að sprengjuþotan sé til reiðu sem trúverðugt afl til að verja Bandaríkin og bandamenn þeirra í sífellt flóknara öryggisumhverfi. Vélin kom hingað frá herflugvelli í Englandi og miðað við umræðuna þar má leiða líkur að því að flug hennar til Íslands sé engin tilviljun, á sama tíma og varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er á leið til landsins að ræða við íslenska ráðamenn um ógnina sem stafar af Rússlandi og Kína á norðurslóðum.Þrjár bandarískar B-2 sprengjuþotur verða staðsettar á Fairford-herflugvellinum í Suður-Englandi næstu tvo mánuðiMynd/U.S. Air Force.Þotan er ein þriggja slíkra sem staðsettar eru tímabundið í Bretlandi í tvo mánuði. Í viðtali við ITV-sjónvarpsstöðina sagði Kurt Wendt, ofursti í bandaríska flughernum, að koma vélanna þangað sendi afar sterk og sýnileg skilaboð um að Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO geti beitt hernaðarmætti sínum hvar sem er og hvenær sem er. Hér má sjá myndir frá komu vélarinnar til Keflavíkurflugvallar:
Heimsókn Mike Pence Keflavíkurflugvöllur NATO Norðurslóðir Varnarmál Tengdar fréttir Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. 31. ágúst 2019 12:00 Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær í tæpar tvær klukkustundir. 29. ágúst 2019 11:25 Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10 Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53 Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. 21. ágúst 2019 22:37 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York. 25. ágúst 2019 18:15 Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13 Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Samstaða um að mótmæla vígvæðingu á norðurslóðum Á flokksráðsfundi Vinstri grænna sem fer nú fram á Hótel Skaftafelli í Öræfum var aukinni vígvæðingu í Norðurhöfum og á norðurslóðum mótmælt einróma. 31. ágúst 2019 12:00
Sprengjuflugvél mátaði sig við Keflavíkurflugvöll Bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-2 Spirit staldraði við á Keflavíkurflugvelli í gær í tæpar tvær klukkustundir. 29. ágúst 2019 11:25
Katrín og Pence funda á Keflavíkurflugvelli Fundurinn verður haldinn í húsi Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að kvöldi 4. september þegar forsætisráðherra kemur til landsins af fundum í Svíþjóð og Danmörku. 2. september 2019 16:10
Hættir við heimsókn til Danmerkur því hann fær ekki að kaupa Grænland Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fær ekki að kaupa Grænland. Þess vegna hættir hann við opinbera heimsókn til Danmerkur 21. ágúst 2019 00:53
Norðmenn verði augu og eyru NATO í norðri, ekki Bandaríkin Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að Norðmenn fyrst og fremst, en hvorki Bandaríkjamenn né Bretar, eigi að vera augu og eyru Atlantshafsbandalagsins í norðri. 21. ágúst 2019 22:37
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Áhyggjuefni fyrir smáþjóðir hvernig stórveldi horfa á svæði á norðurslóðum Eiríkur líkti hugmynd Trumps um að kaupa Grænland við að Íslendingar myndu kaupa Manhattan eyju í New York. 25. ágúst 2019 18:15
Mike Pence hyggst ræða við Íslendinga um „innrásir“ Kína og Rússlands á norðurslóðir Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hyggst í Íslandsheimsókn sinni í næstu viku ræða um "innrásir“ Kína og Rússlands inn á norðurslóðir. Þetta hefur Reuters-fréttastofan í dag eftir háttsettum embættismanni Trump-stjórnarinnar. 28. ágúst 2019 20:13
Ísland passi fullkomlega í innviðaverkefni Kínverja Á meðan varaforseti Bandaríkjanna hefur áhyggjur af innrásum Kína og Rússlands inn á Norðurslóðir setur Kína ekkert út á frekari þróun tvíhliða sambands Íslands við Bandaríkin. 1. september 2019 22:00